breimandi ástareldur
Hef verið eitthvað á súru nótunum í tvo daga. Sennilega hefur það verið vegna kvíðans sem safnaðist upp við að bíða eftir svari doktors Önnu. Svarið kom í gær og ég er svona hálfpartinn í leiðslu. Útkoman var neikvæð sem þýðir að ég þarf ekki að fara í svokallaðan keiluskurð og í mér er ekki krabbamein. Og þar sem ég var á vappi nirði í bæ í útréttingum fór ég inn í Blómaturninn og ákvað að ég hefði aldeilis tilefni til að kaupa mér blóm til að lífga upp á lífið og tilveruna. Ég gekk út með tvo litla ástarelda í gulum sætum og krúttlegum pottum og svo silkiblóm frá SIA til að setja í glervasa sem eru hér upp á vegg. Mér finnst alveg kominn tími til kominn að setja eitthvað í staðin fyrir rauða og gyllta dótið sem var yfir jólahátíðina. Að fara í blómabúð, skoða og spekúlera er eitt besta meðal við súru skapi. Mæli alveg hiklaust með því.
Annars erum við að fara að skoða litla og sæta kettlinga hjá einni frænku á eftir og þiggja kvöldmat hjá henni. Börnin biðja reglulega um gæludýr en þar sem ég er með massaofnæmi fyrir katta og kanínuhárum jarða ég þá umræðu jafnharðan. Djö....sem minnir mig á að ég gleymdi að kaupa mér ofnæmislyf í apótekinu áðan.
Verð að redda því fyrir klukkan sex.
Annars erum við að fara að skoða litla og sæta kettlinga hjá einni frænku á eftir og þiggja kvöldmat hjá henni. Börnin biðja reglulega um gæludýr en þar sem ég er með massaofnæmi fyrir katta og kanínuhárum jarða ég þá umræðu jafnharðan. Djö....sem minnir mig á að ég gleymdi að kaupa mér ofnæmislyf í apótekinu áðan.
Verð að redda því fyrir klukkan sex.
3 Comments:
At 2/4/08 6:52 e.h.,
Blinda said…
Það er fátt verra en að bíða eftir svona niðurstöðum, þekki það - en til lukku með að niðurstaðan var þér í hag mín kæra :-)
At 2/4/08 7:40 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Góðar fréttir, og gott ráð við súru skapi - ætla að hafa það í huga næst!
At 2/4/08 10:08 e.h.,
Harpa Jónsdóttir said…
Til hamingju með þessar góðu fréttir.
Skrifa ummæli
<< Home