Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Norbusang

Er búin að sitja á fundi síðan í gær um kóramál á norðurlöndum, kóramót, ráðstefnur og hátíðir.
Þarf að sperra eyrun allverulega því hér tala allir á sínu móðurmáli nema ég. Hér eru syngjandi norðmenn, sænsku mælandi finnar sem tala sænsku með hörðum framburði, finnar sem tala ennþá skrýtnari sænsku, elskulegir svíar og danir sem reyna að tala hægt. Hef þó náð að halda þræðinum er verð að bregða fyrir mig enskunni þegar ég tala. Finnst það eiginlega hálf skítt að hafa ekki fengið neina þjálfun í að tala helv.....dönskuna fyrst maður er nauðbeygður að læra hana í öll þessi ár. Virkar mjög absúrd þegar á hólminn er komið.

Helsingör er lítill og krúttlegur bær en enn sem komið er hef ég bara séð lestarstöðina og litla hótelið sem við gistum á. Ætla að fara eftir hádegi hér út fyrir og skoða mig um því ég á ekki flug heim fyrr en í kvöld. Mér var sagt að kastalinn sem Hamlett hans Shakespear var í sé hér. Langar að tékka á því.
Við förum einnig í kirkjuna eftir hádegi til að hlýða á drengjakór sem þar starfar.
Svo það er nóg prógramm í gangi svo hausinnn er fullur af hugmyndum og hrikalegu kvefi.
Mjög góða blanda skal ég segja ykkur

5 Comments:

  • At 8/2/09 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elskan .... ertu í útlöndum ???? Það hlaut að vera !!! Hef ekkert heyrt í þér svoooooo lengi.
    Hringjumst á :)
    Gróa

     
  • At 8/2/09 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bið að heilsa Hamlet ef þú hittir hann.

     
  • At 8/2/09 10:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Góða og örugga heimkomu mín kæra. Hvernig er hendin? Kærust kveðja. Gulla Hestnes

     
  • At 9/2/09 5:40 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Þetta hlýtur að hafa verið gaman? Komstu heil heim?

     
  • At 14/2/09 9:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig var Helsingör svo? Ég þarf að fara þangað einhverntíman en ég átti víst heima þar fyrstu 3-4 mánuði lífsins og var skírð í kirkjunni :)
    Kveðja,
    Sonja (í Árnesingakórnum)

     

Skrifa ummæli

<< Home