Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 14, 2007

Piparkökubakstur Skógarbúa

Dásamlegi piparkökuilmurinn er kominn í eldhúsið mitt hér á Skógarbrautinni. Eftir kvöldmat hófumst við handa við að fletja út og þrýsta mótunum ofan í deigið. Í spilaranum var jóladiskur Borgardætra, uppáhaldsdiskur Brynju Sólrúnar, og hver platan af annari fór inn í ofninn. Hlynur Ingi vandaði sig mjög mikið og var kominn upp á lag með að flytja bjöllur og jólasveina yfir á plötuna án þess að allt slitnaði í sundur. Á morgun eftir að börnin hafa spilað á tónleikum er ætlunin að skreyta kökurnar. Verst er að myndavélin finnst ekki. Hélt hún hefði orðið eftir úti í Köben en það reyndist víst ekki. Svo eiginlega er ég búin að týna henni, sem er algjör bömmer því hún var keypt í sumar. Ætli maður sé tryggður fyrir svona?

Mörg myndefni urðu til við baksturinn en þetta verður þá bara geymt í minningunni.
En þessi mynd hér var tekin í fyrra og sjást þær frænkur Kolfinna (t.v) og Brynja Sólrún (t.h.)
móta kökur og flytja þær yfir á plötuna.



7 Comments:

  • At 15/12/07 3:43 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Þetta hef ég aldrei gert en stefni að því þegar Eyjólfur er orðinn aðeins eldri og getur setið lengur við.
    Það er örugglega gaman að standa í þessu.
    Hafðu það gott, Svanfríður

     
  • At 15/12/07 1:16 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Æji, ég er svo lítið jólabarn - nenni ekki að standa í svona piparkökustússi. Ætla samt að sjá til í vikunni..

     
  • At 15/12/07 5:49 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Svanfríður og Meðal....þetta er eitt af því sem ég sleppi aldrei þó það sé brjálað að gera hjá mér í desmeber. ALgerlega ómissandi því það skapast einhver stemming sem er svo skemmtileg.
    Svo Svanfríður þú getur byrjað að láta þér hlakka til:O)

     
  • At 15/12/07 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mmm...piparkökuilmur... óviðjafnanlega jólalegt, alveg sammála þér Syngibjörg með það:)

     
  • At 15/12/07 10:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    rosalega var hún Hrund Ósk æðisleg í kvöld og dúndurflott lag.. verst að þessir dómarabjálfar skyldu tala svona upp þetta teknóbull.. hún hefði bókað farið áfram ef ekki hefði verið þessi tilraun til heilaþvottar ;)

     
  • At 15/12/07 10:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég finn ljúfan ilminn alla leið á Hornafjörð. Gangi ykkur vel, Gulla Hestnes

     
  • At 16/12/07 2:15 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk væla og algerlega sammála þér.

     

Skrifa ummæli

<< Home