Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, janúar 27, 2008

Sinfó og sólarballið

Lítill tími fyrir blogg þessa dagana .

En samkvæmt mogganum er á Ísafirði stundað undravert tónistarlíf og get ég tekið heilshugar undir það. Heimsókn sinfóníunnar var í alla staði hin ánægjulegasta og verður að segjast að hljómsveitin sló í gegn hjá grunnskólabörnunum. Hún flutti verk er öll tengjast veðrinu og kynnti ég verkin inn á milli ásamt því að bregða á leik með regnhlíf undir regndropum sem krakkarnir framkölluðu með því að skella í góm og klappa með fingrunum. Við vorum spurð að því hvað við gæfum börnunum okkar í morgunmat því þau þóttu óvenju stilltir tónleikagestir.

Hátíðrtónleikarnir var svo hápunkturinn og var hinn 100 manna hátíðarkór í banastuði í Gloríunni eftir Poulenc. Fyrir áhugasama bendi ég á umfjöllun í morgunblaðinu í gær, laugardag.

Stóra ballið var í gærkveldi þegar við fögnum komu sólar, bökum pönnukökur og borðum af bestu lyst. Klædd í mitt fínasta púss og ,nota bene, í rauðu skónum dansaði ég af mér tærnar og er með stóran marbett á ristinni eftir pinnahæl ónefndrar frúr hér í bæ. Ballið var haldið í Edinborgarhúsinu hinu nýuppgerða menningarhúsi okkar Ísfirðinga og var það kærkomin tilbreyting frá þreytta félagsheimilinu sem er farið að muna sinn fífil fegri.

Dagurinn í dag er því letidagur, hinn fyrsti , í langan langan tíma. Ég drekk kaffi í góðum félagsskap og finnst lífið gott.

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home