Nú þegar ég kann að setja myndir inn á vefinn er ekki úr vegi að birta t.d. þessa af snáðanum. Hann gekk í gegnum "ekki sofa í mínu rúmi" tímabil ekki alls fyrir löngu. Einn staður sem var mjög spennandi að prófa var baðkarið. Það er stórt og djúpt frístandandi ker sem heillaði óskaplega. Svo eitt kvöldið þegar ég kom heim úr vinnunni þá lá hann svona, enn með brosið um allt andlitið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home