Allar tillögur vel þegnar
Getur einhver sagt mér afhverju ég er alltaf svona þreytt.
Sko, ég tek vítamín og omega3 á hverjum degi, er frekar í hollari kantinum í mataræðinu,
hreyfi mig reglulega og fer ekkert svo seint að sofa.
Er samt alveg að leka niður í klofið á mér á daginn og er svo uppgefin þegar ég kem heim.
Hvað er ég að gera vitlaust?
Er þetta kannski afleiðing stöðunnar sem einstæð móðir hefur í för með sér?
Enginn sem deilir ábyrgðinni með manni.
Eða er ég bara að verða gömul.
Já, ég velti þessu fyrir mér því allur helv. veturinn er framundan.
Held að haustið hafi tekið sér bólfestu kerfinu hjá mér, og hagar sér ótuktarlega.
Og hvað skal til bragðs taka?
Gleypa meira vítamín eða vera duglegri að drekka rauðvín?
Sko, ég tek vítamín og omega3 á hverjum degi, er frekar í hollari kantinum í mataræðinu,
hreyfi mig reglulega og fer ekkert svo seint að sofa.
Er samt alveg að leka niður í klofið á mér á daginn og er svo uppgefin þegar ég kem heim.
Hvað er ég að gera vitlaust?
Er þetta kannski afleiðing stöðunnar sem einstæð móðir hefur í för með sér?
Enginn sem deilir ábyrgðinni með manni.
Eða er ég bara að verða gömul.
Já, ég velti þessu fyrir mér því allur helv. veturinn er framundan.
Held að haustið hafi tekið sér bólfestu kerfinu hjá mér, og hagar sér ótuktarlega.
Og hvað skal til bragðs taka?
Gleypa meira vítamín eða vera duglegri að drekka rauðvín?
15 Comments:
At 26/9/07 10:52 f.h., Nafnlaus said…
Hugsanlega gæti þig vantað járn??
Annars líst mér vel á hugmyndina með rauðvínið ;)
At 26/9/07 11:03 f.h., Syngibjörg said…
já er ekki járn í rauðvíni?
At 26/9/07 11:07 f.h., Nafnlaus said…
Hugsanlega eitthvað með blóðþrýsting að gera, ætti að vera auðvelt að komast að því. Kveðja. Guðlaug Hestnes
At 26/9/07 11:23 f.h., Nafnlaus said…
ráðlegg þér að fara til læknis Syngibjörg, ertu búin að því?
At 26/9/07 11:29 f.h., Nafnlaus said…
Veistu, ég er búin að vera svona lengi lengi, en nennti samt ómögulega til læknsi til að heyra að ég væri bara að væla.
Nú er ég farin að taka mjólkurþistil, sem er lifrarstyrkjandi og tek líka vítamínblöndu. Og ég er ný manneskja. Hef mun meiri kraft og er kátari.
Ég segist taka mjólkurþistilinn til að geta drukkið meira og það skal játast að ég drekk áreiðanlega yfir meðallagi mikið af rauðvíni.
At 26/9/07 11:51 f.h., Blinda said…
Langvarandi þreyta og slen er ekki eðlilegt ástand - sér í lagi ef þú ert almennt að hvílast og hugsa vel um þig. Ef þú hins vegar ert bara að "sofa" en ekki hvílast - getur það orsakað síþreytu, eða eitthvað þaðan af verra. Ég er sammála baun - kíktu í læknisskoðun ;-)
At 26/9/07 5:03 e.h., Nafnlaus said…
jú, ég held einmitt að rauðvín c járnríkt ;) Annars er heldur ekkert vitlaust að kíkja til læknis, þ.e. ef þú hefur aðgang að soleis þarna fyrir Westan (varstu ekki einhvern tímann að tala um að það væri skortur á læknum þarna?)
