Einkaflugvél óskast

Ég lét loksins vera að því að panta mér tíma hjá meltingarsérfræðingi.
Og það mun vera kona í þetta sinn, alveg fullreynt með kallana.
Í bjartsýni minni datt mér í hug að ég gæti fengið tíma svona seint í sumar, ágúst jafnvel.
Já nei, 30. september er dagurinn!!!!
Og þetta þykir nú bara eðlilegt.
En ekki nóg með það, konan er bara með viðtalstíma á stofunni á þriðjudögum.
Ég vona að það verði flogið, var það eina sem mér datt í hug að segja við veslings símadömuna. Því ef ég kemst ekki þá hvenær kemst ég þá að??? á næsta ári???
Ja dúddi minn..................
3 Comments:
At 4/6/08 11:45 e.h.,
Fríða said…
mín reynsla er nú sú að ef maður vekur athygli á því að maður sé að koma utan af landi og hvaða vandræði geta fylgt því, þá er fólk nú liðlegra með að gefa manni tíma þegar maður á leið um hvort sem er, jafnvel þótt það þýði að maður færist framar á biðlistanum. En, maður verður að vekja athygli á þessu, það er ekki gefið að fólki detti það í hug svona af sjálfu sér að það geti verið vesen að koma svona langt að
At 5/6/08 11:05 f.h.,
Nafnlaus said…
Tek undir með Fríðu, en þetta er alls ekki í lagi. Kannski hefur þú prófað allt mögulegt, en aloavera hylkin eru í mínu tilfelli dásamleg. Gangi þér vel, Gulla Hestnes
At 5/6/08 11:50 f.h.,
Syngibjörg said…
Ég sagði símadömunni að ég byggji á Ísafirði og þar sem ég væri kennari þá væri þriðjudagur ekki óska dagur. Samt sem áður var hún ekkert að hliðra til né bjóðast til að hringja í mig ef tími losnaði fyrr. Svo það er allur gangur á þessu.
Skrifa ummæli
<< Home