Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Fréttin í bb í dag


Sungið og slegið á létta strengi
Barna- og unglingakórar Tónlistarskóla Ísafjarðar halda vortónleika ásamt strengjasveit skólans í Ísafjarðarkirkju á morgun, uppstigningardag. Það er söngkennarinn og kórstjórinn Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem hefur stjórnað kórunum í vetur, en stjórnandi strengjasveitarinnar er sem fyrr Janusz Frach. Tónleikarnir eru einir af sautján tónleikum TÍ í maí, en tónleikaröðin hófst þann 9. maí með Vorþyt lúðrasveita tónlistarskólans og lýkur með lokahátíð skólans, þann 31. maí nk.

4 Comments:

  • At 16/5/07 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    myndarlegur hópur:)

     
  • At 17/5/07 11:51 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já, voða flottur og þau syngja eins og englar þó ég segi sjálf frá og allt utanbókar, algerir snillingar.

     
  • At 17/5/07 6:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Ingibjörg
    rosalega voru tónleikarnir flottir hjá ykkur
    takk fyrir skemmtunina
    kv Hrafnhildur

     
  • At 17/5/07 7:10 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk Hrafnhildur, ég var mjög stolt af þeim og allt eins og það átti að vera.

     

Skrifa ummæli

<< Home