Fnykur
Ég bý í gömlu timburhúsi. Í risinu búa maður og kona. Þegar hann er fullur gengur hún um á klossum og þrífur. Með miklum látum.
Þegar þau fara út skella þau útidyrahurðinni.
Allt leikur á reiðiskjálfi hér inni. Hlutir detta stundum af hillu í eldhúsinu.
Maðurinn reykir. Hann reykir mikið.
Í sunnanáttinni sem hefur verið undanfarna daga myndast undirþrýsingur.
Vindurinn stendur beint upp á gluggana
Þá fyllist húsið mitt af vondri lykt. Reykingarlykt. Hún smígur með stiganum.
Og það er ekkert hægt að gera. Ef ég opna glugga fer allt á fleygiferð hér inni.
Á dálítið af reykelsum og ilmkertrum en þau duga skammt.
Enda er reykingarlykt og reykelsislykt vond blanda.
Ég vona að sunnanáttinni fari bráðum að slota.
Þegar þau fara út skella þau útidyrahurðinni.
Allt leikur á reiðiskjálfi hér inni. Hlutir detta stundum af hillu í eldhúsinu.
Maðurinn reykir. Hann reykir mikið.
Í sunnanáttinni sem hefur verið undanfarna daga myndast undirþrýsingur.
Vindurinn stendur beint upp á gluggana
Þá fyllist húsið mitt af vondri lykt. Reykingarlykt. Hún smígur með stiganum.
Og það er ekkert hægt að gera. Ef ég opna glugga fer allt á fleygiferð hér inni.
Á dálítið af reykelsum og ilmkertrum en þau duga skammt.
Enda er reykingarlykt og reykelsislykt vond blanda.
Ég vona að sunnanáttinni fari bráðum að slota.
3 Comments:
At 8/1/06 4:51 e.h., Nafnlaus said…
Þú trúir áreiðanlega ekki hvað ég hef mikla samúð með þér og skilning á þessu ástandi! Ég get endalaust þakkað fyrir þetta litla kraftaverk sem þéttilistar eru þar sem þeim tókst að mestu að bægja reykingalykt frá mínu heimili! Ég veit bara að ég væri orðin alveg stjörnuvitlaus ef það hefði ekki dugað til!!!
At 8/1/06 5:43 e.h., Syngibjörg said…
Takk fyrir samúðina, þarf virkilega á henni að halda. Allt sem heitir þéttilistar, þéttilím, sílíkonlím hefur verið prófað en dugar ekki. Svo ég verð að þrauka á meðan ég á ekki pening til að kaupa þau út.Nágrannar- Æ lof þemmm:O)
At 8/1/06 9:23 e.h., Syngibjörg said…
Ó takk fyrir Hekla mín fer á morgun og kaupi mér vanillureykelsi.Er búðin ekki á Laugarveginum.
En...... ef þú byggir hér þá fengirðu öðruvísi sýn á klossaeign, því get ég lofað þér.
Hún kann nefnilega ekki á klukku. Ég flý að heiman þegar hún byrjar. Svo ef þú þarft að flæma einhverja í burtu úr húsinu þínu ,já, þá skaltu kaupa þér klossa.
Skrifa ummæli
<< Home