Kanntu að skúra hálfmatt parket?
Verð aðeins að biðja um smá ráðleggingar frá ykkur mér fróðari um tiltekið máliefni.
Þannig er að ég keypti eikarparket á íbúðina mína.
Það er voða lifandi með kvistum og lagt í 45°.
Kemur gasalega vel út og gerir íbúðina voða hlýlega.
Nema hvað það þarf að skúra á þessu heimili eins og hjá okkur flestum.
Ég kaupi parket sápu frá Johnsons og hendi mér í verkið.
Stend svo hreykin, sveitt og með klístrað hárið að verki loknu.
Daginn eftir sit ég í eldhúsinu og verður litið eftir gólfinu.
Sé mér til mikillar armæðu að það er eins og hér hafi ALDREI farið tuska yfir það.
Allt kámugt og með fótaförum hingað og þangað.
Var vægast sagt mjög skúffuð.
Hef síðan reynt aðrar sápur og líka enga sápu heldur bara volgt vatn en samt er gólfið hræðilegt.
Parketið er lakkað með möttu lakki því glans gólf falla mér ekki.
Og þaðan af síður kámug.
Hefur einhver góð ráð með rétta aðferð við að skúra parketgólf og þá hvaða gólfsápu skuli nota við það?
Öll ráð vel þegin.
Þannig er að ég keypti eikarparket á íbúðina mína.
Það er voða lifandi með kvistum og lagt í 45°.
Kemur gasalega vel út og gerir íbúðina voða hlýlega.
Nema hvað það þarf að skúra á þessu heimili eins og hjá okkur flestum.
Ég kaupi parket sápu frá Johnsons og hendi mér í verkið.
Stend svo hreykin, sveitt og með klístrað hárið að verki loknu.
Daginn eftir sit ég í eldhúsinu og verður litið eftir gólfinu.
Sé mér til mikillar armæðu að það er eins og hér hafi ALDREI farið tuska yfir það.
Allt kámugt og með fótaförum hingað og þangað.
Var vægast sagt mjög skúffuð.
Hef síðan reynt aðrar sápur og líka enga sápu heldur bara volgt vatn en samt er gólfið hræðilegt.
Parketið er lakkað með möttu lakki því glans gólf falla mér ekki.
Og þaðan af síður kámug.
Hefur einhver góð ráð með rétta aðferð við að skúra parketgólf og þá hvaða gólfsápu skuli nota við það?
Öll ráð vel þegin.
8 Comments:
At 18/3/07 6:01 e.h., Nafnlaus said…
blessuð skúringadama,
ég veit ekki hvort ég get nokkuð hjálpað þér.....
en ég fékk olíuborna eik á íbúðina mína (svei mér þá, held það frekar en mattlakk) en ég skúra með mjög mjög mjög lítilli sápu og þá helst frá "Enjo" sem er líka merkið á græjunum sem ég skúra með og er afskaplega ánægð með.
Skúringar eru ekki mitt uppáhalds fag, svo ég hef ekki úthugsað þetta neitt.
annars er örugglega sniðugt að tala við þá sem seldu þér parkettið.
kveðja hulda.
At 18/3/07 8:04 e.h., Nafnlaus said…
Ég hef heyrt að það eigi að gera ótrúlegustu hluti að skúra upp úr ediki. Ég hef aldrei prófað þetta sjálf þannig að ég get ekki vottað um árangurinn en mig minnir að þú eigir bara að nota edikið eins og sápu, þ.e.a.s. setja bara smá skvettu út í volgt vatn. Já og mig minnir að það sé bara talað um venjulegt borðedik.
At 18/3/07 10:06 e.h., Nafnlaus said…
Ég nota alltaf þvottalög sem heitir G 270 og er Laminatreiniger. Minnir að ég hafi keypt þetta í Byggt og Búið. Nota mjög sparlega og finnst alltaf að mattlakkaða gólfið mitt sé eins og nýtt eftir hvern þvott :o)
Hulda H.
At 19/3/07 9:42 f.h., Nafnlaus said…
þegar ég var á sumarhótelinu í denn, þá notum við bara uppþvottalög á stóru gólfin, þetta hefur nýst mér ágætlega í gegnum tíðina, sérstaklega þar sem ég á það til að gleyma að kaupa sérstök gólfþvottarefni.
kv
hjallavegspúkinn
At 19/3/07 1:46 e.h., Nafnlaus said…
er hallóskan með rugluna í dag?
At 19/3/07 1:47 e.h., Nafnlaus said…
úps, var nebbla að kommentera áðan og ekkert kom...
At 19/3/07 7:20 e.h., Syngibjörg said…
Baun: veit´ekki, kannski bara að sýna mér samúð í vandræðum mínum í dag.
Allar hinar: takk, takk. Ætla að reyna allar aðferðirnar því einhver þeirra hlýtur að virka.
At 20/3/07 5:07 e.h., Nafnlaus said…
Ég nota líka Enjo sápurnar( reyndar maðurinn minn því hann skúrar :-)) Bara snilld, og líka svo umhverfisvænt
Skrifa ummæli
<< Home