Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Kruttlurnar

Undanfarnar vikur hefur dóttir mín ásamt vinkonum sínum æft stíft fyrir freestyle keppni sem haldin er fyrir 6. og 7. bekk Grunnskólans hér í bæ. Þær sömdu dansinn sjálfar, alveg einar og óstuddar og lögðu mikinn metnað í allt saman. Keppnin fór fram í gær í sal skólans og tóku 6 danshópar þátt. Mömmurnar hjálpuðu svo til á síðasta sprettinum með hárið og smá gloss og málningu því "það verður að sjást framan í okkur í ljósunum, annars verðum við svo hvítar " en þannig tók dóttir mín til orða þegar ég hváði við málningahugmyndinni. Og það var alveg rétt hjá henni því þegar á hólminn var komið þá voru þær æðislegar og tóku sig til og unnu!!



Brynja Sólrún, Alexía, Emma Jóna og Elín Lóa
Eva danskennari setur verðlaunapeninginn um hálsinn á Brynju Sólrúnu


Flottar stelpur í 6. bekk



8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home