Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, desember 18, 2008

Jólandinn fangaður

Hér er búið að baka 2 sortir af smákökum og gera smá jólanammi.
Jólailmurinn loksins kominn í hús.
Sjúpdóttirin og aðrir fjölskyldumeðlimir hjálpuðust að.
Púrtvínið og jólabjórinn er líka ómissandi með jólasíldinni.

Hendin var stífuð enn meir í gær, þvinguð og fín en kom þó ekki í veg fyrir að ég færi í ræktina í morgun. Verð þannig í 3 vikur og þá verður hún rétt af, gifs aftur í 3 vikur og svo tekur við hálft til eitt ár í þjálfun til að ná upp fyrri færni.
Og maður bara brosir og hugsar sem svo að ég hef báða fætur og er enn með fulle femm.

Takk kæru vinir fyrir góðar kveðjur sl.vikur.

Sendi ljúfar yfir.

6 Comments:

  • At 18/12/08 7:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku kjellingin. Enn meiri ástæða að fara varlega því þú getur bara beitt annarri hendinni fyrir þig, svo upp með broddana. Kærust kveðja frá Hornafirði.

     
  • At 18/12/08 10:17 e.h., Blogger Elísabet said…

    æ, óttalegt vesen er þetta - þarftu sérstaka sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun þegar þetta er gróið?

     
  • At 18/12/08 10:44 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Rosalega ertu duglega að blogga kona!

     
  • At 19/12/08 1:15 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já meðalmaður hef svo sem ekkert annað við tímann að gera hehe...

    Ætli ég fari ekki til hans Óla míns sem er afbragðs sjúkraþjálfari hér í bæ og er sá sem koma mér af stað í ræktina.

    Og broddarnir koma sterklega inn Gulla.

     
  • At 19/12/08 1:57 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Þú ert ótrúleg Ingibjörg-ég dáist að þér:)

     
  • At 19/12/08 6:10 e.h., Blogger Blinda said…

    Jahérna hér- hér á bæ hefur nákvæmlega ekkert verið gert....og hef ég þó tvær fætur, fulle fem OG tvær hendur!! Þú ert nagli og dugnaðarforkur! Til lukku með þig og vonandi gengur vel með handarskömmina í framtíðinni. Knús

     

Skrifa ummæli

<< Home