Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Vírusinn sem tók sér bólfestu í mínu innra eyra er enn að gera mér lífið leitt. Aðallega er það þessi svimi, hálfpartinn eins og maður sé með sjóriðu. Við fórum í stuttann göngutúr inn í skóg í gær og það tók mig meira en hálftíma að ganga 10. mín leið. Það hressti mig þó aðeins við og ég fékk roða í kinnarnar. Vírusinn lagðist líka þannig á allan líkamann að ég er mjög þreytt og orkulítil. Birgir minn hefur verið hér hjá mér og stjanað við mig, fært mér morgunmat í rúmið og eldað ofan í mig. Ég er guði óendanlega þakklát fyrir að hafa hitt þann mann.
Ég verð nú ekki mikil til vinnu næstu daga og verður staðan tekin á morgun með lækninum.

Þangað til, njótið dagsins:O)

7 Comments:

  • At 24/2/08 1:31 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Takk og sömuleiðis!

    Gangi þér vel í batninu.

     
  • At 24/2/08 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Leitt að heyra af heilsufari þínu vinkona góð en mér hlýnar nú um hjartarætur að vita að það er einhver góður að hugsa um þig, óvænt ánægja að heyra það!!!
    Farðu varlega með þig og vertu nú einhverjum dögum lengur heima frekar en að fá bakslag.

    Eftirrétturinn gerði aldeilis lukku í annars mjög vel heppnuðu boði um daginn.
    Vona að allt sé uppá við, hugsa til þín.
    Kveðja,
    OÞ:)

     
  • At 24/2/08 4:21 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Mikið er gott að sjá bloggfærslu og ég samgleðst þér að hafa kynnst Birgi og honum að hafa kynnst þér:)
    Gangi þér vel og vonandi siglir þessi vírus sína leið og það langt á haf út.

     
  • At 24/2/08 7:59 e.h., Blogger Blinda said…

    Eru allir komnir á séns? Er ég að breytast í Geirfugl?
    En farðu vel með þig vinan. ;-)

     
  • At 25/2/08 8:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    taktu þér tíma að jafna þig, verður að passa heilsuna.

    batnkveðjur!

     
  • At 25/2/08 11:12 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk kæru vinir,þetta kemur hægt en kemur þó.

    Hehe Linda, var í þessum flokki en þá bara búmmmmm........you never know...

     
  • At 25/2/08 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að heyra að þetta mjakast. Nú er um að gera að vera til friðs. Kærar kveðjur. Gulla Hestnes

     

Skrifa ummæli

<< Home