Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, janúar 28, 2007

Það getur verið stórhættulegt að dansa

Það er alltaf gaman þegar eitthvað óvænt gerist. Eins og t.d á föstudagskvöldið þegar ég ætlaði rétt að kíkja í afmæli til kærrar vinkonu en lenti svo bara á skralli. Söng á pöbbnum og allt. jájá. Hugsaði nú ekki fallega þegar ég vaknaði daginn eftir með herra smið í hausnum.
Og fína ballið um kvöldið maður.
Bara eitt að gera.
Fara i laaaaangaannn göngutúr í Skóginum.
Eftir að hafa hrest mig við í úðanum setti ég allt mitt hafurtaks í bílinn, ballkjólinn og andlitið og brunaði til frænku.
Þar var hárgreiðslukonan mætt og byrjuð að sjæna hana til.
Mín beið gott glas af rauðvíni spjall og mikill hlátur.
Þegar við komum á ballið sat heil lúðrasveit upp á sviði og blés þessa fínu tóna á meðan fólk var að koma sér fyrir, fara á barinn og sonna. . Það var góð stemmning í salnum.
Veislustjórinn brilleraði, enda Ungversk og með eindæmum fyndin kona.
Ég dansaði af mér hælana og þó aðallega tærnar.
Sérstaklega eina.
Stórutá.
Þegar einn herramaðurinn sveiflaði mér um gólfið vildi ekki svo betur til að hann steig á fínu lakkskónum sínum á mína fínu stóru tá, braut nöglina,gerði gat á sokkabuxurnar og út fór að fossa blóð.
Eymingja maðurinn.
Var alveg miður sín.
Iss, sagði félagi hans þegar hann sá þetta,
þetta grær áður en þú giftir þig, svo kom hik og hann glotti,
aftur.

10 Comments:

  • At 29/1/07 10:34 f.h., Blogger Fríða said…

    ég hef nefnilega verið að velta því fyrir mér hvort það verði verra eftir því sem maður (kona) verður eldri að láta dansa á tánum á sér. Ég er ekki frá því

     
  • At 29/1/07 10:52 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Fríða: aha, sérstaklega þegar dansherrann er kominn á miðjann aldur, með velmegunarbumbu og ekki eins fimur og hann var kannski hér í denn.

     
  • At 29/1/07 10:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ái! þetta hlýtur nú að hafa verið vont.

    en gaman að heyra hvað þú ert dugleg að fara út, vildi að ég væri svona öflug...

     
  • At 29/1/07 11:17 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Baun: já þetta var voða vont og er enn, get ekki gengið í skvísuskóm:O(
    Eiginlega varð skrallið óvænt og ágætt því ég var að breytast í sófakartöfflu.

     
  • At 29/1/07 12:14 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    gekt stuð fyrir vestan, greinilega :-D

     
  • At 29/1/07 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    OMG er maður tryggður fyrir sona? Láttu þér batna í tánni. Kveðja úr Grafarholti

     
  • At 29/1/07 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Við megum ekki gleyma mikilvægasta atriðinu: Var hann sætur, dansherrann?

     
  • At 29/1/07 11:01 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Dansherran gæti verið pabbi minn og því voða sætur og dannaður kall, nema farin að fatast dansfimin. Og var kannski búinn að drekka einu glasi of mikið fyrir svona sveiflu.

     
  • At 31/1/07 4:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    en þessi sem sagði þetta grær áður en þú giftir þig?

     
  • At 31/1/07 5:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Skólabróðir pabba.... aha.....gamanaðððððessssuuuuu......

     

Skrifa ummæli

<< Home