Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Veik á Valentínusardegi og þrái ást

Þrátt fyrir reglulegt lýsis og vítamín át lagði flensan mig í gær. Og ég er hætt að streitast á móti og fara í vinnuna og kenna á hálfum tanki, heldur er ég heima og læt mér batna eins og venjulegt fólk gerir. Held svei mér þá að ég sé að þroskast. Allavega varð ég vör við það í gær að ég er komin á virðulegan aldur því ég fór í fyrsta sinn í brjóstamyndatöku en hér eru staddir læknar að sunnan til að mynda og skoða vestfirskar konur. Man þá tíð þegar járntólið sem notað er var ískalt og maður hrökk í kút þegar maður fann fyrir því, en í gær var það heitt og ekki eins óþægilegt. Og læknirinn var kona. Munar öllu þegar maður liggur á bakinu með "báðar lappir út í sitt hvort loftið" eins og ein frú tók til orða. Eitthvað vilja þau nú skoða mig nánar og þarf borgarferð til þess. Ég bíð því eftir símtali.
Annars hef ég svo sem nóg fyrir stafni í veikindunum, er að lesa Harðskafa eftir Arnald og er með húfu númer tvö á prjónunum. Þarf bara að fá einhvern til að fara í búðina því það er ekki til mjólkurdropi á heimilinu.

Hvet svo alla til að fara á fyrirlestur um ástina, svona í tilefni dagsins. Fróðleg erindi á Bókasafni Kópavogs gætu gefið manni nýja sýn á ástina.
Myndi fara ef ég væri ekki hér.

16 Comments:

 • At 14/2/08 12:18 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

  Mundi fara ef ég nennti, ég bara nenni ekki :P
  En taktu þér góðan tíma í jafn, það margborgar sig!

   
 • At 14/2/08 12:31 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  takk, er á fullu sko;)

   
 • At 14/2/08 1:00 e.h., Blogger Harpa J said…

  Á bara ekkert að birta myndir af húfunum?

  Gangi þér vel í læknastússi og vonandi varir það ekki lengi.

   
 • At 14/2/08 1:10 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  ohh Harpa, ef ég hefði ekki týnt myndavélinni minni þá væri sko búið að birta myndir. Fæ kannski vél lánaða þegar ég er búin með húfuna handa Ponsí og tek þá mynd af þeim systkinum.

   
 • At 14/2/08 1:23 e.h., Blogger Harpa J said…

  Bíð spennt :-)

   
 • At 14/2/08 1:41 e.h., Blogger Kristín said…

  Batnaðarkveðja úr sjúkdómsbælinu í Copavogure sem er langt frá Bókasafni Kópavogs.

   
 • At 14/2/08 1:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hrabba vinkona
  Hæ Ingbjörg mín láttu þér nú batna og ég get sko alveg farið í búð fyrir þig ef þig vantar
  kv

   
 • At 14/2/08 2:20 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  Takk elsku Hrafnhildur mín, mamma kom og reddaði málunum:O) fæ að eiga þig að eins og alltaf.

  takk Kristín, þetta er allt að koma.

   
 • At 14/2/08 2:57 e.h., Anonymous baun said…

  batnibatnkveðjur úr Laugardalnum...og takk fyrir að vísa á þessa fyrirlestra, kannski ég skelli mér bara:D

   
 • At 14/2/08 3:13 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  já er það ekki bara Baun, gerðu það endilega, þú mátt svo alveg segja mér frá.

   
 • At 14/2/08 4:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Báðar lappir út í sitt hvort loftið! Dásamlega orðað, alveg eins og konan sem sagði: svo lengist lærið sem lífið. Farðu vel með þig, flensuskömmin er ekkert grín. Gulla Hestnes

   
 • At 14/2/08 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Sæl vinkona góð.
  Leitt að heyra af veikindum þínum. En vonandi nærðu þessu úr þér með skynseminni.
  Var líka í svona skoðun í dag, finnst þetta aldrei gaman en samt....
  Ég er með matarklúbb um helgina og fór að prófa fína eftirréttinn þinn en viti menn lögurinn vill bara ekki þykkna. Er einhver sérstakur galdur með þetta??????? notaði að vísu Lambrusko þar sem það er ekki svo dýrt en kannski ekki það rétta, hvað notar þú? Er í því að prófa réttina svo ég viti hvað ég er að gera!!! Er t.d. hætt við heimagerði bernaissósuna og ætla að hafa kryddaða sveppasósu í staðinn!!! það borgar sig að prófa fyrst!!!
  Þú verður nú að hafa samband þegar þú kemur næst og ég býð þér hér með í mat og að sjálfsögðu í gott rauðvín. Það væri frábært að fá tips frá þér varðandi eftirréttinn (jarðaber og rauðvín). Góðan bata mín kæra.
  KV:OÞ

   
 • At 14/2/08 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gleyndi að taka fram að hér er verið að prófa fordrykki og okkur finnst það bara ekkert leiðinlegt!
  KV:OÞ

   
 • At 14/2/08 10:26 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  Oddný, held að Lambrusco gangi ekki því það er gos í því rauðvíni:/ ég notað cato negro sem kostar um þúsundkallinn og það heppnaðist mjög vel. Þú skalt láta lögin malla í svona 20 - 30 mín og kæla svo og þá sérðu að hann þykknar. Vona að þetta heppnist núna ef þú notar aðra tegund.

  mmmm..fordrykkir.....væri alveg til í einn svoeliðis núna:O)

   
 • At 14/2/08 10:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Verð að segja þér að við prófuðum þennan eftirrétt bara núna með ís og þunnri sósu! og þetta er æði. Ég fer að þínum ráðum og nota cato negro, ég sauð þetta heldur ekki svona lengi! Maðurinn minn er alla vega alveg á því að þetta verði eftirrétturinn því þetta sé svo mikið ég, hvað sem hann meinar með því? (sennilega rauðvínið!!!)
  Vildi að þú værir hérna til þess að prófa fordrykkina með mér en við endum í tilbúnum drykk sem er frá Bava (Ítalía) og kostar bara kr. 990,- í Vínbúðinni (rauður á lit s.s. berjadrykkur). Prófuðum portvín og freyðivín, mér fannst það gott en manninum mínum ekki svo það tilbúna verður fyrir valinu.
  Önnur spurning, lætur þú jarðaberin útí sósuna áður en þú kælir hana? :)

   
 • At 14/2/08 11:58 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  nei ekkert endilega, ég helli henni yfir rjómann. það er eitthvað svo lekkert hehe...og flott fyrir augað sérstaklega ef þetta er borið fram í glærum skálum á fæti t.d.
  Gott að þetta er svona ÞÚ..... og féll í kramið því þetta er besti eftirréttur sem ég hef hingað til smakkað.
  Góða skemmtun og bon apetite.

   

Skrifa ummæli

<< Home