Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Í upphafi nýs árs

Nýtt ár byrjar afskaplega vel fyrir utan að kreditkortið mitt gufaði upp.

Á gamlárskvöld dansaði ég inn í nýja árið í góðra vina hópi þrátt fyrir brjálað rok og rigningu.
Svei mér þá en ég var enn södd klukkan fjögur um nóttina eftir máltíð kvöldsins sem snillingurinn hún móðir mín hafði eldað. Tvíreykt rauðvínslegið hangikjet með piparrótarsósu og melónu í forrétt og rauðvín, kalkúnn með fyllingum og alles í aðalrétt og Gsm rauðvínið frá Lehmann, og flamberaðir ávextir með Grandi í eftirrétt sem ég átti svo heiðurinn af.


Ég er á leið til Köben núna eftir 3 daga í skólann og þá hefst annað árið mitt í þessu námi. Mér finnst tíminn hafa flogið áfram og þetta fyrsta ár líka. Verkefnin verða meira krefjandi, mikil kennslufræði og sálfræði ásamt fjörugum umræðum um söngtækni og annarskonar nördaskap.
Svo fékk ég skemmtilegt verkefni á vegum Sinfóníunnar sem ég hlakka til að takast á við.

Hef svo líka verið að hugsa um árið sem er liðið. Margt flýgur í gegnum kollinn og fyrst og fremst er ég glöð yfir hversu vel það hefur gengið að koma sér aftur á réttan kjöl. Finna sig aftur og njóta þess að takast á við dagana. Stundum vaknar maður auðvita og langar ekkert annað en að snúa sér á hina hliðina og láta daginn líða sem hljóðlegast hjá. En þeir verða alltaf færri og færri.
Og nú þegar maður hefur hvílt sig og hlaðið batteríin á ný þá finnst manni allir vegir færir.

Mér tekst ekki að taka niður jólaskrautið áður en ég fer en það hangir þá bara uppi einni vikur lengur en venjulega - og hver tekur svo sem eftir því. Eina sem ég má bara ekki gleyma er að henda ruslinu því það er ekki gaman skal ég segja ykkur að koma heim eftir viku, opna hurðina inn í íbúðina og finna fnykinn koma á móti sér. Alla malla maður minn, læt það ekki koma fyrir aftur. O , nei.

9 Comments:

  • At 4/1/08 8:04 f.h., Blogger Kristín said…

    Get staðfest það síðasta.
    Annars vil ég bara hrósa þér fyrir dugnaðinn, ekkert smá að vera mamma, kórstjóri, frílansari OG í námi í öðru landi. Bravó.

     
  • At 4/1/08 8:58 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    ...uhh... takk Kristín:)

     
  • At 4/1/08 11:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sinfóníuverkefni, spennandi! Fyrir vestan eða hér í bænum?

     
  • At 4/1/08 4:11 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Núnú, hvenær ertu á ferð? Hér er uppbúið rúm í gestaherbergi eftir síðustu gesti.

     
  • At 4/1/08 4:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    dáist að þér Syngibjörg, þú tekur þetta með stæl:)

     
  • At 5/1/08 8:36 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sinfóníuverkefnið er fyrir vestan, hljómsveitin kemur núna í janúar og ég var beðin um að vera kynnir á 3ur skólatónleikum og syngja:)

     
  • At 5/1/08 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Glæsilegt.. gangi þér vel og passaðu sjálfa þig. Gulla Hestnes

     
  • At 5/1/08 11:29 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Þú ert met, dugleg, góð fyrirmynd og drífandi. Gangi þér vel með allt og gleðilegt ár.

     
  • At 6/1/08 6:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með þetta allt kæra vinkona, ekki að spyrja að dugnaðinum í þér. Leitt að hitta þig ekki í þessari ferð en ég er á förum til Lon og don n.k.fimmtudag strax eftir kennslu og ætla að slappa pínu af þar ásamt því að kíkja í búðir, kem til baka mánudaginn eftir, ert þú þá kannski enn í bænum?
    Gangi þér allt í haginn á nýju ári.
    Kveðja,

     

Skrifa ummæli

<< Home