At 26/9/07 5:25 e.h., Nafnlaus said…
Hæ,
ég hef engin ráð við þessu, en ég mæli samt með að þú prófir franska súkkulaðiköku! Það afþreytir þig ekki... en er samt afar bragðgott :)
Ég vildi bara láta þig vita að ég kem að öllum líkindum til Ísó á mánudaginn og verð í fimm daga. Kannski rekst ég á þig?
At 26/9/07 8:23 e.h., Meðalmaðurinn said…
Hringdu bara í Kolbrúnu grasalækni og pantaðu tíma, það er um tveggja mánaða biðtími hjá henni. Hún gerir kraftaverk stelpan, ekkert minna! (sofðu bara þangaðtil ;))
At 26/9/07 10:03 e.h., Syngibjörg said…
ég þakka kærlega fyrir þessar ráðleggingar og hef ákveðið að bæta við járnbúskapinn áður en ég fer og læt háæruverðuga menn/konu krukka í mig.
Hér eru jú einhverjir enn sem gefa sig út fyrir að vera læknar, þó sérfræðinga á ýmsum sviðum sé ábótavant.
Kolla grasa kemur líka sterk inn.
At 26/9/07 10:52 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Tékk á ,,blóðhagi" og B12 getur ekki skaðað og svo er gott að hreyfa sig hæfilega þrátt fyrir þreytu - það laga hana smá þó ótrúlegt sé.
At 27/9/07 9:27 f.h., Hlínza said…
Hææ krúsí.
Langaði til að kasta til þín kveðju og knúsi (og læknisráði). Ég kíki alltaf reglulega hingað til að sjá fréttir af þér. Sakna þín ennþá gríðarlega mikið þótt það sé langt síðan þú varst hjá okkur hihi. Án efa einn besti kennari sem ég hef haft :)
Langaði líka til að deila með þér reynslusögu mína. Ég hef nefnilega líka upplifað svona tímabil þar sem ég var að örmagnast úr þreytu eftir vinnudaginn. Ég borða hollt, fer snemma að sofa, hreyfi mig reglulega og passa streituna. Ég fór til læknis, það var engin hjálp, fékk engin ráð, bara ég væri að mikla þetta fyrir mér. Ég fór þá til nokkra vinkonur mömmu sem eru svona "galdrakonur" hihi og þær sögðu að svona þreyta tengdist yfirleitt lifrinni, hún sé ekki að hreinsa nógu vel út. Fékk einhverjar "remódíur", eitthvað te sem var hræðilega vont á bragðið og fór í eins konar orku hreinsun. Ótrúlegt nokk þá hvarf þessi mikla þreyta. Ég veit að menn trúa mismikið á svona óhefbundnar leiðir, en þetta virkaði allavega fyrir mig. Vona þetta komi þér að einhverju gagni.
Stórt knús, hafðu það sem allra best
Kkv. Hlín (sópran úr filharmoníunni)
At 27/9/07 9:49 f.h., Syngibjörg said…
Elsku Hlín; mikið er gaman að fá frá þér kveðju og þessi fínu ráð. Hef nefnilega líka notað óhefðbundnar leiðir, höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð, remedíur, og hvað þetta heitir nú allt saman og eins og þú með góðum árangri. Ég verð í Rvk þegar kórinn er með Kletzmer tónleikana og er búin að melda mig á tónleikana í gegnum Helgu í altinum. Ert þú ekki að syngja ennþá með kórnum annars? Hlakka til að hitta ykkur.
kv.
Harpa: Það er alveg satt, og maður hressist alltaf við hreyfinguna þó það sé stundum svo erfitt að koma sér af stað;)
At 28/9/07 11:07 f.h., Hlínza said…
ohh æðislegt. Jú ég er sko ennþá með og mun vera í fremstu röð eins og vanalega og lauma til þín augnblínki ;o)
Hlakka til að sjá þig. Knús Knús.
At 2/10/07 6:00 f.h., Nafnlaus said…
Sko! Mjólkurþistillinn örvar einmitt lifrina. Til í töfluformi í Heilsuhúsinu og Yggdrasill og er ekkert vont á bragðið. Svínvirkar á mig.
Skrifa ummæli
<< Home