Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, júlí 11, 2008

í langadal


Framundan er bústaðaferð

Gott að rífa sig upp úr pestarbælinu.

Búin að baka rosa mikið af muffins.

Líka búin að búa til kjúklingasallat til að borða í kvöld.

Og baka brauð.
Og fara í vínbúðina.


Bara eftir að henda lörfum í tösku og ekki gleyma sundfötunum.


Óska ykkur góðrar helgar kæru vinir.


4 Comments:

  • At 11/7/08 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku vinkona, takk fyrir síðast, ég vona að þér hafi ekki orðið meint af máltíðinni minni!!! Góða ferð í bústaðinn, hugsaði til þín á leið í útilegu í vikunni sem átti að vera við Langavatn í Borgarbyggð (Langadal þar) en endaði í Skorradal vegna angistar frúarinnar, vegurinn var hryllingur og ég vildi bara strax til baka (enda mikið rok þar og ekkert hægt að veiða), hef aldrei upplifað annað eins, bíll og sálartetur mitt laskað! en er komin heim og held ég bara haldi mig þar í nánustu framtíð.
    Gott og gaman að fá þig í heimsókn komdu aftur næst ég sendi þér uppskfriftina í emil við tækifæri.
    Kveðja,

     
  • At 12/7/08 1:51 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Góða skemmtun í bústað.

     
  • At 12/7/08 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    góða ferð:)

     
  • At 14/7/08 2:42 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    gott að þú ert á lífi kæra vinkona eftir þessar hremmingar. ég var stálsegin eftir þennan dýrindis mat og væri svo sannarlega til í að fá uppskriftina.takk fyrir frábært kvöld:O)

    takk þið hinar, var svaka fínt.

     

Skrifa ummæli

<< Home