Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, mars 10, 2007

Hvert fóru túlípanarnir?

Eftir erilsama viku er gott að eiga dag þar sem maður þarf ekki að gera neitt.
Hef því sötrað soja latte með mogganum á milli þess sem ég þjónusta Snáðann og vin hans sem kom í heimsókn undir hádegi.
Lífið er í þægilegum gír og allt óskaplega hversdagslegt.
En er það ekki lífið svona hjá okkur flestum, hversdagslegt með matarinnkaupum og tilbúningi þar sem þvottavélin malar undir. Mín er reyndar með einhverja stæla og stoppar alltaf á sama stað svo ég þarf að hjálpa til með handaflinu og snúa takkanum. Hún er reyndar orðin 15 ára gömul og segja mér fróðir að þá þurfi að fara að endurnýja svona hvað og hverju. Viðgerð svari ekki kostnaði. En þar sem þvottavélakaup eru ekki efst á listanum núna læt ég mér duga að halda henni gangandi með minni hjálp.
Í vikunni gerðist ég meðlimur í heilsuklúbbi. Það er framtak nokkurra kvenna hér á svæðinu.
Markmið okkar er að hittast yfir hollum og góðum mat, fræðast um allt sem lítur að þessum málaflokki, spjalla og flissa. Og fyrsta boð var í gærkveldi. Boðið var upp á grillaðan lax með heimalöguðu mango chautney og pístasíuhnetum, grilluðum kartöflum með lauk, heimgerð brauð og avakadomauk ásamt sallati. Eftirrétturinn var sú albesta kaka sem ég hef smakkað. Hún er úr svokölluðu hráfæði og því ekki bökuð. En hún var guðdómleg. Við komum til með að skiptast á uppskriftum og skal ég skella henni hingað inn þegar ég fæ hana.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég mæti í matarboð þar sem ég get borðað allt sem á boðstólnum er. Fannst það með skemmtilegri uppákomum sem ég hef upplifað. Finnst ég stundum utanveltu með mitt ofnæmi og þarf alltaf að spyrja hvað sé í matnum. Getur virkað sem bölvuð hnýsni en ég er orðin leið á að taka sénsa og verða svo veik fyrir bragðið. Fólk verður líka alltaf svo sorry þegar ég segist ekki geta borðað það sem það býður upp á. Og er það mjög skiljanlegt.
Í klúbbnum eru skemmtilegar konur en ég þekki bara eina þeirra, mágkonu mína, hinar þekki ég bara í sjón. Ég lít á þetta sem kjörinn vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál og maður sjálfur.
Við ætlum að hittast einu sinni í mánuði og verður næsta skipti hjá mér.
Er strax farin að hlakka til, fletta matreiðslubókum og skipuleggja.

Tók myndir af fallegu túlípönunum sem ég keyti mér til yndisauka um daginn en ég hef ekki grænan grun um hvert blogger fór með þær í aðgerðinni sem ég gerði til að birta þær hér.

Reyni aftur síðar.

7 Comments:

  • At 10/3/07 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Heyrðu, þetta minnir mig á eitt!
    Hvað er það aftur nákvæmlega sem þú borðar ekki? Ég á nefnilega eina uppskrift að súkkulaðiköku sem er án bæði mjólkur og eggja. Það er hins vegar hveiti í henni (því má nú kannski skipta út fyrir eitthvað annað mjöl ef þú þolir ekki hveitið) og svo er náttúrulega gomma af sykri þannig að hún er víst alveg út ef hann er ekki á dagskrá!

     
  • At 10/3/07 8:01 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það sem ég má ekki borða eru allar mjólkurvörur hvaða nöfnum sem þær nefnast og engar vörur sem innihalda mjólkuduft eða undanrennuduft. Má því ekki borða t.d. lifrarkæfu því í henni er undanrennuduft. Svo er það gerið, og það þýðir ekkert venulegt brauð, niðursuðuvörur ýmiskonar og bjór. Að lokum er það hveitið og sá listi MJÖG langur því það er hveiti í öllum fjandanum. En ég hef þróað með mér ýmiskonar matar og köku uppskrifir, breitt og bætt því í mörgum súkkulaðikökum t.d.er smjör-bannað -en í staðin er hægt að nota t.d kókosolíu eða venjulega olíu. Jæja þetta komment er orðið að bloggfærslu, en uppskriftina væri gaman að fá því ég get kannski stuðst við hana.

     
  • At 10/3/07 10:42 e.h., Blogger Gróa said…

    úffff ég gleymi seint þegar við vorum í matarboðinu í Köbenhavn !!!! En ég hlýt að fara að muna þetta ! ! !

    Á ekkert að commenta á bloggið manns......frá Flórída !!!??

     
  • At 10/3/07 11:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    allamalla, en hrikalegt að vera með óþol fyrir öllum þessum matvörum!
    mikið er maður heppinn að geta etið hvað sem er...

    eru börnin þín líka svona viðkvæm fyrir mat?

     
  • At 11/3/07 12:51 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Gróa, reyndi um daginn að kommenta en það vildi ekki birtast, veit ekki afhverju.

    Baun, sem betur fer geta börnin prísað sig sæla undan þessari kvillu. Eftir því sem ég kemst næst , grúsk á netinu og svoleiðis vantar í mig ensím sem brjóta þessar fæðutegundir niður. Því verða þær að einhverju eitri sem ristillinn ræður ekkert við, ég engist um í krampakasti mér til mikilla þrauta.

     
  • At 11/3/07 12:56 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já og ég gleymdi nú að minnast á að ég borða hvorki svína- né nautakjöt. Og Gróa , þetta var nú hálf-vandræðalegt þarna í Köben þegar unga sæta frænka þín bauð okkur í mat því eina sem ég gat borðað voru hrísgrjónin.Synd, því unga parið hafði búið til dýrindis svínakjötsrétt í rjómasósu og buðu upp á hvítlauksbrauð og hrísgrjón með. Og til að vera ekki dónaleg, smakkaði ég herlegheitin og hafði þá ekki sett svínakjöt inn fyrir mínar varir í yfir 20 ár!!! Enda varð ég veik daginn eftir.

     
  • At 11/3/07 7:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég hlakka til þegar þessi guðdómsgóða kaka kemur hér í uppskrift. Mér datt í hug þegar ég las um mataróþolið þitt að ég á vinkonu sem neytir u.þ.b. ekki þess sama og þú - þannig að ég væri alveg til í að sjá fleiri uppskriftir frá þér hér á síðunni, en bara ef þú nennir auðvitað;o)

    Gangi þér annars allt í haginn
    Hulda H.

     

Skrifa ummæli

<< Home