Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Við vitum ekki hver þú ert......

........stendur framan á umslaginu. Var að fá auðkennislykilinn í pósti fyrst núna.
Hef þó alltaf getað farið inn á netbankann en er alltaf rukkuð um þessar upplýsingar.Skýringin á töfinni, eða sú sem þjónustufulltrúinn gaf, var að það hafi ekki verið pantaðir nógu margir lyklar. Dáldið fyndið að banki geri mistök með tölur. Kemur út eins og það sé ekki vitað hversu margir viðskiptavinir hans noti netbanka. Hélt að það væri vel haldið utan um þannig upplýsingar. Ætli ég einhendi mér ekki að virkja gripinn og búi til enn eitt lykilorðið. Liggur við að það sé orðið fátt um fína drætti í þeim efnum því maður opnar varla tölvuna né kaupir bensín með korti nema slá inn lykilorð og pin-númer. Eitt er nefnilega að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug og annað er að reyna að muna það.

2 Comments:

  • At 9/5/07 8:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú þarft ekki að breyta lykilorðinu, alla vega þurfti ég ekki að gera það. auðkennislykilnúmerið bætist bara við þegar þú skráir þig inn...

    annars finnst mér þessi hlunkur, auðkennislykillinn, alveg óþolandi leiðinlegur.

     
  • At 11/5/07 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það þarf svo að breyta lykilorðinu við og við samt. Óþolandi. Ég er farin að skrifa öll þessi lykilorð hjá mér á blað sem er mjög nálægt tölvunni, líklega afskaplega hættulegt og óviðeigandi en, gömul kona verður bara að bjarga sér.

     

Skrifa ummæli

<< Home