Brynja Sólrún
Fallega stúlkan mín er 12 ára í dag.
Hún lét bíða eftir sér í heila viku.
Svo kom hún ljúflega í heiminn í kringum sólardaginn
og amma fylgdist með.
Hún dansar ballett, spilar á píanó, syngur í kór
og sparkar bolta.
Hennar aðaláhugamál eru föt.
Þreytist aldrei á að skoða og máta.
Í kvöld verður veisla og hún bauð 20 krökkum.
Líka strákum.
Maður fullorðnast fyrr en varir.
8 Comments:
At 30/1/09 10:25 f.h.,
Nafnlaus said…
Skilaðu afmæliskveðju til prinsessunnar -
og knús á þig sjálfa
Mjöll
At 30/1/09 12:02 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Til hamingju með hana!
At 30/1/09 5:36 e.h.,
Nafnlaus said…
Til lukku með þessa fallegu stúlku. Sendi henni mína bestu kveðju (ef hún man eftir mér.-))
Kv.Bryndís
At 30/1/09 6:33 e.h.,
Nafnlaus said…
innilega til hamingju með stúlkuna! mig skal ekki undra að hún sé efnileg, enda á hún sama afmælisdag og ég;)
At 30/1/09 10:28 e.h.,
Nafnlaus said…
Til hamingju með flottu stelpuna! Kannast við lýsinguna...
At 30/1/09 10:53 e.h.,
Nafnlaus said…
Gratuleree med jente!
Kv
Þuríður
At 31/1/09 12:05 e.h.,
Nafnlaus said…
Innilegar hamingjuóskir til ykkar frá Hornafirði.
At 31/1/09 2:48 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Til hamingju með fallegu stelpuna þína:)
Skrifa ummæli
<< Home