Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

ja, segi nú bara svona

Jæja, best að drífa sig út í þennan dag. Ekkert spennandi svosum, eeeendaaaaaalaaaaauuuust skííítaveeeeður, svo í vitni nú í vinkonu mína hana Bólu tröllastelpu.

Er byrjuða að lesa Rokland Hallgríms Helgasonar. Skellti nokkru sinni upp úr svo ég ætla að gefa henni séns. Hef ekki lesið mikið eftir Hallgrím en svila mínum sem lánaði mér bókina finnst hann vera óttalega langorður.
Annars eru barnabókmenntir eitthvað sem maður les meira af þessa dagana. Ef þið þekkið ekki sögurnar af Mömmu Mö þá hvet ég alla til að lesa þær. Þær eru hryllilega fyndnar. Hér var mikið hlegið í gærkveldi.

ossossoss, mér er ekki til setunnar boðið. Sturtan kallar.

2 Comments:

  • At 5/1/06 4:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já þú meinar, gef henni samt séns.

     
  • At 5/1/06 5:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já hann Hallgrímur virðist ekki kunna á delete takkann á sinni tölvu!!! En Rokland hefur fengið góða dóma og ég hlakka sjálf til að byrja á henni!
    Annars líst mér svo vel á áramótaheitin þín kona góð. Ætla sjálf að reyna að tileinka mér nr. 3 og 5! Hlakka til að fylgjast með umsóknarferlinu hjá þér!

     

Skrifa ummæli

<< Home