Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Kynin

Er ennþá þreytt eftir þessa annasömu helgi.
Bakið og mjaðmirnar eitthvað að ambra og öklinn mjálmar í takt.
Horfi á þvottafjallið og langar eeeekki að takast á við það.
Dagurinn búinn að fara í foreldraviðtöl.

Hún flínk að skrifa, sauma og lesa.
Er ekki alveg að ná stærðfræðinni.
Skipulögð í vinnubrögðum
Iðin.


Hann flínkur í stærðfræði.
Nennir ekki að vanda sig og skrifa læsilega.
Óskipulagður.
Latur.


Hver sagði svo að kynin væru alveg eins????????
Jú, íslenskt skólakerfi.

mánudagur, janúar 30, 2006

Brynja Sólrún er 9 ára í dag


Morgunverðarboð Brynju Sólrúnar

Afmæli þú átt í dag,
út af því við syngjum lag.
Sama daginn sem er nú,
sannarlega fæddist þú.
:;Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakerlingin:;

Allt þér gangi vel í vil,
vertu áfram lengi til.
Allt þér verði hér í hag,
höldum upp á þennan dag.
:;Til hamingju með heilladaginn þinn,
heillakerlingin;:








OG SVO BLÁSA OG ÓSKA SÉR.

......og það er allt að verða viiiiitlaaaauuuuust

Þetta var nú meiri helgin.
Það sem gerðist á þessum tveimur dögum var aðeins of mikið af því góða.

Laugardagurinn var einhvernveginn svona í mjög stuttu máli:

Átti að vera á tveimur stöðum frá 10 - 13.
Fór kl. 11 að kenna.

Upptaka í Ými, ekki hægt að kenna

Senda alla heim og afboða næsta holl.

Snúa manninum við og láta sækja sig.


Símtal frá frekar æstri móður.
Barnið rekið út úr Ými.
Var rennandi blaut þegar hún var sótt eftri að hafa staðið dágóða stund í rigningunni.

Keyra manninn til að fá lanaðan bíl hjá tengdó.

Kaupa afmælisgjöf.
Keyra í afmæli.

Fara með snáðann til vinar.

Fara í búð og kaupa fyrir afmælisbakstur

Sækja í afmæli og sækja til vinar.

Koma heim og vera lyklalaus.

Sækja lykla til Hrundar.

Byrja að baka, taka til og lita á sér hárið.

Skila systkinin að með jöfnu millibili og sætta.


Fara í Júróvísjónstúdíóið með Ponsí og sjá Hrund syngja bakrödd og komast í úrslit.

Heim aftur og halda áfram að undirbúa afmæli.


Sunnudagur.

Morgunverðarboð.

8 sætar yngismeyjar mættu kl. 11 í náttfötum með tuskudýr.

Hamagangur á hóli til kl 14.

Vinir og vandamenn komu svo seinna um daginn.

Út í göngutúr.

Enduðum svo í æðislegum mat hjá Bjarna Braga og Rakel.

Það var góður endir á þessari annars kaótísku helgi.

föstudagur, janúar 27, 2006

Menningarblogg

Var alveg hrikalega menningarleg í gær.

Sá Mildi Títusar eftri afmælisbarn dagsins, Wolfgang Amadeus Mozart.
Keypti mé rauðvín í hléinu og gúffaði í mig Mozartkúlum sem voru í fínum skálum um allt.

Stjarna kvöldsins að mínu mati fyrir utan afmælisbarnið var
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.
Þessi litla og mjóa kona átti sviðið.
Söng allt utanbókar og af slíkri innlifun að unun var á að hlýða.

Hallveig Rúnars var glæsileg í bleika kjólnum sínum.
Björt röddin hljómaði fallega og hún söng aríuna sína af mikilli innlifun.

Og allir hinir voru flottir. Þetta var sérlega vel valinn hópur.

Kórinn góður.

Og menningarheitin héldu áfram því ég keypti Cd diska á spottprís
af 12 Tónum.
Sneðugt hjá þeim.

Og núna sit ég og hlusta á Elly Ameling syngja Fauré af stakri snilld.

Og í kvöld verður hlustað á Cosi van tutte með René Jacobs við stjórnvölin.

Hlakka til.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

FÍS

Og enn einn linkur kominn á síðuna.
Heimasíða Félags Íslenskra Söngkennara -F#-
Ýmislegt komið inn fyrir ykkur sem hafið áhuga á mannsröddinni.


