Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, apríl 23, 2007

Óveður að sumri til og heilaselludans

Flúðum úr bústaðnum sökum óveðurs.
Enginn svaf dúr aðfaranótt laugardags.
Ofsinn í veðrinu var svo mikill að rúður svignuðu,
rúmin dúuðu undir manni og beið maður
hreinlega eftir að húsið tækist á loft ein og í Galdrakarlinum í Oz.
Og svo snjóaði næstu nótt.
Sko ofan í byggð.
Þetta er bara svona.
Sumarið lætur bíða eftir sér.
En vonandi ekki of lengi.
Langar að fara í pils og krúttlega skó og finna sólina á andlitinu.
Það er enn vetur í mér.

Að öðru.

Nú reynir á skipulagshæflileika mína.
Framundan eru ótal verkefni og tíminn frekar naumur.
Mér finnst reyndar alltaf meira gaman þegar mikið er að gera, taka tarnir.
Heilinn fer í vissan gír og sellurnar skoppa af áreynslu.
Sælan svo ólýsanleg þegar öllu er lokið
og maður getur verðlaunað sig með smá dekri.
Tek stefnuna á það.

4 Comments:

  • At 23/4/07 11:02 e.h., Blogger agusta said…

    Taktu sumardressið með út... vonandi fáum við að nota svoleiðis á meðan við grillum út í garði og spókum okkur... íííks hvað ég er farin að hlakka til.. við erum að tala um 6 daga hérna!!!

     
  • At 23/4/07 11:10 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ójá, tek sko með mér kjólana og pilsin. Kuffti meira að segja skó með opinni tá um daginn.
    6 dagar , ekki amalegt.

     
  • At 24/4/07 4:53 e.h., Blogger agusta said…

    einmitt... tel niður maður...

     
  • At 25/4/07 1:20 e.h., Blogger Halldís said…

    taktu sandalana með til köben! 20 til 23 stiga hiti í dag og framá sunnudag sýnist mér á spám! híhí

     

Skrifa ummæli

<< Home