Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, október 20, 2007

Blóðugur saumur með einnota hönskum

Við mæðgur tókum slátur í dag.

Fimm slátur.

Ég sat á Engjavegi 26 með einnota hanska og sumaði úttroðnar vambir af blóðmör og lifur.

Og núna í kvöld er veisla.

Sláturveilsa.

Var samt að spá hvort einhver hafi prófað að drekka rauðvín með slátri?
og þá hvaða tegund?

Krumpast einhvernvegin í framan við tilhugsunina því þetta getur varla átt saman:
rauðvín og slátur.


Eða hvað???

8 Comments:

  • At 20/10/07 8:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Af hverju ekki rauðvín og slátur? Enginn skal segja mér að það sé ekki hollt. Að drekka kalt kryddað hvítvín með vel kæstri skötu og tólg er unaður, en hljómar kannski ekki vel. Eins er það með rauðvín og slátur. Láttu á það reyna og deildu svo fréttunum.Skál úr Hornafirðinum!

     
  • At 20/10/07 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er vont en það venst...örugglega?

     
  • At 21/10/07 2:43 f.h., Blogger Fríða said…

    ég alveg elska rauðvín með lifrarpylsu og ímynda mér að það sé jafn rétt og gæsalifur og franskt rauðvín saman. En ég er líklega frekar blóðlítil og þarf þessvegna á járninu að halda, en samt... þetta passar saman, ég fer ekki ofan af því

     
  • At 21/10/07 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Rauðvín passar með öllu. Líka anda- eða gæsalifur þó að "reglurnar" segi reyndar að drekka eigi sætt hvítvín með slíku góðgæti.
    Ég er viss um að t.d. sterkt (um 12,5 eða 13 prósent) Cotes du Rhone geti verið dásamlegt með slátri.

     
  • At 21/10/07 12:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    eitthvað kraftmikið Shiraz, þó það sé kannski fullseint fyrir þessa veislu.

     
  • At 21/10/07 12:50 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir þessar tillögur stúlkur mínar, hef þetta í huga næst þegar ég borða slátur og næsta víst að ég prufi það bara.

     
  • At 21/10/07 2:33 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Það er aldeilis myndarskapur!

     
  • At 21/10/07 7:33 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Man síðast eftir mér að sauma vambir á Engjavegi 26 með stórfjölskyldunni. Annað hvort hef ég ekki verið með í sláturgerð síðan, eða þetta var svona eftirminnilegur saumaskapur. En ekki hef ég saknað þess, svo mikið er víst!

     

Skrifa ummæli

<< Home