Fuerteventura
Nú get ég farið að hlakka til. Þetta er umhverfið sem ég og börnin 3 verðum í eftir 4 vikur. Gekk frá ferðinni í dag, og fór svo með Snáðann á sýslukrifstofuna til að ganga frá vegabréfi fyrir hann. Allir eiga því vegabréf og allt klapp og klárt. Fengum meira að segja sendingu af stuttbuxum til Snáðans frá sóldýrkanda í fjölskyldunni. Sólarkrem er til, spurning um réttan factor. Ef einhver lumar á góðum ráðum varðandi sólar og rakakrem og svoleiðis væri það vel þegið því ég hef ekki áður farið í svona ferð.
Læt hér fylgja smá upplýsingar um eyjuna svona til fróðleiks og skemmtunar.
Fuerteventura er næst stærst Kanaríeyjanna og liggur hún næst Afríku í eyjaklasanum. Í raun skilur aðeins mjótt sund eyjuna frá ströndum Marokkó og Saharaeyðimörkinni. Eyðimörkin ásamt vestlægum vindum hefur í gegnum árþúsundir lagt Fuerteventura til sandstrendurnar sem eyjan er svo rík af. Sagt er að hver Kanaríeyjanna hafi sín sérkenni og á Fuerteventura eru það strendurnar. Þær teygja sig langar og breiðar í kílómetravís með fínum hvítum sandi og kristaltærum sjó og bjóða mann velkominn, stórkostlega fagrar.Endalausir afþreyingarmöguleikar eru á eyjunni: • Golf • Seglbretti • Sjóskíði • Baku vatnasleikjagarðurinn (lokaður nóv.- mars) • Dýra- og plöntugarðurinn Oasis Park • Keila • Smábátahafnir • Strandblak • Köfun • Snorklun • Tennis • Kajakar • Fuglaskoðun • Veiði • Verslun ... og fleira og fleira ............
10 Comments:
At 2/7/07 9:52 e.h., Nafnlaus said…
Góða ferð, og góða skemmtun. Ég elska sólina og fer til Spánar nærri árlega. Gott fyrir kroppinn og sálina. Farðu bara mjög varlega með ykkur í sólinni, sterk sólarvörn á línuna er það eina. Það er löngu liðin tíð að vilja koma kolsvartur heim með ljóta og sprungna húð. Mitt eftirlæti eftir kvöldbaðið er hrein og klár matarolía á þurra fótleggi! Er að fara á Spán seinna í mánuðinum, er farin að hlakka mikið til. Kveðja úr humarbænum.
At 2/7/07 11:53 e.h., Nafnlaus said…
aldeilis flott, þetta verður örugglega gaman:)
At 3/7/07 8:03 f.h., Hildigunnur said…
Pro-Derm er eina nothæfa sólarvörnin, til í hinum og þessum varnarfaktorum (finn þetta á sjálfri mér og sólarexeminu mínu).
Góða ferð og skemmtun, elskurnar...
At 3/7/07 11:28 f.h., Nafnlaus said…
Ég hef nú ekki farið í alvörunni sólarlandaferð í háa herrans tíð en þarna á síðustu öld var aðalmálið að hafa börnin í stuttermabol í sundlauginni og sjónum til að verja búkinn og þá sérstaklega axlirnar fyrir sólinni. Ég man að mér fannst alveg brjálæðislega skemmtilegt að fá að vera í fötum í sundi!
En góða ferð og góða skemmtun, ég er strax farin að bíða spennt eftir myndum.
At 3/7/07 1:33 e.h., Nafnlaus said…
Frábært að heyra, ég segi bara góða ferð en passaðu þig og börnin á sólinni!!! Við erum nýkomin frá Flórída, vorum að vísu mest heima við sundlaug (vorum með hús með einni svoleiðis)í görðum og mollum!(allt svo ódýrt í Ameríku!) Við fórum einu sinni á strönd og vorum þar í ca.2 tíma og brunnum öll!!! Vorum samt búin að vera viku í sól en sjórinn er bara svo varasamur með öllu sínu salti og endurkasti. Meira að segja var skýjað og þó nokkur vindur þennan dag svo okkur fannst ekkert sérlega heitt! var fegin að langt var að keyra svo við gátum ekki verið lengur hefði ekki beðið í okkur þá! Þegar við komum út byrjuðum við á að nota Hawaiian Tropic nr.30 svo 15 og enduðum í 8. Þetta virkaði vel á alla nema Sigrúnu mína sem fékk einhverskonar sólarexem. Allir urðu eitthvað brúnir þrátt fyrir þessa miklu vörn!
Segi aftur góða ferð og slappaðu nú vel af, ekki veitir þér af því.
At 3/7/07 1:37 e.h., Nafnlaus said…
Gleymdi einu, ekki gleyma aloavera kæligeli það er mjög gott og svo after sun mjög mikilvægt eða eitthvað gott krem í lok dagsins eftir sturtuna! Ekki gleyma að drekka og drekka og drekka.....vatn
og auðvitað eitthvað annað gott.
Enn og aftur, góða ferð!!!
At 3/7/07 2:15 e.h., Syngibjörg said…
Elskurnar mínar; takk fyrir þetta. Set kremtegundirnar á tossalistann ásamt öllum heillaráðunum:O)
At 3/7/07 8:20 e.h., Nafnlaus said…
góða ferð :) mín reynsla (með mína viðkvæmu húð) er að maður verður jafn brúnn þó maður noti sólarvörn og sleppur við að brenna ;)
At 4/7/07 1:58 f.h., Gróa said…
Við Harpa mín notuðum sólarvörn 15 frá bara Nivea held ég , svona sprey. Það dugði alveg til og við brunnum sama og ekkert. En við vorum heldur ekki á hverjum degi fyrri vikuna á ströndinni.
Svo ég tek undir með hinum ........notiði góða vörn sem situr á húðinni þótt farið sé í vatn.
Og aloe vera gelið græna er fínt eftir sturtuna á kvöldin.
Og ljósa rakakremið frá Bananaboat er æðislegt að bera á sig lengi eftir að maður kemur heim.
Ég sé ykkur nú vonandi áður en þið farið :) :) :)
Bestu kveðjur.
At 11/7/07 12:19 f.h., Harpa Jónsdóttir said…
Tek undir þetta með bolina og vörnina - Vichi nr 50 er líka verulega góð fyrir þá sem eru mjög viðkvæmir.
Endilega nota derhúfur og sólhatta, það er vont að brenna á "skallanum" og svo er mikil hvíld fyrir augun og höfuðið að vera í smá skugga.
Góða skemmtun!
Skrifa ummæli
<< Home