Hvað á ég að gera við tvær fullar skálar af dýrindis pastasallati?
Er ein í kotinu þessa dagana og sé fram á einn rétt út næstu viku.
Pastasallat.
Þurftum að blása af æfingu kvennakórsins í dag sem skýrir ástandið.
Jæja, verður maður þá ekki bara að bjóða þetta gestum og gangandi.
Ég fitna þá allavega ekki á meðan.
Enda eins gott því ég er komin á fullt í sprikli.
Geng hér um með harðsperrur og auman bossa eftir spinning.
Hlýt að vera mjög spaugileg ásýndar.
En ég lét bjóða mér í mat í kvöld og í minn hlut kom að útbúa eftirréttinn.
Það er súkkulaðikaka sem ég má borða.
Hún er gædd þeim eiginleikum að vera holl, djúsí og magamálsvæn.
Og af því að ég veit um matgæðinga þarna úti læt ég uppskriftina fylgja.
Súkkulaðikaka með laugardags eða sunnudagskaffinu.
250 gr. spelt
150 gr hrásykur eða púðusykur
2- 3 msk kakó (3 ef fólk vill hafa hana dökka)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matasódi
1 tsk vanilludropar
2 egg
150 gr smjörlíki -brætt eða 1 1/2 dl olía
1 1/2 dl sojamjólk eða sterkt kaffi.
Þurrefnum blandað saman og svo vökvanum ásamt eggjum bætt í.
Hræra öllu saman en ekki of lengi.
Setja í skúffukökuform og baka við 180 °c í 30 - 40 mín á blæstri
Krem
250 gr flórsykur
2-3 msk kakó (hér gildir það sama og í kökunni)
100 gr brætt smjörlíki- kælt aðeins áður en það er sett út í.
1 tsk vanilludropar
Sterku kaffi bætt í þar til kremið fær rétta þykt.
Flórsykri og kakó blandað saman með handpísk til að losna við allar litlu kúlurnar sem myndast.
Smjölíki, vanilludropum og kaffi bætt út í.
Hrært þar til kremið verður gljáandi og mátulegt svo að renni ekki út um allt.
Hægt er að strá kókósmjöli yfir fyrir þá sem það vilja.
Verði ykkur svo að góðu .
150 gr. flórsykur
Er ein í kotinu þessa dagana og sé fram á einn rétt út næstu viku.
Pastasallat.
Þurftum að blása af æfingu kvennakórsins í dag sem skýrir ástandið.
Jæja, verður maður þá ekki bara að bjóða þetta gestum og gangandi.
Ég fitna þá allavega ekki á meðan.
Enda eins gott því ég er komin á fullt í sprikli.
Geng hér um með harðsperrur og auman bossa eftir spinning.
Hlýt að vera mjög spaugileg ásýndar.
En ég lét bjóða mér í mat í kvöld og í minn hlut kom að útbúa eftirréttinn.
Það er súkkulaðikaka sem ég má borða.
Hún er gædd þeim eiginleikum að vera holl, djúsí og magamálsvæn.
Og af því að ég veit um matgæðinga þarna úti læt ég uppskriftina fylgja.
Súkkulaðikaka með laugardags eða sunnudagskaffinu.
250 gr. spelt
150 gr hrásykur eða púðusykur
2- 3 msk kakó (3 ef fólk vill hafa hana dökka)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matasódi
1 tsk vanilludropar
2 egg
150 gr smjörlíki -brætt eða 1 1/2 dl olía
1 1/2 dl sojamjólk eða sterkt kaffi.
Þurrefnum blandað saman og svo vökvanum ásamt eggjum bætt í.
Hræra öllu saman en ekki of lengi.
Setja í skúffukökuform og baka við 180 °c í 30 - 40 mín á blæstri
Krem
250 gr flórsykur
2-3 msk kakó (hér gildir það sama og í kökunni)
100 gr brætt smjörlíki- kælt aðeins áður en það er sett út í.
1 tsk vanilludropar
Sterku kaffi bætt í þar til kremið fær rétta þykt.
Flórsykri og kakó blandað saman með handpísk til að losna við allar litlu kúlurnar sem myndast.
Smjölíki, vanilludropum og kaffi bætt út í.
Hrært þar til kremið verður gljáandi og mátulegt svo að renni ekki út um allt.
Hægt er að strá kókósmjöli yfir fyrir þá sem það vilja.
Verði ykkur svo að góðu .
150 gr. flórsykur
3 Comments:
At 20/1/07 12:55 e.h., Nafnlaus said…
æ, vildi að ég gæti droppað inn og þegið svona kræsingar...
flott uppskrift:)
At 21/1/07 4:22 e.h., Meðalmaðurinn said…
Þurfti að blása af æfinguna vegna veðurs? Það eru sko bestu dagarnir á Ísafirði, þegar ekkert er hægt að gera fyrir veðri...
At 21/1/07 6:09 e.h., Syngibjörg said…
Baun; anytime.
meðalmaður; það var reyndar ferlegt veður en mætingin var dræm vegna veikinda og annara anna sem konur nú til dags eru svo duglegar að taka að sér.
Skrifa ummæli
<< Home