Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júlí 30, 2007

Varið ykkur á mjaðmahnykknum

Nú er mér alveg hætt að lítast á blikuna.
Það rekur hvert ólukkans ástandið á eftir öðru á fjörur mínar.
Í morgun vaknaði ég með hálsbólgu og svo fékk ég beinverki í dag.
Og Kanarí er á morgun.
Ég er nú eiginlega sammála sjálfri mér að þetta sé óviðunandi.
Fór í framhaldi af því að velti því fyrir mér hvort það sé heilsuspillandi að dansa Latino.
Dettur ekkert annað í hug því ég var á Cultura á laugardagskvöldið og dillaði mjöðmunum eins og ég ætti lífið að leysa með mönnum sem kunna sko að dansa.
Hingað til hefur dans virkað þannig á mig að ég verð öll mýkri í mjöðmunum og sinnið verður svo miklu miklu glaðara. En eitthvað fór þetta á annan veg þarna um kvöldið fyrst ástand frúarinnar er svona í dag.
Ég hef hellt í mig fullt af heilsutei, tekið vítamínin og omega-töflurnar ásamt íbúfeni í von um að geta ferðast með góðu móti á morgun.
Shi..........................pppp og hoj.........................

5 Comments:

  • At 30/7/07 9:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æi nei! Þú nærð þessu úr þér á örskotsstundu! Og góóóóða ferð!!!

     
  • At 30/7/07 10:33 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    vonandi Guðrún mín en mér hefur nú liðið betur um dagana.

     
  • At 30/7/07 11:05 e.h., Blogger Maggi said…

    Góða ferð. Það getur varla verið slæmt að dansa Latino? Ég trúi því nú bara ekki.

     
  • At 30/7/07 11:27 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    nei Maggi ég hélt ekki en það runnu á mig tvæt grímur eftir kvöldið.

     
  • At 3/8/07 12:33 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Nei, nei, latino bara hlýtur að vera hollt. Þetta hefur verið eitthvað tilfallandi, trúi ekki öðru. Góða ferð og skemmtu þér alveg svakalega vel!

     

Skrifa ummæli

<< Home