Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, október 22, 2008

Veturinn heilsar

Vetur konungur er kominn til okkar hér fyrir vestan.
Þessa mynd tók ég í morgun af svölunum en það fer að verða
þotufært á hólnum í garðinum.
Vetrardekkin eru einnig komin undir Rav-inn og er tilfinningin óneitanlega góð
að sitja inn í honum núna þegar veturinn er að skella á okkur.




Fyrir ofan okkur hér á Skógarbrautinni má líta þennan bor.
Hér er verið að bora eftir heitu vatni en það fannst 50° heitt vatn
þarna fyri tveimur árum og var ráðist í það að bora lengra í von um að finna heitara vatn.
Ef það finnst þá væri það afskaplega mikil breyting fyrir okkur því við notum fjarvarma til að hita upp vatnið og borgum okurverð fyrir. Það var það eina neikvæða sem ég sá við það að flytja hingað fyrir rúmun 2ur árum að kyndingarkostnaður hér er fokdýr.
En það jafnast út því annað t.d bensín er ekkert í líkingu við það sem var þegar ég bjó á höfuðborgarsvaæðinu. Svo allt hefur sína kosti og galla.

Húfur og vettlingar ásamt hlýjum peysum eru nú komin í not eftir sumardvala en þar sem sumir höfðu stækkað frá því í fyrra varð að fara og endurnýja.
Held ég verði minnst fyrr en ég kæri mig um.
Börnin fá vöxtinn frá einhverjum öðrum en mér.
Er annars á leið í súpuhitting í hádeginu með góðum vinkonum
og með fylgir erindi sem ég segi seinna frá.

6 Comments:

  • At 22/10/08 1:23 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Snjór..ég kvíði honum.
    Þú ert áreiðanlega núna búin með súpuna-vonandi áttirðu góðan "hitting"

     
  • At 22/10/08 2:48 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Það er m.a.s. snjór í Borg Óttans og börnin mín eru óttalaus úti í garði að hnoða snjókarl...

     
  • At 22/10/08 5:17 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Minnst já. Drengurinn minn mátar sig við mig nánast á hverjum degi. Hann er ekki enn stærri en ég, en hann nálgast óðum....

     
  • At 22/10/08 5:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úff, ég fæ alltaf illt í hnén bara við að sjá snjó og hálku. Vonandi gekk súpuhittingurinn vel. Kær kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 22/10/08 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég á einn slána sem er orðinn miklu miklu stærri en ég. undarlegt þegar börnin spretta manni upp fyrir haus:)

     
  • At 24/10/08 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bíðið þið bara þangað til barnabörnin vaxa ykkur yfir höfuð líka. 10 ára ömmustrákur mátar í hvert sinn sem við heilsumst og er alveg að ná því :) Nú get ég ekki lengur kvittað eins og ég er vön??? Ella

     

Skrifa ummæli

<< Home