Fíflaskapur
Hef verið alveg svakalega upptekin.
Upptekin við að halda sönsum.
Öll orkan farið í það.
Mjög orkufrekt djobb skal ég segja´ykkur og launin eru fádæma skilningsleysi.
Hef lengi undrast.
Undrast á því hvernig ein manneskja getur haft slík áhrif á líf manns að það snýst í andhverfu sína.
Las um daginn hjá einum bloggaranum að hennar speki sé sú að "fólk geti sjálfu sér um kennt ef það leyfir öðrum að fara illa með sig".
Hmmmm.........
Hef hugsað um þessa fullyrðingu mjög mikið.
Orðið öskureið, yppt öxlum, hlegið og orðið döpur.
Niðurstað mín er sú að þetta snýst ekkert um neitt leyfi.
Þetta snýst um aðstæður.
Hvernig höndlar maður þær.
Og hvernig maður bregst við framkomu annara.
Þinna nánustu og þíns nánusta.
Því samkvæmt þeirri speki ,að maður gefi öðrum leyfi til að fara illa með sig , er ábyrgð þess sem kemur illa fram engin á eigin framkomu. Sá má hagar sér eins og honum sýnist.
Og við sem "gefum leyfi" erum fífl.
Þá var ég fífl í 10 ár.
Upptekin við að halda sönsum.
Öll orkan farið í það.
Mjög orkufrekt djobb skal ég segja´ykkur og launin eru fádæma skilningsleysi.
Hef lengi undrast.
Undrast á því hvernig ein manneskja getur haft slík áhrif á líf manns að það snýst í andhverfu sína.
Las um daginn hjá einum bloggaranum að hennar speki sé sú að "fólk geti sjálfu sér um kennt ef það leyfir öðrum að fara illa með sig".
Hmmmm.........
Hef hugsað um þessa fullyrðingu mjög mikið.
Orðið öskureið, yppt öxlum, hlegið og orðið döpur.
Niðurstað mín er sú að þetta snýst ekkert um neitt leyfi.
Þetta snýst um aðstæður.
Hvernig höndlar maður þær.
Og hvernig maður bregst við framkomu annara.
Þinna nánustu og þíns nánusta.
Því samkvæmt þeirri speki ,að maður gefi öðrum leyfi til að fara illa með sig , er ábyrgð þess sem kemur illa fram engin á eigin framkomu. Sá má hagar sér eins og honum sýnist.
Og við sem "gefum leyfi" erum fífl.
Þá var ég fífl í 10 ár.
10 Comments:
At 8/2/07 9:51 f.h., Nafnlaus said…
ég er svo innilega ósammála þessari "speki" sem þú vitnar þarna í að það hálfa væri nóg. finnst þessi orð bera vitni um fádæma hroka.
samskipti eru flókin þótt fólk sem hneigist til prédikana og besservissergangs um líf annarra vilji halda öðru fram.
At 8/2/07 12:36 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Ja, mér finnst ég bera ábyrgð á eigin hegðun og mér finnst ég ekki mega koma illa fram við einhvern bara vegna þess að viðkomandi gefur mér færi á því.
Þ.e.a.s. Ég má ekki vera vond þó að ég geti það og ég ber ábyrgð á eigin vonsku/góðmennsku.
Svo verð ég líka að setja fólki mörk um hvernig að ég vil að það komi fram við mig (sem tekst kannski misjafnlega) , þannig að auðvitað er þetta ekki einfalt frekar en nokkuð annað í lífinu. Er það nokkuð?
At 8/2/07 4:05 e.h., Nafnlaus said…
Harpa: mikið rétt, en viðbrögð þeirra sem þú setur mörk eru ekki alltaf samkvæmt norminu og í samhengi við það hvernig viðmið samfélagsins eru um hegðun. Sumir halda að þeir geti og megi segja allt þegar það hentar þeim óháð aðstæðum og hver á í hlut. Þegar manni hefur ekki verið kennt þetta sem barn þá getur það reynst ómögulegt að tileinka sér það þegar einstaklingurinn verður eldri.
Baun: takk:O)
At 8/2/07 4:14 e.h., Harpa Jónsdóttir said…
Einmitt. Flókið. Og ekki halda að ég sé einhver snillingur í að setja fólki mörk. Óneineineineinei.