Var annars áðan í prófi, jájá bara.
Var látin spila kadensur í hinum ýmsu tóntegundum, dim hljóma, sus hljóma og hálfminkaða ásamt dim með add nine.
Svo spelaði ég lög sem bara eru með uppgefnum hljómum og átti að sýna kunnáttu mína í að krydda með áðurnefndum hljómum.

Og gúrúinn okkar Gunni Gunn sat og glotti.

Hann var prófdórmari.

Var mjög stressuð.

Hélt að ég þyrfti ekki að taka próf í þessu.

Setti þetta inn sem val því mig vantar þetta í kennslunni á leikskólanum þar sem enginn les nótur og kennararnir raula lag fyrir mig og spyrja svo: getur þú ekki spilað þetta?


Var orðin leið á að svara: Uhhh, jú ég skal reyna.

Núna get ég sagt: EKKERT MÁL, eða þannig.

Sjáum hvað kemur svo útúr þessu prófi áður en farið er að hreykja sér.

Það jafnast ekkert á við vestfirskan harðfisk

Ég á gersemi hér í poka sem ég geymi niður í skúffu og passa að enginn nái í.
Á hverjum degi fæ ég mér einn bita.
Pabbi færði mér þetta þegar þau komu um daginn.
Ég ætla að treina þetta eins lengi og ég get.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Speki dagsins



Lífið er langhlaup

Fjölskylduhlekkir

Hlekkjaði Dísina og Spider-Woman á mig. Gaman þegar fjölskyldan hittist svona.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Verkefni

Hef verið að lesa ýmislegt á bloggum annara um þá kenningu að óhamingjusamir einstaklingar stundi frekar blogg en aðrir. Þar sem mér er tamt að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni langar mig að leggja orð í belg.
Óhamingjusamir eintaklingar blogga öðruvísi. Þeir opinbera tilfinningar sínar á annan hátt en við hin. Mér finnst frábært ef fólk getur notað blogg til að fá tilfinningum sínum útrás, það er að minsta kosti ódýrara en sálfræðingur:O)
Og oft koma komment frá okkur hinum sem lesum. Þau geta virkað uppörvandi og vakið óhamingjubloggara til umhugsunar.
Hefði alveg viljað hafa blogg hér fyrir 9 árum.Ég hefði fyllt þennan flokk "óhamingjubloggari".
Og sannarlega hefði það blogg verið öðruvísi en það sem ég skrifa í dag.
Ég tel mig ekki sérlega óhamingjusama manneskju í dag. Blogga samt og fíla það í ræmur.
Ég hef fengið ýmiss "verkefni" til að glíma við á minni bráðum 40 ára ævi. Þau hafa sum verið erfiðari en önnur. Í gegnum þau hef ég öðlast reynslu, þekkingu, innsýn og þroskast sem manneskja. Og þannig er lífið, verkefni fullt af áskorunum. Maður verður að horfast í augu við svo margt. Óþægilegast er að horfast í augu við sjálfan sig.
Og ég fékk eitt nýtt verkefni um daginn: skammdegisþunglyndi. Voða fínt, eða þannig.
Sumir dagar eru bara fínir á meðan aðrir eru hreint hlevíti. Og driftin sem hefur verið minn helsti kostur hvarf bara sí svona. Sit stundum og mæni út í bláinn, ég, sem alltaf er að stússast eitthvað.
Þekki ekki þessa konu. En ég veit að þetta gengur yfir. Tek bara einn dag í einu.
Langar að gera fullt af skemmtilegum hlutum, er með hausinn fullan af hugmyndum en vantar driftina góður til að koma því í verk. Hef þá trú að einn góðan veðurdag komi hún.
Þegar ég á síst von á henni.
Þegar líf mitt var sem flóknast hér fyrir 9 árum fékk ég heilræði frá góðri konu. Hún ráðlagði mér að gera eitthvað fyrir sjálfan mig á hverjum degi. Þarf ekki að vera stórt og flókið sagð´ún, lestu smá í bók, hlustaðu á uppáhalds diskinn þinn, farðu í dekurbað. Mikilvægast er að taka smá stund frá fyrir sjálfan sig. Og ég tók þessu heilræði og fór eftir því.
Því hef ég aldrei séð eftir.

mánudagur, janúar 23, 2006

Mín fyrsta kvikmyndagagnrýni

Já ég var víst búina að lofa umsögn um Bennet fjölskylduna góðu.

