Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, apríl 02, 2007

Svona var veðrið í dag hér á Skógarbrautinni
og garðurinn nánast snjólaus.
Vegna mikilla rigninga undanfarið verður sennilega
ekki hægt að fara á skíði en myndin er tekin í áttina að skíðasvæðinu.
Svona leit brekkan fyrir ofan húsið út í dag


Og okkur Hlyni Inga fannst til valið að taka út hjólin í dag
og fara í hjólatúr inn í skóg.

Hann orðinn klár með hjálminn á sínum stað og
ég búin að pumpa í dekkin á mínu hjóli sem reyndar þurfa öflugri
þrýsting en þann sem kom frá handpumpunni.
Dekkin voru óttalega lin eftir veturinn og hélt
ég hreinlega að það væri sprungið á báðum.



En fyrir nákvæmlega viku síðan var þetta leiktæki barnanna
í brekkunni fyrir ofan hús.
Fljótt skipast veður í lofti og nú bíður maður eftir brumi á trjám
og vorlaukum sem gægjast upp úr moldinni.





6 Comments:

  • At 2/4/07 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikið er gaman að sjá myndir af börnunum þínum-ég man bara þegar Magnea var að tala um Hlyn þá nýfæddan. Sjáðu bara hvað tíminn líður!

     
  • At 3/4/07 9:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þarna eru sko sætir krakkar:)

     
  • At 3/4/07 12:48 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Tíminn líður svo óhugnarlega hratt að ég næ varla að dansa með.

     
  • At 3/4/07 7:42 e.h., Blogger agusta said…

    já já já þú munt sjá brum á trjám og væntanlega blómstrandi vorlauka eftir um 3 vikur............................ í Danmörku... sííís hvað verður gaman...

    Síjú beib...

    Love Ágústa

     
  • At 4/4/07 9:26 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Veistu ég ÆTLA að heimsækja þig í sumar. Hætt að vera fyndið...

     
  • At 5/4/07 3:27 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ágústa; hlakka SVONA MIKIÐ til.

    Barbí; já vertu hjartanlega velkomin ávallt og ævinlega.

     

Skrifa ummæli

<< Home