Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, nóvember 03, 2007

Ég segi ekki (draum) farir mínar sléttar

Mig dreymdi í nótt að ég væri að rífast við minn fyrrverandi.
Rifrildið stóð um tvær mublur.
Ég var alveg harðákveðin í að fá hvíta stofuskápinn en hann uppástóð að hann ætti að koma í sinn hlut ég gæti tekið þennan með brotnu rúðunni.
Ó nei góði öskraði ég og stóð alveg á öndinni af reiði.
Þú treður honum sko ekkert upp á mig því það varst þú sem braust rúðuna.
Og út strunsaði ég yfir í eldhúsið til að klæða mig í appelsínugula blússu utan yfir topp í sama lit.

Í gamni fór ég inn á draumur.is til að lesa hvað það þýðir að dreyma rifrildi og appelsínugulan lit.

Um reiði má lesa eftirfarandi:

Að vera reiður við einhvern í draumi er öruggt merki um að sá hinn sami er tryggasti vinur þinn. Ef einhver skammar þig er trúlegt að upp komi ófriður á heimilinu og má taka þetta sem ábendingu um að gæta tungu þinnar svo ekki hljótist leiðindi af. Að dreyma að maður reiðist ofsalega en geti haldið reiði sinni í skefjum er fyrir upphefð og álitsauka. En ef reiðin brýst út er það ekki góðs viti og getur bent til þess að þú byrgir inni óánægju í vökunni. Sumir ráða skapofsadrauma þannig að þá sé dreymandi að fá útrás sem hann fái ekki í vöku og séu þeir af hinu góða.

Um appelsínugult segja þeir þetta:

Appelsínugult er alvarleg viðvörun - þú ert á mikilvægum tímamótum - taktu bæði verðurfréttir og staðarákvörðun áður en lengra er haldið. Þarftu ekki hjálp við hvoru tveggja?

Mér finnst þetta alveg hryllilega fyndið því samkvæmt þessu er minn fyrrverandi minn tryggasti vinur. Máltækið "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" átti við mig fyrir bráðum 2ur árum, en sem betur fer ekki lengur. Svo ekki er nú mikið mark takandi á þessu.

Jæja þá er það hin skýringin.

Og ég spyr mig; Syngibjörg, ertu með mikla innbyrgða reiði??
Og eftir dálitla hugsun þá er þeirri spurningu svarað neitandi því reiðin er eiginlega horfin.
En vel má vera að inni í mér sé enn reiði sem hefur þurft að fá útrás og þá er nú barasta ágætt að láta gossa í draumi. Það særir allavega engann á meðan.

Hitt er mér aðeins meiri ráðgáta, appelsínuguli liturinn.

Hvar á ég að leyta hjálpar? á veðurstofunni kannski HA!!!!!!!
Eða þarf ég að fjárfesta í áttavita.

Ég er boðin í hús í kvöld til að spila og veit ekki til þess að ég sé neitt að leggjast í önnur ferðalög en á milli húsa.

En kannski/sennilega er þetta vísbending um hið innra; sálina.
Aumingjans sálin.
Sem er með svo mörg ör.
En eru á fuuuuulllllluuuu að gróa.
Ég þarf nefnilega ekki plástur lengur.
Hætt að blæða.

Jíbbíkóla -------fyrir því.

6 Comments:

  • At 3/11/07 7:17 e.h., Blogger Elísabet said…

    hmmm...athyglisverður draumur. held þetta sé bara eðlileg útrás, einhvers staðar verður maður að fá að æpa og vera ofsareiður...án þess að brjóta allt og bramla í alvörunni.

    og fyrir mér er appelsínugulur mjög góður, bjartur og kraftmikill litur.

     
  • At 3/11/07 11:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hurra for Severin....lesist og syngist á norsku! Draumar eru.. ég veit ekki...en ég tek hundinn og þú dollarana og pundin. Sálin í þér er greinilega góð. Kveðja úr hornfirskri draumaró.

     
  • At 4/11/07 10:25 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Gott að plásturinn sé farinn. Maður er líka fallegri án hans:)

     
  • At 6/11/07 1:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Appelsínugulur er frumkvöðlalitur og merki um sköpunarkraft og hugmyndaauðgi. ;-)

    -anna.is

     
  • At 6/11/07 7:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dream on segi ég nú bara.

    bið að heilsa westur... Giovanna

     
  • At 7/11/07 10:59 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Svíf um á appelsínugulu draumaskýí:)

     

Skrifa ummæli

<< Home