Myndin voru ekki þau vonbrigði sem ég átti von á. Sem betur fer.
Leikararnir fínir og umgjörðin ekta bresk og allt. Búningarnir hæfilegir, ekkert prjál, enda millistétta fólk.
Tvö atriði sem gerast á dansleik voru aðeins of löng fyrir minn smekk.
Ms. Knigtley var bara ágæt, en leikkonan sem er auðvitað skammarlegt að ég viti ekki nafnið á úr þáttunum, var langtum betri. Það er etthvað glott á Ms. Knigtley sem hún notar of mikið og á stöðum sem ekki eru viðeigandi. Sumir segja að það sé henni sjarmi en hún má ekki ofnota hann þannig að hann virki svo bara kjánalegur þegar hann er alveg út úr karakter.
Darcy var ekki sannfærandi, vantaði meiri dúlúð í túlkunina. Enda er bara til einn Darcy!
Eins voru orð notuð of mikið í stað líkamstjáningar og það vantaði aðeins á að byggja upp meiri spennu á milli þeirra tveggja, Darcy og Lizziar.
Lokauppgjörið var gott, ekki of væmið.
Mamman var brilljant, leikkonan úr Saving Grace, sem er hreint frábær mynd. Að ég tali nú ekki um Judi Dench sem var góð de´Berg.
Svo ég er bara ágætlega sátt. Mæli alveg með henni.
Svo elsku bloggvinir skellið ykkur endilega á myndina, alltaf gott að horfa dáldið á rómantík. Gerir mig a.m.k. alltaf bjartsýnari á lífið.
Finnst samt gott að vita að ég get horft hvenær sem er á þættina eigandi þá hér á spólu. Þó þyrfti maður að fá sér DVD útgáfu á Amazon eða álíka verslun , spólurnar orðnar dáldið snjáðar og myndgæðin hafa látið á sjá.



Við lentum samt í þessu í bíóinu:

Fyrir aftan okkur mömmu sátu unglingsstúlkur giska 14 ára. Þær borðuðu mjög hávært nammi og voru ekkert að reyna að láta skrjáfa minna í pokunum.
Þær flissuðu í tíma og ótíma og hvísluðust á stóran part af myndinni.

Hefði átt að færa mig- hrumpf!!!

sunnudagur, janúar 22, 2006

Prinsar og fleira gott fólk.

Við eignuðumst lítinn frænda í gær.
Mín kæra mágkona eignaðist þá sitt 4ða barn, hann Davíð.
Til hamingju með hann kæra fjölskylda á Ljósvallagötunni.




Hroki og hleypidómar.Man hvað ég heillaðist af þáttunum. Og mesta sjarmatröll allra tíma mr. Darcy fékk hjartað til að slá hraðar. Þetta er sjónvarpsefni sem ég get horft á aftur og aftur.
Og nú er búið að gera mynd. Hefði viljað sjá einhverja aðra leikkonu en ms.Knightley í hlutverki Lizzyar. Hef alltaf undrað mig á að sjá ekki bresku leikkonuna sem fór með hlutverk Lizzyar í þáttunum í fleiri myndum. Hún átti snilldarleik í þessum þáttum.
Þori varla að fara á hana í bíó, er svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum.
En ætla samt að láta slag standa og fara með henni móður minni, sem stödd er í borginni, að sjá hana í kvöld.
Gef umsögn á morgun.

föstudagur, janúar 20, 2006

Annir og gusugangur

Þessi föstudagur verður annasamur.
Er búin að lofa Ponsí minni að stytta buxurnar sem húna valdi sér í afmælisgjöf.Móðirin með smá fyrirhyggju að kaupa aðeins of stórt.
Aðeins að taka til og svona því von er á heiðurshjónunum að vestan í bóndadagsmat.
Boðið verður upp á þjóðlegt og gott íslenskt lambalæri.
Svo náttúrulega að kenna, kenna,kenna.
Smá gusugangur:
Heyrði annars að það væri búið að stytta Mozart stykkið sem futt verður í bíóinu bráðlega þannig að leikarar fari með resetatífin. Undarlegt. Hljómar einhvernveginn ekki sannfærandi.
Það er víst of dýrt að leigja textavél. Ég meina annaðhvort er þetta almennilega gert eða menn sleppa því. Getur verið að það sé svo dýrt að leigja vélina frá Óperunni að Sinfó fari yfir á fjárhagsáætluninni bara við það? Hvernig ætluðu þeir sér þetta þá í upphafi. Verður maður ekki að reikna dæmið til enda.
Hrumpf!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Kostaboð

