Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, september 16, 2008

Svona fór um sjóferð þá

Auðvita tókst mér að fara erfiðu leiðina gegnum þetta ristildæmi.
Loftið sem blásið er inn í þarmana á meðan á speglun stendur fann sér ekki
útgönguleið að sjálfsdáðum, þrátt fyrir einlæg hvattningarorð læknisins.
Því fór sem fór að í miðjum kennslutíma seinna um daginn,
gat ég ekki hreyft mig fyrir sársauka
þar sem loftið þrýsti sér upp undir rifbein og aftur í bak.
Ég meina, ég kann alveg að prumpa, en einhvernveginn vafðist það fyrir
þörmunum mínum að fara hinu einu sönnu leið.
Ég var því með miklum erfiðismunum sett á börur og flutt í sjúkrabíl aftur á spítalann.
Þar tók við sársaukafull myndataka svo tárin tóku að streyma niður kinnarnar.
Ósköp var ég vesældarleg þá.
Lögð svo inn og í mig dælt svona lyfi sem hjálpar manni að prumpa
og einnig fékk ég hrikalega sterkt deyfilyf sem gerði mig vel hífaða.
Það fer ekki fleiri sögum af þessu fyrr en undir kvöldmat að allt fer af stað
og aftansöngur mikill hófst í stofu 8.
Þá var minni létt.
Fékk að borða klukkan 9 og þá hafði ég ekki borðað neitt í 3 heila sólarhringa nema tæran vökva.
Geri aðrir betur.
Líður bara vel í dag og nokkuð hress.
Fer í meiri rannsókn á morgun en sú inniheldur enga loftfimleika.
Annars hefði ég neitað staðfastlega og afþakkað frekari rannsóknir.

Legg ekki meira á ykkur.

7 Comments:

  • At 17/9/08 12:46 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    "við komum saman og leysum vind" úff, ég virkilega finn til með þér og þetta er ekkert gaman mál. Ég vona virkilega að þú náir þér og að ristillinn muni láta þig vera í framtíðinni.

     
  • At 17/9/08 8:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    svakalegt að lesa þetta. vona að þú jafnir þig fljótt og umfram allt fáir bót meina þinna.

     
  • At 17/9/08 8:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ái..

     
  • At 17/9/08 10:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér hryllti við lesturinn því ég hef gengið í gegnum þennan andskota og skil þig því vel. Gangi þér vel og kveðja frá Hornafirði.

     
  • At 17/9/08 11:31 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Eins gott að eitthvað hafi komið út úr þessari blessaðri rannsókn eftir alla fyrirhöfnina og eftirköstin.

     
  • At 17/9/08 11:35 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ég bíð spennt eftir símtali frá doksa....vona að hann hafi eitthvað fram að færa en "já þú verður að lifa með þessum ristli hann er bara svona ofurviðkvæmur"

     
  • At 18/9/08 1:06 e.h., Blogger Blinda said…

    úff!
    Vona að þú sért búin að fá góðar niðurstöður eftir allt bröltið.
    Knús

     

Skrifa ummæli

<< Home