Piparkökubakstur Skógarbúa
Dásamlegi piparkökuilmurinn er kominn í eldhúsið mitt hér á Skógarbrautinni. Eftir kvöldmat hófumst við handa við að fletja út og þrýsta mótunum ofan í deigið. Í spilaranum var jóladiskur Borgardætra, uppáhaldsdiskur Brynju Sólrúnar, og hver platan af annari fór inn í ofninn. Hlynur Ingi vandaði sig mjög mikið og var kominn upp á lag með að flytja bjöllur og jólasveina yfir á plötuna án þess að allt slitnaði í sundur. Á morgun eftir að börnin hafa spilað á tónleikum er ætlunin að skreyta kökurnar. Verst er að myndavélin finnst ekki. Hélt hún hefði orðið eftir úti í Köben en það reyndist víst ekki. Svo eiginlega er ég búin að týna henni, sem er algjör bömmer því hún var keypt í sumar. Ætli maður sé tryggður fyrir svona?
Mörg myndefni urðu til við baksturinn en þetta verður þá bara geymt í minningunni.
En þessi mynd hér var tekin í fyrra og sjást þær frænkur Kolfinna (t.v) og Brynja Sólrún (t.h.)
móta kökur og flytja þær yfir á plötuna.

7 Comments:
At 15/12/07 3:43 f.h.,
Ameríkufari segir fréttir said…
Þetta hef ég aldrei gert en stefni að því þegar Eyjólfur er orðinn aðeins eldri og getur setið lengur við.
Það er örugglega gaman að standa í þessu.
Hafðu það gott, Svanfríður
At 15/12/07 1:16 e.h.,
Meðalmaðurinn said…
Æji, ég er svo lítið jólabarn - nenni ekki að standa í svona piparkökustússi. Ætla samt að sjá til í vikunni..
At 15/12/07 5:49 e.h.,
Syngibjörg said…
Svanfríður og Meðal....þetta er eitt af því sem ég sleppi aldrei þó það sé brjálað að gera hjá mér í desmeber. ALgerlega ómissandi því það skapast einhver stemming sem er svo skemmtileg.
Svo Svanfríður þú getur byrjað að láta þér hlakka til:O)
At 15/12/07 6:13 e.h.,
Nafnlaus said…
mmm...piparkökuilmur... óviðjafnanlega jólalegt, alveg sammála þér Syngibjörg með það:)
At 15/12/07 10:18 e.h.,
Nafnlaus said…
rosalega var hún Hrund Ósk æðisleg í kvöld og dúndurflott lag.. verst að þessir dómarabjálfar skyldu tala svona upp þetta teknóbull.. hún hefði bókað farið áfram ef ekki hefði verið þessi tilraun til heilaþvottar ;)
At 15/12/07 10:51 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég finn ljúfan ilminn alla leið á Hornafjörð. Gangi ykkur vel, Gulla Hestnes
At 16/12/07 2:15 e.h.,
Syngibjörg said…
Takk væla og algerlega sammála þér.
Skrifa ummæli
<< Home