Hausverkur til sölu - kostar eina tölu.
Mjög þungur og öflugur, breiðir úr sér frá enni að hnakka, mest þó hægra megin.
Með honum fylgja ónot í líkama ásamt þyngslum.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Áhugasamir geta vitjað hans hér að Ökrum.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Nýr meðlimur

Hemúllinn er komin í linkasafnið mitt. Velkominn.

Frelsistilfinning

Var að fá póst frá Sterling flugfélaginu þar sem boðið er upp á skíðaferðir á spottprís.
Væri alveg til í að fara ef fóturinn væri ekki þessi djöfull sem ég þarf að draga.
Man skíðaferðir upp á dal heima á Ísafirði. Í hvaða veðri sem var fór maður og renndi sér allan daginn. Oft var manni skutlað uppeftir eftir skóla og svo renndi maður sér heim þegar lyftunni var lokað. Maður kom heim útitekinn og frískur og borðaði eins og hestur.

Síðan ég flutti hingað á mölina hef ég varla stigið á skíði. Held ég hafi farið 4 sinnum í Bláfjöll og er þó búin að eiga heima hér í bráðum 20 ár. Þetta er náttúrulega beeelun.
Eftir snjóflóðið er búið að færa skíðasvæðið á Ísafirði og stundum hefur maður ekki komist í brekkurnar um páskana vegna snjóleysis.
Það fylgir því einhver óútskýranleg frelsis tilfinning að renna sér niður brekku.

Akureyringar leysa snjóleysið með því að búa til snjó. Klárir.
Bláfjallamennirnir þyrftu að læra það.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Allt kemur heim og saman

Og nú er forvitni minni svalað. Von Gartendorf er náskyld mér. Þetta er alveg ótrúlegt ég er eiginlega ekki búin að ná þessu. Að við skyldum hittast á þessu bloggi.
Jemundur minn og jíbbíkóla eins og sameiginleg vinkona okkar segir þegar hún er kát og glöð.
Þessi sem ætlar að koma með köku til þín á morgun, Hekla.

Var annars á fyrstu Mótettukórsæfingu eftir jól.
Og nú skal sungið á gamalli Serbnesku og svo líka rússnensku. Jahér, þetta getur maður.
Falleg tónlist, svona orþodox, eftir menn sem ég kann hvorki að skrifa nöfnin á né bera fram. ÖSSSS.


Á æfingunni var lesið upp eitt fyndnasta bréf sem ég hef heyrt. Þannig var að þýsk kona heyrði í kórnum í Evrópu útsendingu útvarpsstöðvanna nú fyrir jól. Hún hreifst mikið að söng kórsins
Svo mikið að hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði okkur bréf og það á íslensku án þess að kunn eitt orð í málinu. Notaði til þess Íslensk-Þýska orðabók.
Hún sýndi mikið hugrekki en vildi þannig kæta okkur í staðin fyrir það sem söngurinn gerði fyrir hana. Hrikalega krúttlegt og æðislega frumlegt.

Til Heklu

Jiiiiiiii, hvað lífið getur verið skemmtilegt.
Sérstaklega þegar eitthvað óvænt gerist.
Eins og núna í dag.
Er enn að drepast úr forvitni.

Úllarsokkarr.

Nú er sá árstími sem mér er alltaf kaaaaalt á tánum.
Svaf í ullarsokkum í nótt.
Ógjó sexý.

Eignaðist í sumar hrikalega búralegar tátiljur úr ull. Takk Gulla.
Bjarga mér alveg því þær passa svo vel við spelkuna.

Dýrmæti miðinn

Ég á miða sem ég get lánað þér, við pallastrákarnir fengum einn sem gengur á alla tónleikana.

Frábært.

Ekkert mál, ég skýst inn og læt þig hafa hann.

