Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, nóvember 16, 2009

Einnota, margnota og snjór

Var að fara í gegnum jólaseríurnar mínar í dag og er hrikalega fúl yfir því að 2 seríur sem keyptar voru í fyrra skulu hafa lent í ruslinu. Minnir mann harkalega á þann einnota verkuleika sem við bjuggum við. Það var bara gert ráð fyrir því að maður henti öllu herlegheitunum eftir jólin til að geta keypt allt það nýjasta og flottasta í jóla - línunni !!!!!
Hver segir að ég vilji vera "í tísku" þegar jólin eru annars vegar, HA????

Ég vil geta tekið fram og notað það sem alltaf hefur verið notað, föndur frá í fyrra, jólakúlu frá því ég byrjaði að búa, skraut sem tilheyrir mínu lífi og þeim minningum sem það hefur skapað. Einnota...... pfffff.........

Jæja hvað segið þig annars????? gott að geta blásið stundum finnst ykkur ekki?
Slapp við svínið en fékk eitthvað annað miður skemmtilegt í staðinn og ligg því hér með einhverja lumbru sem seint ætlar að fara. Hríðskelf hérna dúðuð undir sænginni. Er alltaf svo kalt á tánum. Er ekki alveg að skilja það.
Er annars dottin aftur í prjónagírinn og ryð upp hverri flíkinni á fætur annari. Þær lenda einhverjar í jólapökkum vina og vandamann en því fylgir góð tilfinning.
Fann svo jólaskapið í dag, seríurnar skoh.......Er þó ekki farin að spila jólalögin strax en smá svona ljós hér og þar er bara til að lýsa upp myrkrið sem er farið að skella á á miðjum degi. Og það verður ennþá meira myrkur þegar enginn snjór er. Hann hefur nefnilega þann dásamlega eiginleika að lýsa upp þó sumum sé í nöp við hann. Ég hef reyndar alltaf verið mikið fyrir snjóinn og nýt þess að fara vel klædd út í smá snjókomu. Það jafnast fátt við að koma inn eftir góðan göngutúr með rauðar kinnar með ferskt loft í lungum.

Ljúfar yfir.

föstudagur, október 09, 2009

súrt og sætt

Þessu dýra námi mínu fer nú senn að ljúka.
Því fylgja svona ljúfsárar tilfinningar.
Buddan og bankinn segja amen en hjartað mitt er með kvíða.
Nú er eitt skipti eftir og þá fæ ég skírteinið í hendurnar.
Þessu fylgir konsert í Jazz House in down town Köbenhavn.
Tilhlökkun verð ég að segja.
Og svo verða mamma, pabbi, krakkarnir og Hannes líka.
Hlakka til að sýna þeim umhverfið sem ég er búin að lifa og hrærast í sl. 3 ár.
Skrítið hvað allt á sér sinn tíma í lífinu.
Maður talar um það í tímabilum, samlhiða námi , vinnu, barnsfæðingum, giftingum, skilnuðum,
vonbrigðum og nýjum vonum.
Eiginlega dáldið merkilegt.
Og svo er maður alltaf að kynnast nýju fólki.
Og það finnst mér skemmtilegast af öllu.
Hef kynnst mígrút af fólki í gegnum námið.
Alls konar fólki frá mismunandi löndum.
Og Finnarnir komu mest á óvart.
Eiginlega skemmtilega á óvart.
Ný kynslóð það á ferð??????

þriðjudagur, september 22, 2009

Lagið hennar Gabriellu

Sáuð þið myndina á rúv á sunnudagskvöldið??
Ef ekki þá skuluð þið verða ykkur út um hana.
Ég grét, ég hló, ég var með munninn opinn og uppglennt augun, ég fékk hroll og fann tárin á kinninni streyma niður.
Sko, ég er yfirleytt ekkert svona viðkvæm en þessi mynd er sú allra fallegasta sem ég hef lengi séð. Og Gabrielas song sem er sungið í myndinni á hug minn allan þessa dagana.
Farið hingað og hlustið.
Það er einhvernveginn svo dásamlegt þegar framleiddar eru myndir um manneskjur og þá raunverulegar manneskjur, ástina og lífið. Því öll jú þráum við að verða hamingjusöm ekki satt, en margir fara fjallabaksleiðina að því og það þekki ég sjálf.
Lagið í myndinni heyrði ég fyrst fyrir 2ur árum þegar skólasystir mín í CVI söng það í tíma. Við sátum öll sem steinrunnin því við vorum m.a. að vinna með túlkun á textum og lagið syngur hún Gabriella sem er beitt miklu ofbeldi af hálfu mannsins sín og allir vissu það en enginn sagði neitt. Þekkjum við ekki svoleiðis allt of vel???
En það dásamlega við þetta allt saman er að þegar maður ákveður að fara standa allir með manni og slá skjaldborg utan um mann.
Maður viðurkennir ástandið og gefur sig á vald þeirra sem hjálpa.
Það er mikill kærleikur.

