Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, maí 13, 2008

Dönsk speki?

Eftir hádegismat einn daginn í hinni dásamlegu Köbenhavn var ég á leið inn í skólann þegar kallað er á dönsku hvort ég geti verið svo væn að halda hurðinni opinni.
Ég lít við og sé þar mann með kassa á svona lítilli trillu koma hlaupandi.
Mange takk segir hann þegar hann fer fram hjá mér.
Ég geng í áttina að lyftunni og hann í humátt á eftir.
Þegar ég opna hurðina að lyftunni brosir hann og spyr, á dönsku, hvort ég geti haldið þessari hurð líka fyrir hann.
Ég brosi á móti og segi það vera sjálfsagt.
Í lyftunni dregur maðurinn upp miða og spyr mig hvort ég viti á hvaða hæð CVI sé? jú segi ég ég er að fara þangað, þú getur bara elt mig.
Hann verður eitt bros og finnst greinilega þetta vera sinn happa dagur því hann spyr mig fyrirvaralaust hvort ég vilji hitta hann um kvöldið og drekka með honum svo sem eitt vínglas.
Ég verð hálf hvumsa og afþakka voða pent.
Ja..nei ....nei ég spurði bara, sagði hann þá, maður kemst aldrei að neinu ef maður þorir ekki að spyrja.

7 Comments:

  • At 14/5/08 8:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ, þetta er bara voða sætt :)

     
  • At 14/5/08 9:53 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Já - og alveg rétt reyndar líka :-)

     
  • At 14/5/08 6:44 e.h., Blogger Blinda said…

    Ó og bara að við Íslendingar værum ekki svona bældir og þorðum að spyrja.....
    Ætli maður væri þá ekki löngu genginn út? :-)

     
  • At 14/5/08 8:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott hjá manninum. styð það að þora:)

     
  • At 14/5/08 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úlllala, fallegt hrós. Kveðja, Gulla Hestnes

     
  • At 15/5/08 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Afar frumleg pikkupplína: Gætirðu haldið fyrir mig hurðinni? Sniðugt.

     
  • At 15/5/08 1:48 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mér finnst þetta gott hjá honum, ég hefði aldrei þorað þessu til dæmis, að spyrja þeas.
    Svo gætirðu, til að fá aukapening, sett upp stefnumótarþjónustu og haft hana til húsa í lyftunni og kallað hana "Stefnt út eða inn, upp eða niður?"
    Hafðu það gott, Svanfríður.

     

Skrifa ummæli

<< Home