Keyri heim sæl og glöð. Veiiiiiii, kemst á tónleikana.
Tek til við að hlaða á mig nótnamöppu, kennslugögnum, poka og tösku.
Tilbúin að fara út í rokið. Rek augun í miðan góða og gríp hann.
Um leið og ég opna bílhurðina kemur þessi rosa hviða og miðinn góði fýkur út úr höndunum á mér.
Hendi öllum pinklunum frá mér og hendist á eftir honum.
Ég verð að ná honum, hugsa ég á meðan ég hleyp, get ekki launað góðmenskuna með kjánalegri afsökun um að miðinn hafi fokið út í buskann.
Ég fylgi honum með augunum þar sem hann dansar í rokinu.
Um leið og ég næ taki á honum hníg ég emjandi til jarðar.
Fóturinn. Fjandans fóturinn.
Eftir dágóða stund kemur nágranni minn í risinu. Hún hafði heyrt óhljóðin í mér í gegnum svefnherbergisgluggann.
Hún nær að vekja athygli heimilisfólksins á að húsmóðirin liggi stórslösuð út á plani.
Og hún tekur við stjórninni. Komið með dýnu til að setja undir hana, teppi og kodda svo hún frjósi ekki hér úr kulda. Já, og kallið á sjúkrabíl.

Síðan er liðið hálft ár.
Spelkan er orðinn minn besti vinur.

Polski

Nú er hún kæra mágkona mín fyrir vestan komin í bloggheima. Dáist allataf að þessari konu sem kom ein til Íslands fyrir 10 árum til að vinna fyrir sér og dóttur sinni sem varð eftir í Póllandi. Í dag talar hún mjög góða íslensku og vinnur m.a. sem túlkur fyrir hina "aumingjana" eins og hún segir stundum sem nenna ekki að leggja það á sig að læra málið. Það var enginn sem túlkaði fyrir mig þegar ég kom hingað fyrst sagð´hún og er þá komin skýringin á hennar tökum á tungunn. Og núna bloggar hún.
Er reyndar stödd hér í borginni og fórum við í gær að sjá Br.........Mountain.
Með betri myndum sem ég hef séð lengi.
Ekkert prjál bara falleg frásögn.

Allir út að ýta:O)

sunnudagur, janúar 15, 2006

Bloggleikur frá greifynjunni von Gartendorf

Gjörið svo vel kæru lesendur- laumu líka :O)


1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

laugardagur, janúar 14, 2006

Já á Nesinu SJÓAR, eða þannig.

Og það sjóaði í dag.

Þessi dagur hefur verið allt öðruvísi en ég hafði planað. Ekkert leiðinlegri eða skemmtilegri, heldur öðruvísi.
Lennti inn í skrímslinu í Kóbbavoginum og fer ekki þangað í bráð. Íslendingum finnst svo gaman að versla. Allavega segir Hagkaup það.
En Ponsí fékk afmælisgjöfina sem hún óskaði sér og er það vel.

Litli næturgesturinn okkar ásamt snáðanum og stóra pabba voru úti í garði að veltast um í snjónum þegar við komum heim en eru komin inn með fínar eplakinnar.
Svo nú er um að gera að nota friðinn á meðan horft er pínu á sjónvarp og útbúa pissurnar sem búið var að lofa.

Langar í rauðvín.

föstudagur, janúar 13, 2006

Sólin.

Upp með sólgleraugun.
Keyrið varlega.

Er hún ekki dásamleg þessi birta :O) :O) :O)

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Bréf




Í dag fékk frumburðurinn póst, sem gerist ekki oft. Bréfið var frá Skattinum.
Hmmmm...... hugsaði ég. Á nú að fara að heimta af honum skatt af hýrunni sem hann fær fyrir djobbið í Bónus. En hann er ekki orðinn 16, ekki fyrr en í júní.
Svo umslagið var opnað og hvað var nú þetta.........., já auðvita.
Árið sem þú fyllir16. árið ferð þú að borga skatt til samfélgsins
án þess að hafa neinn rétt so ever sem borgari því enn ertu skilgreint sem barn.

EN..... skatt skaltu borga og því var SKATTKORT í umslaginu.

Losnaði....