sunnudagur, september 20, 2009

mmmmm..... ég elska Bingókúlur

Með kjaftinn fullann af bingókúlum sit ég hér á Skógarbrautinni og blogga!!!!!
Fékk saknaðarkvart og ákvað að henda inn einni færslu EN.... ég lofa engu um framhlaldið!!!!

Það hefur eins og gefur að skilja ýmislegt á dagana drifið síðan síðast og væri það að æra óstöðugan að fara að telja það allt upp. En góðu fréttirnar eru þær að ég hef það eins og blóm í eggi, er í mínu 5 mánaða námsleyfi og sit niðri í Háskólasetri á morgnana og stúdera söngtækni og kennslu. Það fer að styttast í útskrift hjá kellunni og er það bæði svona vont og gott. Buddan er farið að kvarta sáran yfir öllum krónunum sem fara í að kaupa mat á danskri grundu og þarf ég að kafa djúpt þessa dagana til að skrapa saman nokkrum aurum fyrir ferðirnar. Það sá náttúrlulega enginn maður þetta fyrir og ég kát og glöð gat keypt mér far með Express á rúmar 20.000 og verslað í H&M á hele familien. Núna - herregud- lokar maður augunum áður en síðan hjá Express poppar upp á skjáinn og svo kíkir maður ofurhægt á milli fingranna og til að draga úr sjokkinu sem maður verður fyrir þegar bláköld talan stendur þarna fyrir framan mann. Svo fer maður í súperbrusen og kaupir sér mat og eldar til að taka með sér nesti í skólann-gúddbæ veitingahús pa Kultorvet:-(
En ég á eftir að sakna Kaupmannahafnar, hef verið mikill aðdáandi hennar undanfarið og vona að allt það góða fólk sem ég hef kynnst sl. 3 ár verði þarna þegar ég hef svo loksins efni á að ferðast til borgarinnar sem enginn veit hvenær verður.
Og auðvita hefur hrunið komið hingað á Skógarbrautina. Greiðsluþjónustan hefur hækkað um 40.000. á þessu tímabili og þarf nú að sýna hagsýni og spekúlera út hvern mánuð fyrir sig.
Byrjaði því að prjóna í gríð og erg í sumar og hef framleitt 3 peysur og nokkra vettlinga ásamt sjali svona á milli þess sem ég hjóla, gef grislíngum að borða og kyssi kallinn.
Mamma tók til í einum skápnum hjá sér í haust og ég græddi ógrynnin öll af garni svo verkefnin hrannast upp og jólagjafir fara að líta dagsins ljós svona með haustinu.
Mömmuhjartað var dálítið svona órólegt í haust en hefur jafnað sig að mestu því ekki nóg með að rokkarinn hafi farið aftur suður í MH heldur flutti söngdívan til Berlínar í framhaldsnám og er að fóta sig áfram í hinum stóra heimi. Maður ber þá von í brjósti að það sem maður nestaði þau með í gegnum uppeldið gagnist þeim nú.
Jæja, bingókúlurnar eru búnar svo ætli ég segi þetta ekki gott í bili.

Ljúfar yfir.

þriðjudagur, maí 05, 2009

ljósblátt - dökkblátt og allt þar á milli

Stundum finnst mér ég vera alger væluskjóða. Eða bara svona blá.
Það hefur einhvernveginn ágerst eftir því sem árin bætast á mig.
Stundum þaf ég ekki nema heyra eitthvað asnalegt ástarlag í útvarpinu og þá búmm...... tárin byrja að trilla. Veit ekki hvort mér á að finnast þetta asnalegt og pínlegt eða bara yppa öxlum og láta sem þetta sé eðlilegasti hlutu í heimi. Fót t.d. að grenja í dag í tíma. Við vorum að vinna með túlkun og kafa í textana sem við syngjum, finna söguna á bak við orðin, búa til karaktera og aðstæður. Hér er textinn sem fékk tárin til að trilla. Fyrst fórum við í söguna á bak við orðin, svo flutti hún hann eins og dialog og svo söng hún. Þetta jazz/blues lag er eftir Shirley Horn og er á Youtube.