At 8/2/07 7:03 e.h., Nafnlaus said…
Svona speki á kannski ágætlega við í sumum tilvikum, þar sem samband þeirra aðila sem um ræðir er einfalt, t.d. samband afgreiðslufólks og viðskiptavina, samband við nágranna og eða samstarfsfólk.
Þegar samskipti eru nánari og flóknari, eins og til dæmis innan fjölskyldna er auðvitað allt annað uppi á teningnum og svo margt sem spilar inn í annað en bara hvernig maður setur fólki mörk. Maður hefur kannski ákveðnar vonir og væntingar, á sér drauma og þrár og hefur sterkar tilfinningar til hins aðilans (bæði jákvæðar og neikvæðar). Það er sko ekkert fíflalegt við slíkt, það er bara fallegt og heilt! Það að setja fólki mörk er stundum ansi máttvana gagnvart slíkum öflum, mín kæra!
Knús frá mér yfir hafið!
At 8/2/07 8:07 e.h., Barbie Clinton said…
Það er ekkert að vera fífl að þurfa að læra! Mennt er máttur! Nú veistu sko alveg hvað þú vilt ekki og hvernig þú vilt EKKI láta koma fram við þig. Stattu með sjálfri þér kona og komdu í sveitaferð!!
At 8/2/07 10:27 e.h., Nafnlaus said…
Skv. þeim sem kastaði fram spekinni varstu fífl-ég er bara alls ekki sammála því og er ánægð að sjá að þú ert það ekki heldur. Ég verð nú bara frekar foj að lesa þessa speki því ég á líka tímabil þar sem illa var með mig farið en ég tek ekki þátt í því að ég hafi leyft að fara þannig með mig bara svona "af því bara". Ég tek undir með þér þar sem þú talar um aðstæður og ætla ekki að hafa lengra mál um það. Farðu vel með þig:)
At 9/2/07 12:58 f.h., Syngibjörg said…
Þið eruð allar yndislegar konur. Takk fyrir knúsið Guðrún og ég er á leið í sveitaferð , jíííbbbbííí.
At 9/2/07 7:53 e.h., Blinda said…
Ástin er blind.....rosa einfalt. Við sem gefum hjarta okkar og stöndum við það, skiljum bara ekki af hverju við elskum einhvern sem að gerir svo......ljóta og skrítna hluti?? Við erum ekki fífl - kannski meðvirk....góð......veit ekki.
Ég veit bara að maður á ekki að meiða þá sem að elska mann jafnvel þó maður sé hættur að elska þá, eða líður eitthvað illa sjálfum.
Kannski kunnum við ekki alltaf að setja mörk, því við skiljum ekki svona framkomu - kunnum ekki að gera svona - erum ekki svona sjálf........ en við leyfðum engum að koma fram við okkur eins og skít - en það var alveg jafn sárt samt sem áður og afsakar ekki bjánann eða bjánana sem gerðu það.
Fólk vill setja allt og alla í flokka.
Lífið er bara ekki svona einfalt og
tilfinningar eru ennþá flóknari en lífið - my opinion
At 15/2/07 6:12 e.h., Fríða said…
Það er fyrst núna sem ég sé þetta og mér þykir ákaflega leiðinlegt hafi ég verið að særa einhvern. Eða kannski var ég bara að gefa færi á því að það yrði tala meira illa um mig.
Ég hef á tilfinningunni að ég sé að vaða yfir fólk með því að segja hluti á mínu eigin bloggi. Hvað með að linka líka á þann sem þú ert að vitna í, þannig að fólk geti þá sjálft lesið þetta. Ég nefni hvergi orðið "fífl" í umræddri færslu, og ég enda færsluna líka á því að segja að ég reyni ég líka að kenna börnunum mínum að það sé bara ekkert í lagi að vaða yfir aðra án þess að spá í hvernig þessum "öðrum" líður með það. Ég segi hvergi að það sé í lagi að fara illa með annað fólk.
En hér er líklega skýringin á nafnlausa kommentinu sem ég fékk þarna stuttu seinna.
Kannski ætti ég líka að bæta því við að ég var 16 ár gift manni sem var nokk sama hvernig mér leið?
Skrifa ummæli
<< Home