Ég er komin heim.......
............í heiðardalinn, komin heim með slitna skó.........
Mikið var gott að leggjast á kodann sinn um miðnætti í gær eftir 5 tíma akstur frá Reykjavík. Hef reyndar ekki lagt saman kólómetrana sem ég hef lagt að baki síðustu viku en þeir eru þó nokkrir. Mývatnssveit var yndisleg í alla staði nema þá kannski flugan sem var í hámarki en hefur ekki verið svona mikil og svona langt frá vatninu í mörg ár, sagði mér fróður eldri herra maður. Kórinn minn átti frábæra daga og hlaut mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Það hafði ríkt dálítill kvíði í hópnum fyrir ferðina því kórinn er bara 9 mánaða gamall og þær vissu ekkert hvar þær stóðu svona miðað við aðra kvennakóra sem tóku þátt í mótinu og voru eiginlega vissar um að þær væru lélegastar. En annað kom í ljós og allar fóru þær sælar og glaðar heim af mótinu reynslunni ríkari. Ég brunaði beint á Laugarvatn á kennaranámskeið eftir mótið og var þar í slíkri rjómablíðu að axlir og bringa þoldu sólina ekkert sérlega vel og urðu svona í rauðara lagi. Einhvernveginn hafði maður ekki gert ráð fyrir að sólin færi að sperra sig og var því sólarvörnin skilin eftir heima. Því var ekkert annað að gera í stöðunni en að versla í litu búðinni á Laugarvatni og smyrja á sig factor 20 frá Nivea.
Nú malar hinsvegar þvottavélin og ég er að gera mig klára fyrir næstu ferð sem hefst á sjálfan þjóðhátíðradaginn.
Mikið var gott að leggjast á kodann sinn um miðnætti í gær eftir 5 tíma akstur frá Reykjavík. Hef reyndar ekki lagt saman kólómetrana sem ég hef lagt að baki síðustu viku en þeir eru þó nokkrir. Mývatnssveit var yndisleg í alla staði nema þá kannski flugan sem var í hámarki en hefur ekki verið svona mikil og svona langt frá vatninu í mörg ár, sagði mér fróður eldri herra maður. Kórinn minn átti frábæra daga og hlaut mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Það hafði ríkt dálítill kvíði í hópnum fyrir ferðina því kórinn er bara 9 mánaða gamall og þær vissu ekkert hvar þær stóðu svona miðað við aðra kvennakóra sem tóku þátt í mótinu og voru eiginlega vissar um að þær væru lélegastar. En annað kom í ljós og allar fóru þær sælar og glaðar heim af mótinu reynslunni ríkari. Ég brunaði beint á Laugarvatn á kennaranámskeið eftir mótið og var þar í slíkri rjómablíðu að axlir og bringa þoldu sólina ekkert sérlega vel og urðu svona í rauðara lagi. Einhvernveginn hafði maður ekki gert ráð fyrir að sólin færi að sperra sig og var því sólarvörnin skilin eftir heima. Því var ekkert annað að gera í stöðunni en að versla í litu búðinni á Laugarvatni og smyrja á sig factor 20 frá Nivea.
Nú malar hinsvegar þvottavélin og ég er að gera mig klára fyrir næstu ferð sem hefst á sjálfan þjóðhátíðradaginn.
5 Comments:
At 14/6/07 11:54 f.h., Nafnlaus said…
aldeilis karríerkona út um hvippinn og hvappinn:)
At 14/6/07 8:19 e.h., agusta said…
JÁ JÁ sú ferð byrjar svo sannarlega á þjóðhátíðardaginn kl 5 um morguninn og það ekki með lélegum ferðafélaga... nei nei við verðum þarna pæjurnar saman... sííís hvað ég hlakka til og það er nú eins gott að taka sólarvörnina í það ferðalag því ég vænti þess að sólin sperri sig í Danaveldi þá daga sem við verðum þar... óóójá
Hlakka til að sjá þig eftir 3 daga ;)
Love Ágú...
At 17/6/07 3:13 f.h., Ameríkufari segir fréttir said…
Frábært að allt gekk svona vel-afhverju ekki? Það er valkyrja sem stjórnar!!!
Ég held að þú sért flott svona brunnin þó það sé sárt:)
Góðar stundir og góða ferð á morgun.
At 24/6/07 5:50 e.h., Nafnlaus said…
Hæ, mikið óskaplega var nú gaman að hitta þig á barnum í Edinborg!
Ég fann það á mér að ég myndi rekast á þig á Ísó, en að það myndi gerast á skralli datt mér hreint ekki í hug :)
At 24/6/07 9:57 e.h., Syngibjörg said…
hehe Hildur...... manni finnst maður vera orðinn pínu gamall þegar maður hittir fyrrv. nemendur á skralli en NB ég var að vinna.... Vona að þú hafir skemmt þér vel.
Skrifa ummæli
<< Home