Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Bjartsýni er....

......... að komast suður til Reykjavíkur í dag.
Á morgun er mjög áhugaverð ráðstefna á Hótel Sögu sem ég ásamt aðstoðarskólastjóra Tónlistarskólans ætluðum að sækja. En veðrið undanfarna daga gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni á ferðalagi og ekki förum við keyrandi sökum ófærðar.
Ég var búin að útvega mér miða á Óperustúdíóð í Íslensk Óperunnar þar sem dóttirin fer með eitt hlutverk í óperunni Suor Angelica e:Puccini. En söngvarar og hljóðfæraleikarar koma úr söng- og tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu. Var farin að leyfa mér að hlakka til.
Lengi má vona.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home