Where do you start.
How do you separate the present from the past.
How do you deal with all the thing you thought would last.
That didn't last.
With bits of memories scattered here and there
I look around and don't know where to start.
Which books are yours.
Which tapes & dreams belong to you & which are mine.
Our lives are tangled like the branches of a vine.
That intertwine.
So many habits that we'll have to break.
And yesterdays we'll have to take apart
One day there'll be a song or something
in the air again.
To catch me by surprise & you'll be there again
a moment in what might have been.
Where do you start.
Do you allow yourself a little time to cry.
Or do you close your eyes & kiss it all goodbye.
I guess you try.
And though I don't know where & don't know when
I'll find myself in love again
I promise there will always be
A little place no one will see
A tiny part within my heart
That stays in love
With you

sunnudagur, maí 03, 2009

Það kom að því að konan kom sér að því að henda inn færslu.

Er stödd í kóngsins Köben. Hér er vorið komið og kirsuberjatréð í garðinum hjá Óla frænda og Írisi í fullum blóma. Fór niður í bæ í dag og hitti góðar vinkonur, fékk mér hvítvín og sat úti í notalegu veðri. Var samt ekki viss þegar ég kom hingað hvar ég var stödd því ég heyrði bara sænsku í kringum mig bæði á flugvellinum og í lestinni. Þá er það víst þannig að Svíarnir koma hingað mikið um hlegar til að lyfta sér upp því bjórinn ku vera ódýrari í Danaveldi en hjá þeim í Svíþjóð. Og þar sem veðrið er eins og gerist best á vorin þá er fólk að spóka sig í pilsum, kvartbuxum, stuttermabolum og opnum skóm. Varð samt vitni að því að þegar maður tekur tásurnar úr sokkunum eftir veturinn þá eru þær hjá flestum illa til farnar, óklipptar og krækklóttar. Ojj... finnst nú alveg að ef maður ætlar að vera í opnum skóm að maður hafi nú fyrir því að bregða naglaklippunum á neglurnar. Ekki spillir svo fyrir ef sett er huggulegt naglalakk líka þó ég geri nú ekki beinlínis kröfu til þess.
Annars er lífið gott. Veturinn hefur að vísu verið erfiður og ýmislegt komið upp á en þegar vorar og snjórinn fer að bráðna þá getur maður ekki annað gert en að verða bjarsýnn og ekki spillir ef yndislegur maður og date fylgir með. Hjólið mitt er komið í notkun og nýt ég þess að þeysa um á því í fallega firðinum mínum og finna ilminn og vindinn leika um hárið. Sumarið verður fullt af skemmtilegheitum, ferðalögum, kóramóti og svona hangsi heima í garði með hvítvín og fullt af grillmat svei mér þá ekki bara.
Fékk bréf um daginn þar sem samþykkt var að veita mér 5 mánaða námsleyfi frá ágúst til desember. Það gefur mér tækifæri á að ljúka náminu hér í Danmörku með reisn ásamt því að geta sinnt þýðingum á námsbókum, námsefnagerð og svona bara að fá smá pásu frá kennslu. Mér til undrunar komst ég nefnilega að því í umsóknarferlinu að ég er búin að kenna í 22 ár, barasta!! Svona er lífið, stöðugt að koma manni á óvart.
Sendi svo bara ljúfar yfir til ykkar bloggvinir góðir og vona að vorið hitti ykkur eins vel og það hittir mig.

föstudagur, mars 20, 2009

smá hérna

Það verður að segjast eins og er að það er ákaflega dauft yfir þessari bloggsíðu minni.
Hef eitthvað misst tjáningaþörfina held ég, yfirhöfuð hreinlega, svei mér þá.
Ég ætla nú samt að reyna að halda þessu eitthvað áfram í þeirri von að þörfin kvikni aftur.
Má vera að það gerist með hækkandi sól en því er logið að mér þessa dagana að vorið sé að koma. Finn ekkert fyrir því, sé bara snjó og klæði mig í svört og hlý föt.

Sendi samt ljúfar yfir.