Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, mars 26, 2008

pína

Það endaði með því að ég sótti um frest á skattframtalinu. Á ekki mikið eftir en veikindin drógu úr mér alla löngun til skattaskýrslugerðar og lái mér hver sem vill. Þetta er nú frekar einfalt hjá mér, ein íbúð með íbúðarsjóðslánum, Lín lán og svo skuldlaus bíll. Árstekjur tónlistarkennarans eru eins og mánaðarlaun forstjóra. Eða svo segir mér hugur. En ég hef það ágætt svo sem, á allt og get leyft mér að gera dittin og dattin. Ætli ég færi ekki í að gera lifistandardinn hærri ef ég hefði meira á milli handanna og væri þá í raun á sama stað og kannski ekkert hamingjusamari.
Þetta er alltaf spurning um hvað það er sem gerir mann hamingjusamann. Einn kaffibolli getur t.d. veitt mér ómælda hamingju. Bros og speki 6 ára snáða getur breytt grámóskulegum degi í sólardag. En dýrmætast af öllu er heilsan. Án hennar getur maður ekkert. Hef verið minnt á það á mjög dramatískan hátt undanfarið. Ég hef reyndar fulla trú á að ég nái fyrra þreki og bæti svo jafnvel við það því ég er stórhuga kona og á meðan ég lá hér í sófanum í veikindunum, uppgefin af að ganga á milli herbergja var ég skráð í göngu í sumar. Birgir hefur þessa tröllatrú á konunni að hann skráði okkur í Laugarvegsgöngu. Ég er allavega komin með markmið skulum við segja.
Hvort það náist verður að skoða þegar þar að kemur. Hvatninguna fæ ég a.m.k. ómælda og skemmir það ekki fyrir. Núna bíð ég eftir að snjóa leysi svo ég geti tekið fram reiðfákinn og tekið til við að bruna hér um götur bæjarins.

Verð annars að segja ykkur hvað það er ferlega sárt að láta nudda úr sér 10 ára angist og vanlíðan. Svo sárt að ég ligg emjandi á bekknum hjá Óla. Hann finnur eymsli á furðulegustu stöðum og sérstaklega í höfðinu á mér. Þar eru allir vöðvar stokkbólgnir. Maður minn að hugsa sér að líkaminn skuli taka við vibba til að vernda heilabúið. Finnst við ótrúlega fullkomin furðuverk. En Óli kann á þetta og ég mýkist upp smám saman og verð örugglega orðin svo fislétt að ég fer um svífandi.

7 Comments:

  • At 26/3/08 9:39 e.h., Blogger Kristín said…

    Ég hef óbilandi trú á því að jákvæðnin kemur manni stærstan hluta leiðarinnar. Og þú virðist hafa slatta af henni í þér svo þú ert vel stödd. En ekki ofgera þér og þó þú komist ekki í fjallgöngu í sumar er ekki voðinn vís.

     
  • At 26/3/08 9:39 e.h., Blogger Kristín said…

    Ég hef óbilandi trú á því að jákvæðnin kemur manni stærstan hluta leiðarinnar. Og þú virðist hafa slatta af henni í þér svo þú ert vel stödd. En ekki ofgera þér og þó þú komist ekki í fjallgöngu í sumar er ekki voðinn vís.

     
  • At 26/3/08 9:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úpps afsakið óþolinmæðina. Kristín aftur.

     
  • At 26/3/08 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jákvæðni, bjartsýni, sjá möguleika ekki bara hindranir = 10 stig

    harmarunk, ásakanir, sjálfsvorkunn, hangs í fortíðinni og hvaðefum = 0 stig

    Syngibjörg hefur rétta viðhorfið:)

     
  • At 26/3/08 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi bévítans fortíðarvandi er búinn, segi og skrifa. Jákvæð, með Birgi þér við hlið, tónlistina og væntanlega gönguferð. Það virkar. Kær kveðja úr ömmukoti á Höfn

     
  • At 27/3/08 8:31 f.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Þú ert í góðum höndum hjá Óla, það er alveg á hreinu! Gangi þér vel í batninu!

     
  • At 27/3/08 11:31 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk kæru vinkonur - sit hér brosandi, alltaf gott að fá pepp.

     

Skrifa ummæli

<< Home