Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 19, 2009

hversu seinheppin er hægt að vera???

Síðast liðinn laugardag eftir að hafa sett inn færlsu um ófærð fóru ævintýralegir atburðir í gang.
Vegagerðin sagði Steingrímsfjarðarheiðina ófæra svo ég sat hér í öngum mínum því ég átti flug út til Köben daginn eftir. Sem ég sit hér og velti málunum fyrir mér hringir mágkona mín í mig og segist vera á leiðinni að sækja mig. Hún var að fara á sýningu á keramík og vildi endilega fá mig með. Á leiðinni niður í bæ keyrum við fram á eina matarklúbbsvinkonu, og bjóðum henni far. Hún bíður okkur heim til sín í kaffi og nýbakaða súkkulaðiköku, en hún hafði hitt hinar tvær matarklúbbskonur á mótmælunum og voru þær sem sagt á leiðinni heim til hennar líka.
Við vorum rétt komnar inn og aðeins búnar að fá súkkulaðikökuilminn í nefið þegar síminn hjá henni hringir. Á línunni er sonur hennar að láta vita að hann sé lagður af stað vestur. Ég rýk upp til handa og fóta og hvái og segi að það geti ekki verið að það sé fært, vegagerðin tjáði mér að heiðin væri ófær einum og hálfum tíma áður. Ég hringi og þá eru þeir barasta byrjaðir að moka því veðrið hafði gengið niður. Sonur minn var ræstur hið snarasta að koma sækja mig og á meðan ég beið hringdi ég í ferðalang sem hafði gefið sig á tal við mig inn á flugvelli þegar hann heyrði að ég ætlaði að keyra. Hann var staddur út í Bolungarvík en vildi gjarnan fá far því hann var líka á leið til útlanda.
Heima var allt klárt, taska og bakpoki. Ég bið soninn og hans vin sem var í heimsókn um að setja "þessa tösku" og "þennan bakpoka" í bílinn. Af stað bruna ég, fyrst niður í bæ að taka bensín og henda drengjunum út í sjoppunni. Þeir ætluðu að ná sér í mynd og ég átti svo að taka þá í baka leiðinni og setja þá út hér heima. Ég fer inn á flugvöll til að ná í ferðalanginn en hann hafði skilið farangurinn sinn eftir þar og keyri af stað. Þegar ég var búin að keyra í ca.10 mín hringir síminn.
Þar er sonurinn nett pirraður og spyr hvort ég sé ekki að koma. Vaaaaáá´hhh.....í öllum flýtinum gleymdi ég drengjunum í sjoppunni og þeir búnir að flýta sér "geðveikt mikið mamma" !!!!!!
Hann var sko ekki ánægður.
Ég tók ekki í mál að snúa við og bað þá um að redda sér fari heim, hringdu í afa hann er örugglega til í að sækja ykkur:O)
Við tók 7 tíma keyrsla í mikilli hálku og myrkri. Á sumrin tekur milli 5 og 6 tíma að fara hér á milli en það er ekki hægt að keyra sömu leið á veturna því það er ekki til peningur til að moka vegina fyrir okkur eymingjana sem kjósum að búa annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.
Eftir að hafa skilað ferðalangnum til síns heima fór ég til vinkonu minnar í hlíðunum þar sem ég gisti. Þegar ég er að tæma bílinn finn ég ekki bakpokann. Í samtali við soninn kemur það í ljós að af einhverjum undarlegum ástæðum tókst þeim að klúðra því að setja þessar tvær töskur í bílinn.
Eftir að hafa sagt nokkur vel valin orð lagði ég á og reyndi að róa mig. Í bakpokanum var nefnilega tölvan, námsbækur, nótnabækur, passinn, ipodinn, myndavélin og hleðslutækið fyrir símann.
Daginn eftir var ég búin að hugsa út plan, plan sem átti að geta gengið upp.Mamma var fengin til að koma bakpokanum á einhvern sem var á leið suður með fyrstu vél á sunnudaginn, stjúpdóttirin átti að sækja hann út á Reykjavíkurflugvöll og ég ætlaði að taka rútuna suður í Keflavík og vera búin að innrita mig þegar hún kæmi með pokann til mín. Vélin fór 15.30 svo þetta átti að takast.
Ekki flogið sagði mamma svo í símtali nr xxxxxx.............
Þetta var nú bara ekki að gerast, fjandakornið.
Ég talaði við afskaplega elskulega konu hjá Express og útskýrði raunir mínar. Hún vildi allt fyrir mig gera en eftir 11. sept væri ekki lengur hægt að ferja töskur án farþega.
Með þessar upplýsingar fór ég í flug og hugðist reyna að finna leiðir næsta dag.
Skólinn minn er einn sá besti sem um getur þegar kemur að mannlegum samskiptum. Ég átti að fara í próf og þar sem ég get ekki skrifað út af hendinni ætlaði ég að nota tölvuna mína. Ég rek allar þessar raunir fyrir þeim og úr varð að ég fengi að taka prófið í næstu lotu því þeim fannst nú bara alveg nóg að ég hefði lagt það á mig að koma svona handleggsbrotin og keyrt í 7 tíma í þokkabót.
Við létum athuga hvað það myndi kosta að senda bakpokann með TNT. Heilar 25.000 kæru vinir!!!! Neehh.. frekar verð ég tölvulaus í viku en borga þessa svimandi háu upphæð.
Og þannig leið mín tölvulausa vika í útlöndum. Á fimmtudeginum var síminn orðinn batteríislaus, en ég hafði bara kveikt á honum á kvöldin áður en ég fór að sofa en hafði annars slökkt svona í viðleitni minni að drýgja orkuna.
Fyrsta daginn var ég hálf munaðarlaus en svo ákvað ég að taka þessu sem kærkomnu fríi frá þessum agalega tímaþjófi. Ég sat því eins og prinsessa í tímum á meðan skólasystir mín tók niður glósur fyrir mig.
Heimferðin núna á laugardaginn gekk vel nema það var glerhált alla leiðina og þá er ég að tala um GLERHÁLKU. En maður minn hvað veðrið var fallegt.
Datt inn um klukkan 3, hentist í sturtu því 3ur tímum seinna fylltist húsið mitt af söngelskum konum úr kórnum mínum. Við vorum með aðalfund, súpu og önnur skemmtilegheit.
Einhvernvegin er ég viss um að eitthvað hefur verið sett út í glasið mitt á Edinborg seinna um kvöldið því manni á ekki að líða eins og dauðadrukknum sjóara eftir 2 rauðvínsglös og eitt glas af baccardi razz???
Vááá.......ég er enn að reyna að átta mig á þessu.
Þessu öllu saman.

11 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home