Hvað er til ráða?

Hvað gerir maður fyrir neglur sem klofna???
Eitthvað svona??
Er búin að taka Omega 3 í allan vetur (samkvæmt ráðleggingum fróðra kvenna)
og bera á þær naglaherðir.
En allt kemur fyrir ekki.
Er orðin dauðleið á því að hafa ljótar neglur og langar í mínar fínu aftur sem ég hafði hér í eina tíð.
Lumar einhver á góðum ráðum??
7 Comments:
At 23/5/08 9:17 f.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Vantar þig nokkuð B12? Vítamín altså
At 23/5/08 9:41 f.h.,
Syngibjörg said…
það á víst að vera í omega 3 en það gæti verið að mig vantaði það svona per se....
At 23/5/08 10:18 f.h.,
Meðalmaðurinn said…
Neglurnar mínar klofna helst þegar ég nota naglaherði. Ég mæli bara með alvöru dekri, farðu í handsnyrtingu og láttu fagmanninn um þetta!
At 23/5/08 12:45 e.h.,
Nafnlaus said…
Hæpið að þessi blómlega dama á myndinni leiki mikið á hljóðfæri. Og þó, ef til vill gæti hún haldið á trommukjuða með lagni.
At 23/5/08 1:37 e.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Ég veit ekki hvað þú gætir gert nema þá talað við fagmann. Annars geturðu líka hugsað þetta þannig; klofnar neglur eru kúl, þær gera hendur mínar sérstakar....
Hafðu það gott mín kæra.
kveðjur...
At 24/5/08 11:20 f.h.,
Syngibjörg said…
já ætli ég splæsi ekki á mig almennilegri onduleringu því það hef ég bara aldrei látið eftir mér.
At 10/6/08 10:34 e.h.,
Nafnlaus said…
Járnskortur er stundum sökudólgurinn.
Skrifa ummæli
<< Home