Eftir hamskiptin
Eins og sjá má á myndunum þá búið að taka mikið til.
Enda tók þetta mig heilan dag og fram á kvöld.
Þessi hilla var algerlega skipulögð upp á nýtt og myndir hengdar upp á vegg.
Þessi tók slíkum stakkaskiptum að ég eiginlega trúi því ekki núna að þetta hafi litið svona illa út. Öll ljósritin í haugnum eru núna komin inn í möppurnar.
Vinnuaðstaða Syngibjargar er núna eins og best verður á kosið. Enda er allt komið á sinn stað og hægt að setjast niður í herbeginu án þess að finnst maður vera að kafna í drasli.
Ps.
Blómakona;
ef þú skoðar myndina efst til vinstri sérðu möppur. Ég setti hvert lag í plastvasa og merkti svo möppurnar tilheyrandi flokki. ss. aríur, ljóðatónlist o.s. frv. Mjög hentugt að hafa hvert lag í plastvasa því þau geymast betur þannig og líka betra að fletta þeim í gegn.
Get ekki orða bundist yfir auglýsingunni frá FL Group. fff fortissimo þýðir mjög, mjög sterkt en ekki mjög,mjög hátt. Hálfvitar... þvuhhhh........ lágmark ef nota á svona orð í auglýsingu að þá sé rétt farið með þýðingu þeirra.
Og hvernig á ég að fara að því að eyða þessu mikla plássi sem er hér fyrir neðan??
6 Comments:
At 9/9/07 5:10 e.h., Nafnlaus said…
Glæsilegt!! :-)
At 9/9/07 5:20 e.h., Nafnlaus said…
Ja mikið helv... ertu búin að vera dugleg! Ég er með öll sönglög og kórnótur flokkaðar, en er í stökustu vandræðum með allar undirleiksnóturnar. Þær eru svo misstórar. Sá alveg superkassa í skjalasafninu hér, og sýnist að ég gæti notað svoleiðis gripi. Nú er bara að halda skipulaginu, til lukku. Guðlaug Hestnes. Ps. fff... hátt? Hvurslags bjánar eru þetta!
At 9/9/07 7:02 e.h., Nafnlaus said…
Ferð inn á "edit post" og smellir á "edit html" flipan annar til hægri fyrir ofan skriftarsvæðið. Ferð niður síðuna og eyðir neðst á síðunni "div/div" skipunum. Ekkert mál.
At 9/9/07 7:35 e.h., Nafnlaus said…
Vá hvað þetta er fínt og vá hvað þú ert búin að vera dugleg. Oh, það er svo gaman að taka svona til hendinni!
At 10/9/07 12:54 e.h., Ameríkufari segir fréttir said…
er þá ppp mjög lágt:)?
At 10/9/07 5:29 e.h., Syngibjörg said…
Nákvæmlega það sem ég hugsaði híhí
Skrifa ummæli
<< Home