........ að þessu sinni við flensuna, kannski voru þetta bara fráhvörf jólanna. Sykurafeitrun.
Allt er að minsta kosti að komast í fastar skorður.
Er að undirbúa þónokkra nemendur sem fara í stigspróf sem verður í lok febrúar áður en vetrarfrí hefst. Einnig heldur einn nemandi tónleika ásamt 2 ur öðrum. Það verður gaman. Nemendum sem eru búinir að taka miðstig ,sem ekki fara í stigpróf, gefst kostur á að undirbúa tónleika.
Annars eru mál nemenda sem Tónlistarskólarnir hafa neyðst til að segja upp einhver sú versta pólitík sem rekin hefur verið hér á landi.
Ánægð með mótmæli nemendanna. Finnst að fagfélögin eigi að beita sér meir.
Hvar er forystan?

miðvikudagur, janúar 11, 2006

DV

Og hvað segir það okkur að netið hrundi við undirskriftasöfnunina í dag?

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Hreystimenni

Vona að ég sé ekki að verða lasin.
Er með pínu í maganum og verk í höfðinu.
Ætla að leggja mig.
Eitthvað sem ég geri nánast aldrei.
Harka alltaf af mér. Og er lengur að ná mér fyrir vikið.
Eins og flest allir íslendingar.
Við erum svo mikil hörkutól.
Eða teljum okkur vera það
Ómissandi í vinnunni og allur sá samviskubitspakki.
Hrynjum svo niður og fáum gleðipillur.
Það á víst að leysa vandann.
Vandinn er bara sá að við viljum hafa þetta svona.

Best ég leggi mig bara.

mánudagur, janúar 09, 2006

Kvöldblogg

Þá er fyrstu æfingu hjá Fílunni með honum Magga kórstjóra lokið.
Hún var fín.
Eiginlega mjög fín.
Búið að plana aðeins fram í tímann og ég get farið að kroppa í fólkið.

Mér finnst alltaf best ef ég veit nokkurveginn hvernig hlutirnir eiga að vera.
Ég er dáldið fyrir að skipuleggja.
Það gerir mig öruggari og ég veit hvers er ætlast til af mér.
Verð alltaf óörugg í einhverju róðaríi. Það næst heldur enginn árangur.
Og þá er ekkert gaman.

Svo get ég líka bara hangið heima í flísbuxunum og haft það kósí með te og kertaljós.
Það þarf ekkert að skipuleggja, þá myndast engin stemmning.
Svona að "hygge sig" eins og daninn segir.

Og það er einmitt það sem ég er að gera núna eftir að ég kom heim úr vinnunni.

Sit í flísbuxunum með hárið í spennu og drekk te.

Kertaljós.

Blogg.

Mánudagsblogg

Ýmislegt sem bíður mín í dag.

Það sem er mest spennandi er að byrja að kíkja á Vesperae solennes de Confessore (úff langt nafn) e: Mozart sem Fílharmonían flytur um páskaleytið ásamt Haydn stykki. Þekki bara Laudate Dominum kaflann. Allt hitt á huldu.

Allt lítur út fyrir að söngdívan flytji að heiman í haust. Enda að verða 21.
Ponsí mín verður örugglega glöð að losna við snáðann og fá sitt eigið herbergi.
Og rokkarinn fær herbergi söngdívunnar. Mikil gleði.
Já, já , svona gengur þetta og áður en við vitum af verðum við orðin ein í kotinu.

Verð annars að koma mér í einhverja hreyfingu. Mjaðmirnar og bakið mótmæla kyrrsetunni kröftuglega þessa dagana. Er ég að verða gömul eða hvað?

sunnudagur, janúar 08, 2006

Nýtt

Og nú hef ég sett tvennt nýtt inn á síðuna mína. Annað er nýja bloggvinkona mín hún Von Gartendorf sem ég hvet ykkur til að fara í heimsókn til, svíkur engann, og hitt kalla ég
Það sem mér finnst fallegt. En eins og þið sem þekkið mig vitið hef ég einstaklega gaman af fallegum hlutum og fer stundum í heimsókn til Frú Fiðrildi í Ingólfsstrætinu. Þar er hægt að velja margar tegundir af tei, enska skonsu með sítrónusmjöri, setjast og horfa á alla fallegu hlutina sem þar er hægt að versla fyrir slikk. Fyrir jólin keypti ég lítil staup á fæti, sem mér finnst nú eiginlega meira lekkert en annað sem ég hef séð, á spottprís. Ef þið farið inn á A la Frú Fiðrildi sjáið þið m.a. það sem fæst þar. Góða skemmtun:O)

Í klippingu



Eitthvað var snáðinn orðinn hærður svo það var ekkert annað hægt að gera en klippa hann dáldið. Reyndar eru komnir svo margir sveipir að ég ræð ekki lengur við þetta. En ég læt þetta duga í þetta sinn og kaupi einhvern til verksins næst.

