Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

matur og aftur matur

Í kvöld er matarklúbbur hér heima hjá mér. Allar helgar eru svo ásetnar að við ákváðum bara að hittast á virkum degi sem eiginlega gerir þetta ennþá skemmtilegra. Hristir aðeins upp í grámsókunni. Meeeeen hvað ég er orðin leið á vetrinum. En til að nota nú tækifærið og elda eitthvað sem ekki hefur verið eldað áður fletti ég í bókunum mínum og fann uppskriftir af tveimur réttum sem ég ætla að bjóða upp á í kvöld. Við höfum þann háttinn á að hver og ein kemur með eitthvað á sameiginlegt matarborð en þannig er maður alltaf að smakka eitthvað nýtt og fá uppskriftir að góðum mat. Ég fékk um daginn fyrsta eintak af nýju blaði sem ég ákvað að gerast áskrifandi af Matur og Vín www.maturvin.is og líst bara ljómandi vel á fyrsta eintakið. Móðir mín kaupir gjarnan Gestgjafann svo ég hef greiðan aðgang að honum. Einnig fannst mér heillandi við þetta blað að fá meiri umfjöllun um vín og svo er mælt með hvaða vín er gott að hafa með hverjum rétti.
Hér fylgja uppskriftir af því sem ég býð upp á í kvöld.

Tófu með spelt penne.

400 gr. stíft tófu
2 msk. tamarí sósa
1 tsk. engiferduft
250 gr. spelt penne

Kryddsósa.
1 stk. laukur
2 stk. ferskt chili
2 stk. hvítlauksrif
1 tsk. rifin engiferrót
1 tsk. rifin sítrónubörkur
1 stk. sítróna, safinn notaður
2 tsk. kóríanderfræ
2 tsk. cuminfræ
25 g ferskt kóíander
1 msk. tamarí sósa
3 stk döðlur
1 dós kókosmjólk

Þerrið tófúið og kreistið allan vökva úr. Skerið í litla teninga, setjið engiferduft út í tamarí sósuna og hellið yfir tófúið og látið bíða í 15. mín. Sjóðið penne skv. leiðbeiningum á pakka. Saxið grænmetið í kryddsósuna og setjið svo allt sem á að vera í henni í matvinnsuvél og maukið. Brúnið tófúið á pönnu þar til gyllt, setjið til hliðar á eldhúspappír. Þurkið pönnuna og setjið kryddsósuna á pönnuna og látið krauma í nokkrar mínútur.Bæta við tófúinu og spelt penne. Gott með rúkóla sallati.

Sveskjubaka.

250 gr. sveskjur
stór bolli sjóðandi svart te
1 dl. dökkt romm eða rommdropar
100 spelt hveiti (eða venjulegt)
120 gr. hrásykur (eða hvítur)
3 egg
2 glös sojamjólk (eða kúamjólk)
salt
smjörklípa

Takið steinana úr sveskjunum og leggið þær í belyti í teið í 1 klst.
Hitið ofninn í 175 °C
Setjið saman í skál. hveiti,sykur og salt. Bætið eggjunum út í, hrærið vel á meðan og síðan mjólkina og víninu (dropunum). Setjið sveskjurnar út í deigið.
Smyrjið eldfast mót og hellið deiginu í það.
Bakið í u.þ.b. 40. mín þar til bakan er orðin gullbrún.

Með þessu er gott að drekka eplavín, má gjarnan vera sætt.

Verði ykkur svo að góðu kæru bloggarar og aðrið sem hingað kíkja inn.
Var annars að spá hvort fólk væri til í að kvitta fyrir innlit, því ég er ekki með
neinn teljara.

12 Comments:

  • At 10/4/08 12:57 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Held að þetta með kvittarana sé bara eins og toppurinn á ísjakanum, sýnist á mínum teljara að það sé ekki nema 1/10 af þeim sem kíkja sem kvitta einhverntíma. Sumum er bara illa við að skilja nafnið sitt eftir í gestabók!

    En góða skemmtun í kvöld, finnst þetta rosalega sniðugur matarklúbbur sem þú ert í.

     
  • At 10/4/08 2:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    kvitt,kvitt,
    Hef nú alltaf auga á blogginu þínu öðru hvoru mín kæra, og fæ fréttir af þér reglulega. Veit þess vegna að þú ert í ferðahugleiðingum um helgina. Verum í sambandi, það er aldrei að vita nema við næðum a.m.k. einum kaffibolla saman.
    Hér er annars alltaf nóg að gera og það nýjasta er sýningarsjórn á "Þar sem Djöflaeyjan rís" á Breiðumýri í Reykjadal. Líka feðgarnir að leika þar...
    kveðja Mjöll

     
  • At 10/4/08 7:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Reglulegur gestur mín kæra. Girnilegur matseðill, og já....ógeðslegur vetur vonandi að baki. Líði þér vel. Gulla Hestnes

     
  • At 10/4/08 9:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    kvitt:)

     
  • At 11/4/08 2:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flott.
    Kveðja,
    Sveinn

     
  • At 11/4/08 7:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    :)

     
  • At 11/4/08 10:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kvitt

     
  • At 11/4/08 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kvitt! Ég kíki alltaf við hjá þér reglulega! Það er annars ekkert mál að setja upp teljara hjá sér, ég er meira að segja með tvo! Ég skal senda þér slóðir ef þú vilt.

     
  • At 11/4/08 3:42 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    hæ og takk fyrir kvittið.

    Guðrún Lára; væri sko til í að fá slóðina. Ertu ekki með netfangið mitt? er ekki best að senda hana þangað?

     
  • At 12/4/08 4:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ frænka kíki næstum á hverjum degi. sjáumst bráðum Þórdís

     
  • At 12/4/08 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já og kvitttt !

    Ég hef nú ekki verið dugleg við það en viðurkenni hér og nú að ég lít alltaf annað veifið á síðuna þína góðu. Ein af þessum klassísku. Þú skemmtilegur penni ! ;)

    Vona bara að heilsan fari að skila sér og að allt gangi vel hjá þér áfram.

    Kveðja , Lóa ( sem var í fílharmóníunni)

    p.s. ég þykist nú blogga líka , þótt það sé hálfpartinn á laun. Hér er allavega slóðin á það röfl

    http://loabo.spaces.live.com/

     
  • At 13/4/08 11:15 f.h., Blogger londonbaby said…

    kvitt kvitt. Ég kíki annars lagið, gaman að fylgjast með :)

    Þórdís Sveins

     

Skrifa ummæli

<< Home