Pælingar Snáðans
Síminn hringdi og hin meginn á línunni var Snáðinn minn því nú er pabba vika.
Heyrðu mamma, þú átt að koma á leikskólann minn á morgunn.
Nú, og hvað er um að vera?
Ég er að útskrifast!!!!
Vááá....... en gaman.
Já, og ég fæ blóm og allt.
Frábært ég kem og tek þátt í þessu með þér.
Ó kei bæ sjáumst á morgunn.....svo skellti hann á.
Og í dag er hann útskrifaður úr leikskólanum.
Þau sungu 2 lög, fengu viðurkenningarskjali, blóm(nema hvað)
og geisladisk með 100 myndum úr starfi leikskólans.
Þegar hann hættir fyrir sumarfrí er þeim kafla í lífi mínu, að eiga leikskólabarn ,lokið.
Váááá , skrítið.
Hann sat aftur á móti með pulsuna sína eftir athöfnina
og velti því fyrir sér afhverju hann þyrfti að koma næsta dag í skólann
fyrst hann væri útskrifaður.
Hvað þýðir þetta eiginlega að vera útskrifaður, mamma??
Sagð´ann með remolaðið út um alla kinn.
7 Comments:
At 1/6/07 10:03 f.h., Nafnlaus said…
þetta var sko sætt:)
til hamingju með strákinn!
At 1/6/07 10:27 f.h., Nafnlaus said…
Ótrúlegt! Mér finnst svo stutt síðan við sátum kasóléttar á stólunum okkar hlið við hlið í upptökum! Erum við ekki samt örugglega rosalega ungar og ferskar þótt strákarnir okkar séu orðnir svona stórir? Ha?!?
At 1/6/07 10:38 f.h., Nafnlaus said…
til hamingju með litla kút (sem er víst að verða stór)
At 1/6/07 2:41 e.h., Nafnlaus said…
hæ, ég ákvað að koma við á síðunni þinni fyrst ég var að vafra á netinu!! ohh ég bið að heilsa mestu dúllu í heimi!!! ég verð örugglega í bandi bráðum!! er stödd á akureyri akkúrat núna..tónleikar í gær!!! vildi bara segja hæ! verðu í bandi
kv. Hrund
At 2/6/07 1:44 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Til hamingju með drenginn!
At 2/6/07 7:27 e.h., Blinda said…
frekar krúttlegt :-)
At 2/6/07 10:53 e.h., Nafnlaus said…
Hæ Ingibjörg, ég stóð í sömu sporum með drenginn minn í vikunni, útskrifaður úr leikskólanum!!
Merkilegt, ekki satt?
skóli í haust!
Sjáumst á miðvikudaginn,
hlakka til!!
bestu kveðjur,
hulda.
Skrifa ummæli
<< Home