Kruttlurnar
Undanfarnar vikur hefur dóttir mín ásamt vinkonum sínum æft stíft fyrir freestyle keppni sem haldin er fyrir 6. og 7. bekk Grunnskólans hér í bæ. Þær sömdu dansinn sjálfar, alveg einar og óstuddar og lögðu mikinn metnað í allt saman. Keppnin fór fram í gær í sal skólans og tóku 6 danshópar þátt. Mömmurnar hjálpuðu svo til á síðasta sprettinum með hárið og smá gloss og málningu því "það verður að sjást framan í okkur í ljósunum, annars verðum við svo hvítar " en þannig tók dóttir mín til orða þegar ég hváði við málningahugmyndinni. Og það var alveg rétt hjá henni því þegar á hólminn var komið þá voru þær æðislegar og tóku sig til og unnu!!
8 Comments:
At 20/11/08 10:29 f.h.,
Nafnlaus said…
Oo hvað þær eru flottar. Til hamingju. Kær kveðja Gulla Hestnes
At 20/11/08 10:33 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
En frábært! Til hamingju með þær allar saman!
At 20/11/08 12:29 e.h.,
Nafnlaus said…
Ohh, flott hjá þeim!
ella
At 20/11/08 12:47 e.h.,
Syngibjörg said…
takk fyrir, þær urðu mjög hissa og áttu alls ekki von á að hala inn fyrsta sætinu.
At 20/11/08 2:07 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
TIl hamingju stelpur og til hamingju með þær:) Yndislegar svona fréttir.
At 20/11/08 8:35 e.h.,
Nafnlaus said…
Æðislegar stelpur, til hamingju :D Varstu ekki með kökk í hálsinum?
At 20/11/08 8:41 e.h.,
Syngibjörg said…
þú getur rétt ímyndað þér, mömmu hjartað tók alveg kipp og svo varð ég hrikalega stolt.
At 20/11/08 8:50 e.h.,
Nafnlaus said…
æði! innilega til hamingju, þetta eru sko flottar stelpur:)
Skrifa ummæli
<< Home