Ég treð marvaðann því ég

er að druuuuuuuukna í ÞVOTTI.

Tallisfærsla

Hef verið að melta það með mér hvað ég á að segja um þessa tónleika eða hvort ég eigi yfir höfuð að tjá mig um þá.
Frábær kór auðvitað og full kirkja af fólki sem klappaði mikið.

Sá ekki blogg vinkonu mín ( kannski afþví ég veit ekki hvernig hún lítur út) en vona að hún hafi átt góða stund í kirkjunni.

Fnykur

Ég bý í gömlu timburhúsi. Í risinu búa maður og kona. Þegar hann er fullur gengur hún um á klossum og þrífur. Með miklum látum.
Þegar þau fara út skella þau útidyrahurðinni.
Allt leikur á reiðiskjálfi hér inni. Hlutir detta stundum af hillu í eldhúsinu.

Maðurinn reykir. Hann reykir mikið.
Í sunnanáttinni sem hefur verið undanfarna daga myndast undirþrýsingur.
Vindurinn stendur beint upp á gluggana
Þá fyllist húsið mitt af vondri lykt. Reykingarlykt. Hún smígur með stiganum.

Og það er ekkert hægt að gera. Ef ég opna glugga fer allt á fleygiferð hér inni.
Á dálítið af reykelsum og ilmkertrum en þau duga skammt.
Enda er reykingarlykt og reykelsislykt vond blanda.

Ég vona að sunnanáttinni fari bráðum að slota.

laugardagur, janúar 07, 2006

Og í dag...

.......... hverfur jólaskrautið. Ekki samt seríurnar og kertin.
Það verður alltaf hálftómlegt þegar skrautið hverfur og grár hversdagsleikinn tekur við.
Og næstu daga sjáum við fjúkandi jólatré um götur sem jafnvel verða í görðum fólks fram á vor.

föstudagur, janúar 06, 2006

13. inn


Eftir að bumban hafði verið þanin af fíneríis mat var tekið í spil.

Trivjalið klikkar aldrei.

Sumir fengu sérútbúnar barnaspurningar á meðan aðrir glímdu við svona fullorðins.

Takk kæra fjölskylda fyrir samveruna:O)

Þretttándinn

Hér verður hátíðinni haldið kveðjuhóf í kvöld, í góðra vina hópi.
Einnig átti að puðra einhverju upp í loft en einhvernvegin held ég að það sé bjartsýni.
Allavega ef litið er út um gluggann. Mon dju hvað hann rignir. Sumir verða voða vonsviknir.
Frumburðurinn fer í sitt árlega föðurfjölskylduboð en söngdívan verður með okkur.

Svo nú er að setja á sig svuntuna góðu og byrja að undirbúa.

Bjartsýni dagsins:

Álfabrenna á Valhúsahæð í dag kl.18.

Held það kvikni bara ekkert í henni.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

kraftleysi

Jájájájá, Tallis miðinn kominn í mínar hendur.

Eitthvað domm.

Eiginlega eins og drusla.

Ætla bara fara í mitt krúttlega eldhús og baka brauð.

Það er gott.

bloggiddí blogg.

ja, segi nú bara svona

Jæja, best að drífa sig út í þennan dag. Ekkert spennandi svosum, eeeendaaaaaalaaaaauuuust skííítaveeeeður, svo í vitni nú í vinkonu mína hana Bólu tröllastelpu.

Er byrjuða að lesa Rokland Hallgríms Helgasonar. Skellti nokkru sinni upp úr svo ég ætla að gefa henni séns. Hef ekki lesið mikið eftir Hallgrím en svila mínum sem lánaði mér bókina finnst hann vera óttalega langorður.
Annars eru barnabókmenntir eitthvað sem maður les meira af þessa dagana. Ef þið þekkið ekki sögurnar af Mömmu Mö þá hvet ég alla til að lesa þær. Þær eru hryllilega fyndnar. Hér var mikið hlegið í gærkveldi.

ossossoss, mér er ekki til setunnar boðið. Sturtan kallar.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Nú er maður syfjaður ojojoj. Hér var liðið dregið á fætur kl. 7 og allir frekar fúlir.
Ég byrja að vinna á morgun svo dagurinn fer í eitthvað stúss, kíkja á útsölur því snáðinn vex svo hratt að buxur sem keyptar voru í sumar í útlandinu, vel við vöxt n.b., eru að verða of litlar. Enda ætlaði barnið aldrei að hætta að borða í gærkveldi. Okkur telst til að hann stækki um 1 cm á mánuð. Næsta víst að hann hefur ekki fengið stærðargenin frá móðurinni.


