Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Jólin, hefðin og nýjir siðir


Búin að fylla svona jóladagatalsflösku af púrtvíni,
skála í svona litlum staupum fyrir aðventunni og búa til aðventukrans.

Jólin verða með öðrum hætti en undanfarin ár og kemur það til vegna fjarveru barnanna. Það er staðreynd sem hefur reynst mér erfið að horfast í augu við og er ég að reyna að finna út hvernig maður á eiginlega að halda jól án barnanna sinna. Sumir hafa bent mér á að þarna gefist mér nægur tími til að slaka á , lesa í góðum bókum og eiga tíma fyrir mig. En eru jólin rétti tíminn til þess? að eiga tíma fyrir sig þegar manni langar mest af öllu að hafa fjölskylduna sína hjá sér. Finnst sú tilhugsun að koma í auða íbúð á aðfangadagskvöld óbærileg. Og svo sækja á mann allskonar spurningar um hvort ég eigi að hafa jólastund með þeim dagana á undan þar sem við opnum pakka frá hvort öðru og ég heyri Snáðann minn lesa utan á jólapakkana. Eða hvort ég eigi að senda þau með þá suður. Já og ég þarf víst að finna annan dag til að skreyta jólatréð því hefð hefur skapast fyrir því að það sé gert á þorláksmessu en þau verða ekki hér þá. Og það er eiginlega dáldið merkilegt að upplifa þetta allt saman því jólin eru ein stór hefð hjá hverjum og einum. Öll höfum við okkar siði og venjur, annaðhvort sem við tökum með okkur úr föðurhúsum eða þá þær sem við höfum skapað okkur sjálf eftir að við fórum að halda jól. Og hver hefur sinn háttinn á sem er jafn mikilvægur hverjum og einum. Og jólin koma til mín það veit ég vel, ég þarf hinsvegar að reyna að taka á móti þeim og njóta þeirra. Það er verkefni sem ég veit ekki enn hvernig ég leysi.

14 Comments:

  • At 4/12/07 7:00 f.h., Blogger Kristín said…

    Ég myndi halda ykkar jólastund á undan eða eftir. Ekki spurning. Svo myndi ég koma mér í gistingu á jólanótt, sammála því að það yrði erfitt að vera ein þá.

     
  • At 4/12/07 8:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Finn til með þér.
    Er í svipuðum sporum sjálfur í fyrsta sinn. Ég ætla að hafa litlu jól með mínum.

     
  • At 4/12/07 9:19 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Þetta er bara ömurlegt, láttu mig þekkja það. Mæli með að þið skreytið jólatré og gerið allt fínt áður en þau fara - ekki gaman að gera það ein. Halda svo jól og opna pakka með þeim þegar þau koma til baka. Sjálfsagt nóg af pökkum samt á hinum staðnum. Hjá mér hefur þetta þróast þannig að það eru ansi fáar hefðir, við bara högum seglum eftir vindi og njótum þess tíma sem við eigum. Endilega hringdu ef þú vilt spjalla, þriðju stelpulausu jólin mín framundan. Vont og venst varla, en skánar með tímanum.

     
  • At 4/12/07 9:38 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk kæru bloggvinir, og Marta mín:O)

     
  • At 4/12/07 10:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Get varla sett mig í þín/ykkar spor kæru bloggarar, en finn til með ykkur. Ég vona bara að það finnist leið sem allir geta verið eins sáttir við og hægt er. Syngibjörg, haltu jól á undan og eftir, og líka þegar þau ganga í garð. Sendi góðar kveðjur og líði þér vel. Gulla Hestnes

     
  • At 4/12/07 1:11 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Endilega halda jólastund á undan eða eftir og opna pakkana með þeim held ég. Og tala við þá sem reynsluna hafa - eins og þá/þær sem hafa skrifað hérna fyrir ofan. Það held ég að hljóti að vera gott.

     
  • At 5/12/07 4:44 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Án þess ég geti sett mig í spor þín þá held ég að halda svona litlu jól eins og ht talar um, væri ekki svo vitlaust því áreiðanlega er þetta og verður erfitt og skrýtið fyrir börnin þín líka.
    Hvað sem verður þá veit ég að þú átt eftir að njóta tímans fram að jólum vel með börnunum og gefa þeim gott veganesti.

     
  • At 5/12/07 7:27 e.h., Blogger Blinda said…

    Sammála - hef sko gert þetta....

    skreyta á undan - litlu jól á eftir - og umfram allt - EKKI VERA EIN á aðfangadagskvöld. Það er bara of sárt og of skrítið.

    Fyrstu jólin var ég ein - það var algjört bull. Síðan hef ég passað að svo sé ekki.

    Núna um jólin er ég meira að segja búin að melda mig til gömlu hjónanna og veistu - það er baaaara spes.....en allt annað en að vera ein. Svo bara hafa það huggulegt saman á ykkar tíma. XXX Knús.

     
  • At 5/12/07 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég er sammála þeim sem segja EKKI vera ein á jólanótt, farðu til pabba og mömmu og ég bið að heilsa þeim. taktu svo upp pakkana þegar þau koma til baka, gaman að eiga það eftir! Gangi þér vel:-/
    gf

     
  • At 5/12/07 9:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ...altsvo þegar börnin koma til baka... ;-)
    gf

     
  • At 6/12/07 10:51 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir þetta;O)
    Ég verð hjá mömmu og pabba á aðfangadag og verð því ekki ein enda myndi þau aldrei taka það í mál. Er líka búin að ákveða að halda litlu jól áður en þau fara og taka upp pakka, en senda þau líka með lítilræði frá mér suður. Þegar þau koma til baka verður jólaboð og þá hitta þau stórfjölskylduna. Þetta er sem sagt allt að taka á sig mynd og sálartetrið að róast og venjast þessari breytingu. Gott að fá svona mörg góð ráð, hefur hjálpað mér helling að finna út úr þessu.

     
  • At 11/12/07 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Blessuð, les nú blogg þitt að nýju eftir næstum því ár! Hef átt önnur hvor jól barnlaus í 11 ár (frá því að hann var fjögurra). Svona er þetta: Litlu jól með honum fyrir jól, með nánustu. Aðfangakvöld hjá mér með einhverjum úr fjölskyldunnni (manninum núna, áður mömmu). Gisti samt alltaf heima hjá mér ein hér fyrrum. Það var bara allt í lagi. Friður og ró. Barnið á góðum stað og glatt með sitt. Sú hugsun gerir þetta frekar sársaukalaust. A.m.k. hvað mig snertir.

     
  • At 11/12/07 6:44 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    En gaman að heyra frá þér Ester:O) og takk fyrir að deila þessu með mér. Er að sjá þetta gerast, venjast því og sættast.

    Ætlar þú að byrja að blogga afur??

     
  • At 17/12/07 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Ingibjörg ! langt síðan ég hef kíkt á þig hérna á blogginu. Langaði samt aðeins að kommenta á þetta með börnin í tveimur aðskildum fjölskyldum/foreldrum. Það að skipta Jólum og áramótum er bara sanngjörn leið fyrir alla. Börnin eiga rétt á því að upplifa bæði jól og áramót hjá báðum foreldrum. Að hugsa þetta út frá rétti barnanna er ágæt leið til að sættast inn á fyrirkomulagið. Síðan er ekkert verra að vera með hefðirnar á öðrum degi en Aðfangadegi eins og margir hafa commentað á hérna að ofan.
    En gangi þér vel með að skapa þínar "nýju" hefðir.
    Bestu kveðjur
    María

     

Skrifa ummæli

<< Home