Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Sumir ganga af

Held stundum að okkur lansdbyggðar fólki séu sendir afgangar.

Svona afgangar sem enginn kærir sig um og á sér hvergi stað.

Hef komist að því að svoleiðis afgangar eru sendir hingað í líkingu lækna.

Hitti einn slíkann í dag sem kunni enga mannasiði.

Og hitti anna í sumar sem var sínu verri.

Hér er nefnilega ekkert heimilislækna sýstem.

Maður á að prófa að fara til þeirra allra 3ja og velja svo þann
sem manni líst best á.

Og það velja allir þann sama.

Og hjá honum eins og gefur að skilja er LÖNG bið.

Er frekar óhress með þetta þjónustustig.

Er afgangur.

10 Comments:

  • At 13/2/07 11:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vaknaði upp við vondan draum. Barnalæknirinn faðir minn búinn að vera heimilislæknirinn alla ævi. Læknamafíuforréttindi - alltaf fram fyrir röðina - sérfræðingur sama dag - ókeypis.

    Gamli hættur að praktísera og orðinn pínu - confused. Hvernig fær maður sér heimilislækni??

    Annars er ekki auðvelt að vera sendur í hérað - bróðir átti að sjá um alla vestfirði - einn. Ungur og óreyndur - erfitt.

    lindablinda

     
  • At 14/2/07 1:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    uss uss

    Ekki get ég skilið hvernig fólk nennir að standa í svona hroka .. það kann enginn að meta svoleiðis í fari lækna í dag og varla gerir það starfið mjög gefandi heldur. Við vonum bara að einhver gullmoli fari að reka á fjörurnar hjá ykkur og að afgangar heyri fljótt sögunni til. Síðan ég villtist einhverntímann fyrir löngu inn á bloggið þitt hef ég alltaf kíkt hingað á þig af og til . Finnst þú skrifa svo skemmtilega :)

    ... Linda , þú þarft víst að arka inn á heilsugæsluna í þínu hverfi og láta skrá þig. Ágætt að reyna að forvitnast hjá einhverjum sem tilheyrir sömu heilsugæslu um meðmæli með góðum lækni ;)

     
  • At 14/2/07 8:44 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    er ekki hætt að senda unglækna út á land? Er ekki ástæðan fyrir þessu frekar sú að viðkomandi fá ekki stöður í bænum, það vantar lækna úti á landi og þess vegna fara úrhrökin þangað?

    Ekki veit ég hvað er hægt að gera til að bæta úr því. En ástandið er náttúrlega afleitt.

     
  • At 14/2/07 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta hlýtur að vera pirrandi ástand...en voða erfitt virðist vera að lagfæra það.

     
  • At 14/2/07 3:09 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Og það sem er með þennan tiltekna lækni þá er hann ekki ungur og óreyndur heldur maður á miðjum aldri sem er held ég orðinn leiður á starfinu sínu. Því þegar þú hefur ekki einu sinni fyrir því að bjóða góðann daginn heldur þusar; og hvað er að þér, áður en maður er svo mikið sem kominn inn í stofuna til hans og hurðin enn opin fram á gang þá er náttla eitthvað mikið að.

     
  • At 14/2/07 3:10 e.h., Blogger Halldís said…

    leiðinlegt að heyra, en ég get ábyrgst að það er mjög hæfur sálfræðinur sem kemur til Ísafjarðar einu sinni í viku, held ég. Jói bróðir pabba...

    Ekki það að ég haldi að þú þurfir á sálfræðihjálp að halda ;) en það getur verið gott að vita af því sem vel er gert...

     
  • At 14/2/07 4:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já maður kannast við svona læknafár, því miður, að heiman og ég veit ekki hvað þetta er.
    Ungur læknir er heima á æskustöðvunum núna og því miður hefur hún ekki náð trausti heimamanna skilst mér. Hún sagði við vinkonu mína sem var með barn veikt af RS-vírusnum að hún þyrfti að kíkja í læknabækur, hún væri ekki með á hreinu hvað RS-vírus væri...

     
  • At 14/2/07 5:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Tengdapabbi sagði að maður þurfti að vera búin að sjúkdómsgreina sig áður en maður héldi á fund lækna. Þá og aðeins þá væri mögulega hægt að fá einhverja úrlausn sinna kvilla. Held svei mér þá að hann hafi nú bara haft rétt fyrir sér sá gamli. Er búin að vera slöpp í hátt á annan mánuð og hef ekki enn treyst mér í ruddann upp á sjúkró. Ég er enn með hausinn undir hendinni og pæli og pæli. En fer þetta ekki bara að bestna.:)Ninna

     
  • At 15/2/07 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Held reyndar að þetta sé svona líka á höfuðborgarsvæðinu.

     
  • At 19/2/07 1:25 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said…

    Hvað segirðu? En leiðinlegt. Þeir voru svo indælir við mig ,,læknirarnir" (svona oftast allavega) þegar ég bjó þarna.

     

Skrifa ummæli

<< Home