Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 30, 2005

Í fyrsta sinn

Það er alltaf dáldið spennandi að gera eitthvað í fyrsta sinn. Á morgunn ætla ég að elda kalkún í fyrsta sinn, búin að finna uppskriftir að fyllingum og fleira góðgæti. Undanfarin ár höfum við verið á æskuslóðum mínum á þessum árstíma og notið dýrðlegrar eldamennsku móður minnar. Hún er snillingur þegar kemur að eldamennsku enda minnist ein góð vinkona mín þess ávallt þegar hún kom með mér heim eina páska. Annnan eins mat hafði hún aldrei smakkað.
Hér verður kátt á hjalla með góðu fólki, búið að kaupa freyðivínið meiraðsegja.
Svo er bara að vona að herlegheitin heppnist.

Svo er það uppgjörið við árið, en það kemur seinna. En ég ér búin að taka ákvörðun; ég ætla að strengja áramótaheit.

1 Comments:

  • At 30/12/05 6:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ, erum í nýju tölvunni hennar Sigþrúðar. Kveðaja af Sævargörðum

     

Skrifa ummæli

<< Home