Uppgörvun dagsins er að ég á disk með Tallis Scholaris!!!
Hugsa sér að eiga svona gersemi og vita ekki af því.
Kominn í spilarann í staðinn fyrir ofursykursætu norrænu jólalögin sem boðið var upp á í gufunni.
Missa Osculetur Me eftir Lassus. Fegurð í sinni hreinustu mynd.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Lok,lok og læs

Hef reynt í allan dag að ná sambandi við 12 tóna til að kaupa miða á Tallis tónleikana. Þegar enginn svaraði símanum í xxxxx sinn þá fór mín af stað til að kanna málið.
Þeir taka sér laaaangt jólafrí þessar elskur. Opna aftur 5. jan. Finnst nú alveg að þeir hefðu getað sett símsvarann á eða hent upplýsingum um þetta góða frí á heimasíðuna.
Svo ég þarf að bíða fram á fimmtudag til að kaupa miða. Ég hefði auðvita átt að vera búin að því fyri löngu en svona er þetta.



Við eigum svo mikinn mat. Ætli við verðum ekki alla vikuna að borða þetta.

Grafinn lax
Reyktur lax
Graflaxsósa
Kalkúnaafgangar
Sósa
Trönuberjasulta
Fylling
Tómatsíld
Appelsínusíld
Heimalöguð kæfa
Hangikjet

Svona eru jólin............

Martröð

Fékk hálfgerða martröð í nótt. Vaknaði með ónotatilfinningu í maganum og var ískalt. Breiddi yfir haus og reyndi að sofna aftur. Man reyndar ekki um hvað draumurinn var, sem betur fer. Kannski hefur veðrir sem buldi á glugganum haft þessi áhrif. En nálægðin við sjóinn gerir það að verkum að vonda veðrirð fer aldrei fram hjá manni. Og núna er sjórinn úfinn og ófrýnilegur. Mér er kalt.

mánudagur, janúar 02, 2006

Hetjur

Hetjur dagsins eru maðurinn minn og börnin. Þau fóru í sund. Í þessu ógeðs veðri.

'Aramótaheit

Þá er að greina frá áramótaheitum. Hef vellt þessu aðeins fyrir mér því það er spurning hvað eru heit og hvað flokkast undir " ætla að gera". Allavega þá er þetta það sem mig langar að gera á þessu nýbyrjaða ári.



Sækja um Mastersnám í Voice pedagogy við Westminster Choire College
Koma útgáfu á geisladiskum í framkvæmd
Fara á fleiri tónleika
Klára húsið
Verða betri manneskja

Þetta og þessir snertu líf Syngibjargar á einn eða annann hátt á því herrans ári 2005

19. starfsár með Mótettunni

Söngur í Matteusarspassíunni

1. utanladsferð stórfjölskyldunnar á Ökrum. Áfangastaður: Danmörk.

Masterclass í Nice

Endurmenntun í hámarki

Fór að blogga and æ lof it

Sumarbústaðaferðir í Langadal

Diskaupptaka

Requiemtónleikar í Hallgrímskirkju

Kórastefna á Mývatni

Endurfundir við gamla kórfélaga Unglingakórsins og flutningur á Ceremony of Carols

Skammdegisþunglyndi

Rómarferð skólans

Þreyta á haustmánuðum

Skipti um mataræði sem breytti lífi mínu

Dúxaði í kórstjórn

Fílharmónían

Cathrine Sadolin

Dóra Reyndal

Lauren Nubar

Paul Farrington

Kom margra ára hugmynd á koppinn sem ber að öllum líkindum ávöxt á þessu ári

Árnesingakórinn

Rjúpa á aðfangadag

Eins árs trúlofunarafmæli okkar Árna 24. des

Carmina Burana með Fílharmóníunni

Fjölskyldan mín yndislega

sunnudagur, janúar 01, 2006

Áramótin.....

...........og þá puðruðust upp í loftið 600 tonn og hundruði milljóna.