Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Klæ klæ

Er með óútskýrðan kláða og sviða ofan á þumalfingri.
Það er enginn roði eða útbrot sjáanleg en kláðinn er mikill.
Byrjaði upp úr þurru í gær.
Fullkomlega fáránlegt.

Fékk annars feitann reikning þegar ég sótti bílinn minn í gær.
Svo feitann að ég fer ekki út til Köben í skólann í desember.
Já veski einstæðu móðurinnar þolir ekki svona ágjöf rétt fyrir dýrasta mánuð ársins.

Er það ekki annars rétt hjá mér að klæi manni í lófann sé það fyrir peningum?
Ef svo er þá vona ég að kláðinn færi sig frá þumalfingri inn í lófann.
Ekki seinna en núna.

6 Comments:

  • At 21/11/07 10:31 f.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Ætli þú sért ekki með ofnæmi fyrir asnalegum fjárútlátum sem lýsa sér með kláða á fingri...

     
  • At 21/11/07 1:57 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    haha....bara ef svo væri...

     
  • At 21/11/07 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Veistu, þegar skjólborðið verður lágt koma margir óútskýrðir kvillar fram. Það er ekki einleikið t.d. hve oft kennarar vekjast þegar þeir fá frí. Hefurðu tekið eftir því? Farðu eins vel með þig og hægt er. Gulla Hestnes

     
  • At 21/11/07 10:06 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Gulla mín, er alveg á fullu að hvíla mig:O)
    og jú ég hef tekið eftir þessu með kennara og hef oft lent í því sjálf og svo verður maður alltaf jafn hissa.Duló...

     
  • At 21/11/07 10:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað segir þú, ferð þú ekki til Köben, kemur þú þá ekki heldur í bæinn og í mat 7.des.???????????
    Hitti Möggu við vorum að syngja báðar með Langholtinu og hún ætlar að koma líka!
    Láttu mig heyra frá þér vinkona góð.
    Vonandi færist kláðinn í lófann því það er miklu heillavænlegra fyrir alla.
    KV:OÞ

     
  • At 21/11/07 10:40 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já Oddný mín þetta er víst bláköld staðreynd. Þið komið kanski bara til mín í staðinn ??????

     

Skrifa ummæli

<< Home