tveir söngfuglar og annar með magakveisu
Stundum gerst hlutir svona af tilviljun eða í gegnum maður þekkir mann sem þekkir mann.
Þannig rataði til mín aloa vera safi og annað græðandi í mínar hendur í dag.
Ætla að prufa að súpa 3svar á dag þennan vökva og sjá hvort minn magi hættir að haga sér eins og ég sé komin 5 mánuði á leið.
Ég meina...... það er þess virði.......ástandið getur ekki versnað.
Verð annars að segja ykkur frá fuglinum sem á heima í trénu hér í Skipasundinu. Þetta er svona söngfugl. Í gærkveldi söng hann stef sem byrjaði alltaf á hreinni 4und upp á við sem hann endurtók 2svar til 3svar sinnnum, söng svo litla 3 und niður og svo svona nokkra slaufur sem inni héldu stórar og litlar tvíundir. Svo kom þögn, já eiginlega í ígildi hálfnótuþagnar. Svo hófst stefið á ný.
Í kvöld syngur hann annað stef sem er sett saman úr tvíundar slaufum og endar alltaf á hreinni ferund upp á við. Þetta er alveg magnað að hlusta á. Vildi að ég væri með ipod græjuna mína og hljóðnemann sem hægt er að setja í samband við hann til að taka þetta upp.
Tónskáldið Oliver Messian gekk um skóga og hljóðritaði margvísleg fuglahljóð meðal annars og notaði þau sem grunn af tónverkum sínum. Hann hefði haft gaman af þessum íslenska söngfugli hér í garðinum.
Þannig rataði til mín aloa vera safi og annað græðandi í mínar hendur í dag.
Ætla að prufa að súpa 3svar á dag þennan vökva og sjá hvort minn magi hættir að haga sér eins og ég sé komin 5 mánuði á leið.
Ég meina...... það er þess virði.......ástandið getur ekki versnað.
Verð annars að segja ykkur frá fuglinum sem á heima í trénu hér í Skipasundinu. Þetta er svona söngfugl. Í gærkveldi söng hann stef sem byrjaði alltaf á hreinni 4und upp á við sem hann endurtók 2svar til 3svar sinnnum, söng svo litla 3 und niður og svo svona nokkra slaufur sem inni héldu stórar og litlar tvíundir. Svo kom þögn, já eiginlega í ígildi hálfnótuþagnar. Svo hófst stefið á ný.
Í kvöld syngur hann annað stef sem er sett saman úr tvíundar slaufum og endar alltaf á hreinni ferund upp á við. Þetta er alveg magnað að hlusta á. Vildi að ég væri með ipod græjuna mína og hljóðnemann sem hægt er að setja í samband við hann til að taka þetta upp.
Tónskáldið Oliver Messian gekk um skóga og hljóðritaði margvísleg fuglahljóð meðal annars og notaði þau sem grunn af tónverkum sínum. Hann hefði haft gaman af þessum íslenska söngfugli hér í garðinum.
10 Comments:
At 20/6/08 1:43 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Já, það er frábært þegar maður heyrir virkileg stef koma út úr þessum litlu búkum.
At 20/6/08 8:24 f.h.,
Nafnlaus said…
Starri?
At 20/6/08 9:20 f.h.,
Meðalmaðurinn said…
Nei starrar syngja ekki svona skipulega. Hann syngur hins vegar mjög fjölbreytt og skiptir sífellt um lag. Eftir að við vorum laus við starragargið fórum við að heyra fagran fuglasöng aftur í nágrenninu. Hef nú ekki mikið vit á fuglum að öðru leyti en hvet Syngibjörgu til að kíkja við hjá mér fyrst hún er nú stödd í Skipasundinu...
At 20/6/08 11:25 f.h.,
Nafnlaus said…
hvaða fugl er þetta?
At 20/6/08 12:42 e.h.,
Syngibjörg said…
ég er nefnilega ekki viss hvaða fugl þetta er sem syngur svona fagurlega, og það er ekki starri hann gargar meira.
já Marta ég er á leiðinni.....
þú ert á listanum mínum :O)
At 20/6/08 5:47 e.h.,
Nafnlaus said…
Einhverntíma heyrði ég að starrinn hefði tileinkað sér laglínur úr farsímum. Mér fannst það fyndið, hélt kannski að þetta væri slíkur.
At 20/6/08 7:59 e.h.,
Nafnlaus said…
Reyndu að komast að því hvaða fugl þetta er. Aloaverasnafsinn/hylkin eru undur í maga. Kær kveðja Gulla Hestnes
At 20/6/08 10:47 e.h.,
Nafnlaus said…
starrinn getur hermt eftir...
annars ætlaði ég að kíkja á þig á Ísafirði um þessa helgi eða næstu, verð þar tvær helgar í röð, tékka kannski á hvort þú verður komin...
Sesselja Guðmunds
At 21/6/08 12:59 f.h.,
Syngibjörg said…
Þetta gæti verið svartþröstur því þetta var alveg hans eigið stef og enginn sem hermdi eftir.
Sesselja þú gætir hitt á mig núna á sunnudaginn og fram á mánudag. Þarf að skreppa. Endilega hringdu á mig, ég á a.m.k. te eða kaffi.
At 21/6/08 3:41 e.h.,
Nafnlaus said…
Magnað!
Hér í minni borg er mikið um svartþresti og þeir syngja alveg undursamlega, og "syngja" er einmitt alveg rétta orðið, þetta er ekki bara eitthvað píp út í loftið!
Annars hef ég mjög gaman af kurri skógardúfnanna sem syngja alltaf sömu laglínu (sem ég er ekki nógu mikill tónfræðingur til að lýsa) nokkrum sinnum í gegn nema hvað þær hætta alltaf í miðju stefi! Syngja kannski laglínuna þrisvar í gegn og svo einn eða tvo tóna úr fjórða umgangi og svo bara steinþagna þær eins og einhver hafi tekið þær hálstaki! Mjög undarlegt og stundum dálítið pirrandi ... svona tilfinning eins og að blotna bara á annarri höndinni!
Skrifa ummæli
<< Home