Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, júní 03, 2007

fótafimi, kaffisopi og gl.. gr.....

Það er stanslaust fjör hér á Skógarbrautinni.
Nú er rokkarinn kominn í hús og dvelur hér sumarlangt við vinnu sem mér tókst loksins að útvega honum eftir mörg símtöl við mæta menn og konur. Það er strax kominn systkina hreimur í röddina og þolinmæðisþröskuldurinn þaninn til hins ítrasta hjá þeim yngri. Allt er þetta músík í mínum eyrum enn sem komið er því hópurinn hefur ekki verið allur saman síðan um páska. Sjáum svo til hvort ég verð ekki farin að urra í lok sumars og farin á límingunum. Finnst reyndar að allir séu að verða svo stórir og sjálfsæðir að brátt verði ég ekki í hlutverki uppalandans. Svo merkilegt. Og eiginlega dálítið óraunverulegt.
Helgin hefur liði mjúklega með skemmtunum af ýmsu tagi. Brá mér meðal annars yfir á Suðureyri í fiskiveislu í gærkveldi. Dásamlega góðir fiskréttir af ýmsu tagi sem maður gat gúffað í sig að vild. Með breyttum tímum verða til nýjir siðir. Fyrirtækin tvö í plássinu hafa brugðið á það ráð að bjóða fólkinu sínu upp á fiskiveislu, skemmtun og ball í tilefni sjómannadagsins. Ferlega vel heppnað og Valkyrjurnar mínar hófu upp raust sína öllum til gleði í gærkveldi á einni slíkri samkomu. Svo hituðum við upp fyrir væntanlegt kóramót sem haldið verður á Mývatni dagana 7- 10 júní með því að æfa snúnigshraða og fótalipurð kórfélga. Það þarf að gæta að ýmsu þegar leggja á upp í ferðalag til að taka þátt í kóramóti. Allir útlimir verða að fúnkera, nú og svo auðvitað röddin, en það er þekkt stærð í hópnum. Einnig er glasalyftingarúthald afskaplega nauðsynlegt og þamb ýmisskonar. Það var vel tekið út og stóðst prófið. Því er allt klárt fyrir komandi mót og kórfélagar komnir með eftirvæntingu í hjartað.
Bauð tveimur úglendingum, sem voru svo almennilegir að keyra mig heim af næturlífinu hér handan heiðar, í morgunkaffi. Þeir fóru inn á tjaldstæði sem er hér nánast við hliðina á mér og lúrðu þar sem eftir lifði nætur.
Fékk svo bank á eldhúsgluggann um ellefu leytið, og stóðu þeir þar og hermdu upp á mig kaffisopann.
Var svo með góða gesti kvöldmat, og var "glirrað" eins og Snáðinn segir.
Hann á ennþá skemmtilegustu setninguna sem við notuðum óspart í fyrrasumar;
mamma, eigum við ekki að glirra harborgara?????
Hann var reyndar að reyna að segja þetta orð rétt hér áðan en gafst svo upp og stundi; ég segi þetta bara eins og ég er vanur, kann ekki að segja þetta öðruvísi.

6 Comments:

 • At 4/6/07 8:59 f.h., Anonymous baun said…

  hahaha! góður hann sonur þinn:)

  (og bíddu bara þar til hann fer að lesa bloggið þitt, þá færðu á baukinn...ég má næstum ekkert minnast á mína stráka þar, þeim finns allt svo "asnalegt")

   
 • At 4/6/07 10:23 f.h., Blogger Harpa J said…

  Guð já, og hvað þá að birta myndir - þær eru vandlega ritskoðaðar....

   
 • At 4/6/07 10:25 f.h., Blogger Syngibjörg said…

  Segðu, Brynja mín spyr í hvert sinn sem ég tek mynd af þeim systkinum hvort hún eigi að fara á bloggið:O)

   
 • At 4/6/07 12:58 e.h., Blogger agusta said…

  hæhæhæ...

  Vá tæt sketsjúal hjá minni... syngja á tónleikum 6. júní og strax á kóramót 7-10 júní... þannig að þú ætlar ekkert að drekka neitt rauðvínsglas Kaare til samlætis á miðvikudagskvöldið ;) hahahahha??????

  Hlakka til að sjá þig elsku vinkona... hvaða lag ætlar þú að syngja?

  Love Ágústa

   
 • At 4/6/07 2:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

  hæ Ágústa mín, var að reyna að senda þér póst en fékk hann í hausinn:O( er hólfið þitt orðið troðfullt?? tékkaðu á þessu. Jaaa maður getur alltaf fengið sér eitt rautt sérstaklega ef fólk eins og Kaare er á staðnum.

  Mikið að gera ha??????? er bókstaflega að drukkna.

  Ætla að syngja Narrow daylight, eftir hana Krall vinkonu mína.
  en þú?

   
 • At 7/6/07 11:57 f.h., Blogger Lindablinda said…

  Eins og ég hef oft sagt - ég á að búa úti á landi, það er þar sem hlutirnir gerast. :-)

   

Skrifa ummæli

<< Home