Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, mars 08, 2009

Gort

Jæja ætli maður verði nú ekki að monta sig smá.
Frumburðinn er á blússandi siglingu.
Sólrisuhátíð Menntaskólans stendur yfir núna. Þar er ýmislegt menningartengt efni í boði. Hér má lesa dóma sem leikfélagið í MÍ fékk fyrir Draum á Jónsmessunótt og þar er hann í hlutverki Lísanders. Í gærkveldi var svo undankeppni fyrir söngvalkeppni framhaldsskólanna.
Hann og Halldór Smára vinur hans gerði sér lítið fyrir og unnu með laginu Kósýkvöld emð Baggalúti. Þetta var svona eiginlega grín að þeirra hálfu. Stóðu í náttsloppum og náttbuxum upp á sviði höfði borð með kexi, ostum freyðivíni og vindlum og drógu þetta upp á viðeigandi stöðum í laginu. Þetta vakti kátínu en það sem dómnefndinni fannst flottast var hvað þeir sungu þetta vel og voru svo hreinir í raddsetningunni.
Mamman hefur mestar áhyggjur af því að hann komist ekki yfir þetta allt því hann er líka í ræðuliði skólans sem komst í 4ra liða úrslit um daginn.
En það er svo merkilegt að það eru alltaf krakkarnir sem hafa mest að gera sem gengur best.


Annars er ég komin aftur heim og sit hér í stofunni minni og horfi á snjóinn feykjast fyrir utan gluggan hjá mér. Ekki hundi út sigandi og því er ég að koma mér fyrir undir teppi hér í sófanum og ætla að halda áfram að lesa Skugga vindsins. Dásamleg bók. Mæli með henni.

Sendi ljúfar yfir.

12 Comments:

  • At 8/3/09 1:36 e.h., Blogger Fríða said…

    Ég hafði haldið að hann væri af ísfirðingaættinni minni, en var að fatta að hann er af húsvíkingaættinni. Það er líka góð ætt :) Bókabúðin á Húsavík ber ennþá nafn langafa hans. Til hamingju með hann.

     
  • At 8/3/09 1:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Fríða.Hann hefur fengið góða blöndu drengurinn:O) og á ekki langt að sækja fínu tenórtónana sem hann hefur.

     
  • At 8/3/09 8:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    til hamingju með dugnaðardrenginn þinn!

    og Skuggi vindsins er dásamleg bók:)

     
  • At 8/3/09 10:14 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Sko strákinn! Til hamingju með hann!

     
  • At 8/3/09 11:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með strákinn vissi að hann myndi verða góður þegar hann yrði stór og Skuggi vindsins klikkar ekki er búinn að lesa hana tvisvar.
    kveðja Þórdís

     
  • At 8/3/09 11:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju! Ég þekki vel þetta með krakkana sem virðast geta allt...

     
  • At 9/3/09 9:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Greinilega flottur strákur, til hamingju. kærust kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 9/3/09 12:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það gerist nákvæmlega ekkert hjá manni þegar maður hefur allan tímann í heiminum (láttu mig þekkja það eftir tvö og hálft ár í fríi!). Ef það er nóg að gera þá virðist einhvern veginn sjaldnast vandamál að koma öllu vel frá sér svo stráksi á bókað eftir að sinna þessu öllu með sóma. Og mæ ó mæ hvað það er áreiðanlega gaman hjá honum!

     
  • At 9/3/09 9:00 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ohh hvað þetta voru skemmtilegar fréttir. Til hamingju með hann-og til hamingju með allt! Þú mátt vel vera montin því þetta er líka þinn sigur:)

     
  • At 9/3/09 9:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Æi takk......:O)

     
  • At 11/3/09 6:16 e.h., Blogger Blinda said…

    Mín er svo sem ekkert hissa ;)
    Til lukku með hann - knúsaðu hann frá mér

     
  • At 19/3/09 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Syngibjörg, hvar ertu? Er flettismettið búið að gleypa þig líka? Kærust kveðja, Gulla Hestnes.

     

Skrifa ummæli

<< Home