Haustdagarnir
Viðburðaríkur dagur er á enda.
Fyrsti skóladagur grunnskólabarnanna.
Hann var fínn sagði Hlynur Ingi með mikilli áherzlu
og mér líst ljómandi vel á nýja kennarann minn.
Og svo brosti hann og það skein í stóra skarðið
í efrigómi þar sem vantar tvær framtennur.
Dagurinn minn var fullur af skipulagi og fundum
tölvupóstum og samtölum.
Spennandi verkefni framundan því
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar
60 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Veturinn leggst því ágætlega í mig
þó ég sé enn á ný orðin ein.
Það er vont en það venst.
Fyrsti skóladagur grunnskólabarnanna.
Hann var fínn sagði Hlynur Ingi með mikilli áherzlu
og mér líst ljómandi vel á nýja kennarann minn.
Og svo brosti hann og það skein í stóra skarðið
í efrigómi þar sem vantar tvær framtennur.
Dagurinn minn var fullur af skipulagi og fundum
tölvupóstum og samtölum.
Spennandi verkefni framundan því
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar
60 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Veturinn leggst því ágætlega í mig
þó ég sé enn á ný orðin ein.
Það er vont en það venst.
12 Comments:
At 26/8/08 11:58 e.h.,
Nafnlaus said…
Vona að veturinn verði þér góður! Erfiðleikar eru oftast upphaf að nýrri byrjun, sem oft fylgir mikil birta. Sendi þér góða strauma - og bætti þér loksins við í tenglasafnið mitt, stundum veit ég ekki hvað ég hef verið að hugsa!
Það sem ekki brýtur mann, styrkir mann!
Vissir þú að Hrund og stóra stelpan mín voru bekkjarfélagar í Melaskóla? Ísland er oft svo ógnarsmátt ... þó það sé stundum stórasta land í heimi ;)
At 26/8/08 11:59 e.h.,
Nafnlaus said…
Vona að veturinn verði þér góður! Erfiðleikar eru oftast upphaf að nýrri byrjun, sem oft fylgir mikil birta. Sendi þér góða strauma - og bætti þér loksins við í tenglasafnið mitt, stundum veit ég ekki hvað ég hef verið að hugsa!
Það sem ekki brýtur mann, styrkir mann!
Vissir þú að Hrund og stóra stelpan mín voru bekkjarfélagar í Melaskóla? Ísland er oft svo ógnarsmátt ... þó það sé stundum stórasta land í heimi ;)
At 27/8/08 12:00 f.h.,
Nafnlaus said…
Fyrirgefðu - ætlaði ekki að tvítaka, stundum er tæknin að stríða mér ... ef öðru fæst eytt - er annað í lagi :)
At 27/8/08 9:20 f.h.,
Nafnlaus said…
Syngibjörg, ég sendi þér fallegar hugsanir og góða strauma úr Laugardalnum.
At 27/8/08 10:32 f.h.,
Nafnlaus said…
Tek undir kæra Syngibjörg með dömunum hér að ofan. Passaðu líkama og sál. Kær kveðja frá Hornafirði.
At 27/8/08 1:34 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Venst - og vonandi lagast það svo líka smám saman.
At 27/8/08 2:14 e.h.,
Syngibjörg said…
Hugskot, takk fyrir hughreystandi orð það versta er að ég er orðin svo vön þessu að ég er hætt að kippa mér upp við þetta.
Og nei ég vissi ekki um dóttur þína og Hrund - frábær tilviljun. Og svo ferð þú líka loksins á minn lista. Já og iss það gerir ekkert til þó þetta hafi birst tvisvar, ég held ég kunni ekki að eyða þessu.
Takk Baun, Hornfirðingur og Harpa.
At 27/8/08 9:18 e.h.,
Nafnlaus said…
Farðu vel með þig mín kæra.
Hlýtt kram að Norðan.
Mjöll
At 28/8/08 5:53 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Ég hef engu við að bæta því orðin að ofan voru falleg. Ég óska þér bara alls góðs alltaf og finnst þú hreint út sagt, vera yndisleg.
At 28/8/08 4:57 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk takk kæru vinkonur.
At 28/8/08 5:36 e.h.,
Blinda said…
Knúúúúúúús. XXX
At 28/8/08 10:22 e.h.,
Nafnlaus said…
segi eins og blinda, stórt knús!
Skrifa ummæli
<< Home